Pólitísk stefna til sölu Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 15. febrúar 2011 13:31 Nú hefur skapast nýtt tækifæri til að auka tekjustofna sveitarfélaga svo um munar. Pólitísk stefna kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum á ekki lengur að vera hlutlaus heldur er hægt að kaupa hana fyrir beinharða peninga eða með því að kosta framkvæmdir í sveitarfélaginu. Aðalskipulag sveitarfélags er pólitísk stefna þess í ýmsum meginmálaflokkum sveitarfélagsins. Eitt af markmiðum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 var að hafa hag heildarinnar að leiðarljósi við þessa stefnumótun. Þar segir líka að við gerð skipulagsáætlana skuli eftir föngum leita eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta um mörkun stefnu og skipulagsmarkmið. Þar segir hvergi að sérhagsmunir skuli hafðir að leiðarljósi við gerð aðalskipulags og að hagsmunaaðilum sé heimilt að borga fyrir pólitíska stefnu sveitarfélagsins. Nú hefur aftur á móti fallið hæstaréttadómur í máli Flóahrepps gegn íslenska ríkinu sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en að heimilt sé að borga fyrir pólitíska stefnu sem fram kemur í aðalskipulagi sveitarfélags. Í dómi og rökstuðningi Hæstaréttar segir orðrétt þar sem fjallað er um kostnaðarþátttöku Skipulagssjóðs að: ,,Í 34., sbr. 35. gr. laganna, sé þó ekkert, sem beinlínis leggi bann við, að sveitarfélög afli tekna frá öðrum aðilum en Skipulagsstofnun, þó að tekið sé fram, að Skipulagsstofnun yfirfæri fjárhæðir úr Skipulagssjóði." Áður hafði samgöngu- og sveitarstjórnarráherra komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum 31. ágúst 2009, að ekki væri í skipulags- og byggingarlögum að finna heimild til að aðrir gætu borið kostnað, sem hlytist af aðalskipulagi, líkt og leyfilegt sé varðandi kostnað, sem hljótist af deiliskipulagi, þegar framkvæmdaraðili leggi sjálfur fram tillöguna, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga. Í júní 2007 hafnaði sveitarstjórn Flóahrepps Urriðafossvirkjun í aðalskipulagstillögu. Meginástæða þess var að sveitarstjórn taldi ekki nægilegan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans. Þarna var hagur heildarinnar augljóslega hafður að leiðarljósi og tekinn fram yfir sérhagsmuni fyrirtækis. Þrátt fyrir þessa samþykk kemur fram að fulltrúar Landsvirkjunar og fulltrúar sveitarstjórnar hittust á fundi eftir fund sveitarstjórnar og ræddu um mögulegar mótvægisaðgerðir vegna áhrifa virkjunar Urriðafoss á sveitarfélagið. Virkjun sem sveitarfélagið var að enda við að hafna og var ekki lengur á borðinu. Þann 14. nóvember sama ár samþykkir sveitarstjórn Flóahrepps að auglýsa tillögu að aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Þar kemur líka fram að samþykktin er byggð á þeim forsendum að samkomulag hafi náðst við Landsvirkjun um mótvægisaðgerðir. Mótvægisaðgerðirnar eru þær að Landsvirkjun muni kosta lögn nýrrar aðveitu vatnsveitu sveitarfélagsins, nægilega miðlun vatnsins með tilliti til dreifingar um allt sveitarfélagið og byggingu miðlunartanks ef með þarf. Algerlega óskyld framkvæmd. Þetta eru líklega einhverjar undarlegustu mótvægisaðgerðir við framkvæmd sem um getur, en mótvægisaðgerðir eru aðgerðir sem gripið er til til að minnka óæskileg áhrif af framkvæmd. En Landsvirkjun bætti um betur og borgaði sveitarfélaginu ríflega fyrir þessa nýju pólitísku stefnu sem fram kom í aðalskipulagstillögunni. Menn fara mikinn í kjölfar dóms Hæstaréttar og háværar raddir eru um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segi