Innlent

Hlé á ferjuflutningum

Mynd/Pjetur
Hlé verður gert á ferjuflutningum yfir Múlakvísl á milli klukkan fimm og átta eða níu í kvöld þar sem er verið að veita Múlakvísl undir brúna.

Vegagerðin gerir ráð fyrir að um þrjá til fjóra klukkutíma taki fyrir ána að setjast á nýjan leik svo hægt verði að hefja ferjuflutningana að nýju. Jarðýtur munu útbúa nýtt vað í framhaldinu.

Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma yfir vaðið, þannig að ekki verður hætt klukkan 23 eins og undanfarna daga heldur haldið áfram meðan þörf krefur.

Löggæsla verður aukin við Múlakvísl á meðan þessar framkvæmdir standa yfir. Vegfarendur eru beðnir um að sýna skilning og þolinmæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×