Er ESB betra en EES? Baldur Þórhallsson skrifar 19. júlí 2011 06:00 Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn. Ef löggjöf ESB sem við tökum yfir vegna aðildar að EES er svo góð eins og andstæðingar ESB-aðildar halda fram þá hlýtur að vera enn betra fyrir okkur að vera innan sambandsins þar sem við getum haft áhrif á hana. Auk þess sem við getum haft frumkvæði að lögum. Aðild að ESB gefur okkur einnig kost á því að taka upp evru og stórbæta bæði lífskjör í landinu og stöðu atvinnulífsins. Ein mesta breytingin sem orðið hefur á stjórnskipun Íslands átti sér stað með gildistöku samninganna um EES og Schengen. Skipulag ákvarðanatöku í samningunum er þannig úr garði gert að íslenskir stjórnmálamann geta ekki haft áhrif á þau lög sem við verðum eigi að síður að taka yfir. Ísland hefur enga aðkomu að ráðherraráðinu og Evrópuþinginu sem eru löggjafarsamkomur ESB. Ísland tekur yfir alla löggjöf þeirra sem varðar EES og Schengen. Innanríkisráðherrann hefur að vísu sæti við borð ráðherraráðs innanríkismála sem fjalla um Schengen en hann má ekki greiða atkvæði. Forsætisráðherra Íslands á ekki sæti í leiðtogaráði ríkja ESB sem tekur allar helstu ákvarðanir um framtíð ESB og þar með EES. Þar eru til dæmis teknar ákvarðanir um fjölgun aðildarríkja sambandsins og þar með ríkja EES. Ísland hefur heldur ekki fulltrúa í Efnahags- og félagsmálanefnd ESB né Byggðanefnd sambandsins hvað þá fulltrúa í Seðlabanka Evrópu. Ríki sem vill láta taka sig alvarlega og líta á sig sem alvöru leikmann á alþjóðavettvangi getur ekki búið við samninga eins og EES og Schengen. Við stöndum utangarðs, án nokkurra bandamanna, án nokkurs skjóls þegar á reynir eins og dæmin sanna. Við verðum að bindast okkar bestu nágrönnum nánum vina- og tryggðarböndum með þeim samningum sem best bjóðast hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn. Ef löggjöf ESB sem við tökum yfir vegna aðildar að EES er svo góð eins og andstæðingar ESB-aðildar halda fram þá hlýtur að vera enn betra fyrir okkur að vera innan sambandsins þar sem við getum haft áhrif á hana. Auk þess sem við getum haft frumkvæði að lögum. Aðild að ESB gefur okkur einnig kost á því að taka upp evru og stórbæta bæði lífskjör í landinu og stöðu atvinnulífsins. Ein mesta breytingin sem orðið hefur á stjórnskipun Íslands átti sér stað með gildistöku samninganna um EES og Schengen. Skipulag ákvarðanatöku í samningunum er þannig úr garði gert að íslenskir stjórnmálamann geta ekki haft áhrif á þau lög sem við verðum eigi að síður að taka yfir. Ísland hefur enga aðkomu að ráðherraráðinu og Evrópuþinginu sem eru löggjafarsamkomur ESB. Ísland tekur yfir alla löggjöf þeirra sem varðar EES og Schengen. Innanríkisráðherrann hefur að vísu sæti við borð ráðherraráðs innanríkismála sem fjalla um Schengen en hann má ekki greiða atkvæði. Forsætisráðherra Íslands á ekki sæti í leiðtogaráði ríkja ESB sem tekur allar helstu ákvarðanir um framtíð ESB og þar með EES. Þar eru til dæmis teknar ákvarðanir um fjölgun aðildarríkja sambandsins og þar með ríkja EES. Ísland hefur heldur ekki fulltrúa í Efnahags- og félagsmálanefnd ESB né Byggðanefnd sambandsins hvað þá fulltrúa í Seðlabanka Evrópu. Ríki sem vill láta taka sig alvarlega og líta á sig sem alvöru leikmann á alþjóðavettvangi getur ekki búið við samninga eins og EES og Schengen. Við stöndum utangarðs, án nokkurra bandamanna, án nokkurs skjóls þegar á reynir eins og dæmin sanna. Við verðum að bindast okkar bestu nágrönnum nánum vina- og tryggðarböndum með þeim samningum sem best bjóðast hverju sinni.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar