20 prósenta leiðin Guðmundur Örn Jónsson skrifar 10. ágúst 2011 06:00 Eitt af helstu afrekum síðustu ríkisstjórnar sjálfstæðis- og framsóknarmanna er heimsmet þeirra í aukningu ójöfnuðar, sem þeir náðu fram í gegnum skattkerfið. Það er því skiljanlegt að aðgerðir síðari ríkisstjórna við að vinda ofan af þeim ójöfnuði mæti mikilli andstöðu í þeirra röðum. Ein leiðin í andstöðunni, og baráttu fyrir auknum ójöfnuði, kemur fram í hinni svokölluðu 20% leið. Hún byggist á því að 20% skulda heimilanna, samtals um 285 milljarðar króna, séu felldar niður og eru rökin fyrir leiðinni óskiljanleg en kennd við hagfræði. Undirritaður hefur aldrei heyrt um nokkra aðgerð hjá nokkurri vestrænni þjóð sem myndi auka ójöfnuð meira, enda myndi tekjulægri helmingur hjóna fá 60 milljörðum króna lægri niðurfellingu skulda en sá tekjuhærri. Af sömu ástæðu skilur undirritaður aðdáun sjálfstæðis- og framsóknarmanna á leiðinni. Niðurfelling skulda er jafnframt niðurfelling eigna þeirra sem eiga skuldirnar, en í þessu tilfelli eru það aðallega ríkið og lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóðirnir njóta, eins og aðrir, verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og myndu auðveldlega endurheimta fjármuni sína frá ríkinu í réttarsal. Þannig myndi kostnaðurinn af 20% leiðinni lenda að öllu leyti á ríkinu og koma fram í verri heilsugæslu, verri menntun og hærri sköttum. Á sínum tíma juku sjálfstæðis- og framsóknarmenn ójöfnuð í gegnum skattkerfið, og með samvinnu Hagstofunnar tókst að gera það með leynd. Nú er ætlunin að gera það sama undir þeim formerkjum að verið sé að hjálpa þeim verst settu. Því er 20% leiðin mjög lýsandi fyrir siðferði þeirra sem berjast fyrir leiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Eitt af helstu afrekum síðustu ríkisstjórnar sjálfstæðis- og framsóknarmanna er heimsmet þeirra í aukningu ójöfnuðar, sem þeir náðu fram í gegnum skattkerfið. Það er því skiljanlegt að aðgerðir síðari ríkisstjórna við að vinda ofan af þeim ójöfnuði mæti mikilli andstöðu í þeirra röðum. Ein leiðin í andstöðunni, og baráttu fyrir auknum ójöfnuði, kemur fram í hinni svokölluðu 20% leið. Hún byggist á því að 20% skulda heimilanna, samtals um 285 milljarðar króna, séu felldar niður og eru rökin fyrir leiðinni óskiljanleg en kennd við hagfræði. Undirritaður hefur aldrei heyrt um nokkra aðgerð hjá nokkurri vestrænni þjóð sem myndi auka ójöfnuð meira, enda myndi tekjulægri helmingur hjóna fá 60 milljörðum króna lægri niðurfellingu skulda en sá tekjuhærri. Af sömu ástæðu skilur undirritaður aðdáun sjálfstæðis- og framsóknarmanna á leiðinni. Niðurfelling skulda er jafnframt niðurfelling eigna þeirra sem eiga skuldirnar, en í þessu tilfelli eru það aðallega ríkið og lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóðirnir njóta, eins og aðrir, verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og myndu auðveldlega endurheimta fjármuni sína frá ríkinu í réttarsal. Þannig myndi kostnaðurinn af 20% leiðinni lenda að öllu leyti á ríkinu og koma fram í verri heilsugæslu, verri menntun og hærri sköttum. Á sínum tíma juku sjálfstæðis- og framsóknarmenn ójöfnuð í gegnum skattkerfið, og með samvinnu Hagstofunnar tókst að gera það með leynd. Nú er ætlunin að gera það sama undir þeim formerkjum að verið sé að hjálpa þeim verst settu. Því er 20% leiðin mjög lýsandi fyrir siðferði þeirra sem berjast fyrir leiðinni.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar