Lýðurinn svarar Lýður Árnason skrifar 19. júlí 2011 06:00 Félagi minn í stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek, hefur gert grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi beint lýðræði. Tiltekur hann þá möguleika að stjórnmálamenn geti með múgspurningum firrt sig ábyrgð, styrkt eigin málefnastöðu eða búið til fleiri valkosti undir yfirskini lýðræðisástar. Vissulega er þetta rétt og óhjákvæmilegur hluti beins lýðræðis. Ég vil hinsvegar ámálga þá hlið þessa fyrirbæris sem að mínum dómi er miklu stærri og vigtarmeiri. Með beinu lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum er sá réttur færður til fólksins að hafa áhrif á eigin mál. Að ákveðið hlutfall kosningabærra manna geti með samstillingu skotið máli í þjóðardóm er nýlunda í íslenzkri þjóðskipan. Með þessu er opnað fyrir beina þátttöku almennings í stjórnmálum. Innleiðing stjórnlagaráðs á beinu lýðræði er ekki bara vegna þeirrar sýnar sem við blasir í baksýnisspeglinum heldur er þetta einnig hugsað sem skref í framþróun lýðræðisins þar sem þegnarnir hafa sinn eigin málskotsrétt. Þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki sízt sprottnar af þessum meiði, ættu að minni hyggju ávallt að vera bindandi. Annars gefa þær stjórnmálamönnum sjálfsvald í túlkun ásamt því að letja frumkvæðið sjálft. Ekki sjá allir ljósið í beinu lýðræði og telja fulltrúalýðræðið nægjanlegt, þ.e. að lýðræðislega kjörið þing haldi eitt og óstutt um stjórnartaumana. Í sumum þjóðfélögum á þetta við en Ísland er sannlega ekki í þeim hópi. Alþingi Íslendinga nýtur lítils trausts og verðskuldar aðhald almennings. Vil því ítreka það sjónarmið að beint lýðræði ætti fremur að skoðast frá sjónarhóli utanþingsmanna en innanþings, beint lýðræði er verkfæri þjóðar til að bregðast við afvegaleiddu þingi. Margir segja beint lýðræði innibera hættu á samþykki vafasamra mála. Hvað eru vafasöm mál? Er það aðskilnaður ríkis og kirkju, kvótinn,lög um fjármálamarkað, viðurlög við stjórnarskrárbrotum, vegtollar eða flugvallarflutningur? Minni á að lýðræði er að tryggja farveg, ekki sorteringu á málum né útkomu. Beint lýðræði er ekkert annað en yfirlýsing þjóðar þess efnis að hún treysti sjálfri sér. Það er mín skoðun að fulltrúalýðræði og beint lýðræði fari vel saman og treysti stjórnarfar. Fulltrúalýðræði er stofugangur frambjóðenda á fjögurra ára fresti þar sem kjósenda er vitjað. Beint lýðræði er eftirgangur kjósenda á vilyrðum frambjóðendanna. Samspil sem gengur prýðilega upp. Að lokum þetta: Múgspurningar eiga fullan rétt á sér í þjóðfélögum sem kenna sig við lýðræði. Múgspurning er aftur á móti ljótt orð og mæli ég frekar með Lýðspurning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Félagi minn í stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek, hefur gert grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi beint lýðræði. Tiltekur hann þá möguleika að stjórnmálamenn geti með múgspurningum firrt sig ábyrgð, styrkt eigin málefnastöðu eða búið til fleiri valkosti undir yfirskini lýðræðisástar. Vissulega er þetta rétt og óhjákvæmilegur hluti beins lýðræðis. Ég vil hinsvegar ámálga þá hlið þessa fyrirbæris sem að mínum dómi er miklu stærri og vigtarmeiri. Með beinu lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum er sá réttur færður til fólksins að hafa áhrif á eigin mál. Að ákveðið hlutfall kosningabærra manna geti með samstillingu skotið máli í þjóðardóm er nýlunda í íslenzkri þjóðskipan. Með þessu er opnað fyrir beina þátttöku almennings í stjórnmálum. Innleiðing stjórnlagaráðs á beinu lýðræði er ekki bara vegna þeirrar sýnar sem við blasir í baksýnisspeglinum heldur er þetta einnig hugsað sem skref í framþróun lýðræðisins þar sem þegnarnir hafa sinn eigin málskotsrétt. Þjóðaratkvæðagreiðslur, ekki sízt sprottnar af þessum meiði, ættu að minni hyggju ávallt að vera bindandi. Annars gefa þær stjórnmálamönnum sjálfsvald í túlkun ásamt því að letja frumkvæðið sjálft. Ekki sjá allir ljósið í beinu lýðræði og telja fulltrúalýðræðið nægjanlegt, þ.e. að lýðræðislega kjörið þing haldi eitt og óstutt um stjórnartaumana. Í sumum þjóðfélögum á þetta við en Ísland er sannlega ekki í þeim hópi. Alþingi Íslendinga nýtur lítils trausts og verðskuldar aðhald almennings. Vil því ítreka það sjónarmið að beint lýðræði ætti fremur að skoðast frá sjónarhóli utanþingsmanna en innanþings, beint lýðræði er verkfæri þjóðar til að bregðast við afvegaleiddu þingi. Margir segja beint lýðræði innibera hættu á samþykki vafasamra mála. Hvað eru vafasöm mál? Er það aðskilnaður ríkis og kirkju, kvótinn,lög um fjármálamarkað, viðurlög við stjórnarskrárbrotum, vegtollar eða flugvallarflutningur? Minni á að lýðræði er að tryggja farveg, ekki sorteringu á málum né útkomu. Beint lýðræði er ekkert annað en yfirlýsing þjóðar þess efnis að hún treysti sjálfri sér. Það er mín skoðun að fulltrúalýðræði og beint lýðræði fari vel saman og treysti stjórnarfar. Fulltrúalýðræði er stofugangur frambjóðenda á fjögurra ára fresti þar sem kjósenda er vitjað. Beint lýðræði er eftirgangur kjósenda á vilyrðum frambjóðendanna. Samspil sem gengur prýðilega upp. Að lokum þetta: Múgspurningar eiga fullan rétt á sér í þjóðfélögum sem kenna sig við lýðræði. Múgspurning er aftur á móti ljótt orð og mæli ég frekar með Lýðspurning.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun