Ekkert verður af því að landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson gangi í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Wetzlar sem Kári Kristján Kristjánsson leikur með.
Oddur fór til reynslu hjá félaginu um páskana og hefur síðan beðið óralengi eftir endanlegum svörum frá félaginu.
"Þeir hafa nú tilkynnt mér að ég fái ekki tilboð að svo stöddu. Ef ég verð ekki farinn neitt fyrir næsta sumar getur verið að þeir taki aftur upp þráðinn," sagði Oddur við Vísi.
Hann er engu að síður enn í viðræðum við annað þýskt úrvalsdeildarfélag, Grosswallstadt, en flest stefnir í að hann verði áfram á Akureyri.
"Mér líst alls ekkert illa á það. Það er spennandi tímabil fram undan og mér liggur ekki lífið á. Er aðeins 21 árs gamall," sagði Oddur.
Oddur fer ekki til Wetzlar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti


Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn

