Skoðun

Myndir verði óeirðaseggjum að falli

Myndir verði óeirðaseggjum að falliDavid Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir allt verða gert til að hefta óeirðirnar í landinu. Litið verði framhjá persónuverndarlögum og myndir úr eftirlitsmyndavélum gerðar opinberar til að koma óeirðarseggjum bak við lás og slá. Óeirðirnar, sem hófust í Tottenham á laugardag, hafa breiðst út til fleiri borga.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar óeirðirnar geisa en þær hafa nú staðið yfir í fjóra daga. Óeirðaseggirnir svífast einskis, brjótast inn í verslanir, kveikja í byggingum og henda öllu lauslegu í lögreglu og vegfarendur. Þrír létust í Birmingham í nótt þegar bifreið var ekið á hóp fólks á ofsahraða en óeirðaseggir eru taldir bera ábyrgð á drápunum.

Svo virðist sem lögregla sé að ná tökum á ástandinu í Lundúnaborg þar sem 16 þúsund lögreglumenn standa vaktina. Lundúnabúar hafa þó enn varann á. Ekki hefur gengið jafn vel í öðrum borgum og boðaði forsætisráðherra landsins í dag hertar aðgerðir.

Yfir ellefuhundruð manns hafa verið handteknir frá því á laugardag en búast má við að fjöldinn eigi eftir að hækka umtalsvert þar sem yfirvöld hafa ákveðið að líta framhjá persónuverndarlögum og gera myndir úr eftirlitsmyndavélum opinberar til að ná þeim seku. Breskir fjölmiðlar eru þegar byrjaðir að birta myndirnar. Almenningur hefur gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir aðgerðarleysi og hvatti Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, yfirvöld í dag til að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð hjá lögreglu þar sem hún sé greinileglega of veikburða til að þola hann.




Skoðun

Skoðun

Tjáningar­frelsi

Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Sjá meira


×