af sér. Að framansögðu er ég sammála þeim sem telja að umhverfisráðherra hafi komist að réttri niðurstöðu varðandi málið enda er hún í samræmi við niðurstöðu sem ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála komst að í ágúst 2009. Svo geta menn haldið áfram að karpa um og velta fyrir sér hverjir eigi að segja af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur skapast nýtt tækifæri til að auka tekjustofna sveitarfélaga svo um munar. Pólitísk stefna kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum á ekki lengur að vera hlutlaus heldur er hægt að kaupa hana fyrir beinharða peninga eða með því að kosta framkvæmdir í sveitarfélaginu. Aðalskipulag sveitarfélags er pólitísk stefna þess í ýmsum meginmálaflokkum sveitarfélagsins. Eitt af markmiðum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 var að hafa hag heildarinnar að leiðarljósi við þessa stefnumótun. Þar segir líka að við gerð skipulagsáætlana skuli eftir föngum leita eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta um mörkun stefnu og skipulagsmarkmið. Þar segir hvergi að sérhagsmunir skuli hafðir að leiðarljósi við gerð aðalskipulags og að hagsmunaaðilum sé heimilt að borga fyrir pólitíska stefnu sveitarfélagsins. Nú hefur aftur á móti fallið hæstaréttadómur í máli Flóahrepps gegn íslenska ríkinu sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en að heimilt sé að borga fyrir pólitíska stefnu sem fram kemur í aðalskipulagi sveitarfélags. Í dómi og rökstuðningi Hæstaréttar segir orðrétt þar sem fjallað er um kostnaðarþátttöku Skipulagssjóðs að: ,,Í 34., sbr. 35. gr. laganna, sé þó ekkert, sem beinlínis leggi bann við, að sveitarfélög afli tekna frá öðrum aðilum en Skipulagsstofnun, þó að tekið sé fram, að Skipulagsstofnun yfirfæri fjárhæðir úr Skipulagssjóði." Áður hafði samgöngu- og sveitarstjórnarráherra komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum 31. ágúst 2009, að ekki væri í skipulags- og byggingarlögum að finna heimild til að aðrir gætu borið kostnað, sem hlytist af aðalskipulagi, líkt og leyfilegt sé varðandi kostnað, sem hljótist af deiliskipulagi, þegar framkvæmdaraðili leggi sjálfur fram tillöguna, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga. Í júní 2007 hafnaði sveitarstjórn Flóahrepps Urriðafossvirkjun í aðalskipulagstillögu. Meginástæða þess var að sveitarstjórn taldi ekki nægilegan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans. Þarna var hagur heildarinnar augljóslega hafður að leiðarljósi og tekinn fram yfir sérhagsmuni fyrirtækis. Þrátt fyrir þessa samþykk kemur fram að fulltrúar Landsvirkjunar og fulltrúar sveitarstjórnar hittust á fundi eftir fund sveitarstjórnar og ræddu um mögulegar mótvægisaðgerðir vegna áhrifa virkjunar Urriðafoss á sveitarfélagið. Virkjun sem sveitarfélagið var að enda við að hafna og var ekki lengur á borðinu. Þann 14. nóvember sama ár samþykkir sveitarstjórn Flóahrepps að auglýsa tillögu að aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Þar kemur líka fram að samþykktin er byggð á þeim forsendum að samkomulag hafi náðst við Landsvirkjun um mótvægisaðgerðir. Mótvægisaðgerðirnar eru þær að Landsvirkjun muni kosta lögn nýrrar aðveitu vatnsveitu sveitarfélagsins, nægilega miðlun vatnsins með tilliti til dreifingar um allt sveitarfélagið og byggingu miðlunartanks ef með þarf. Algerlega óskyld framkvæmd. Þetta eru líklega einhverjar undarlegustu mótvægisaðgerðir við framkvæmd sem um getur, en mótvægisaðgerðir eru aðgerðir sem gripið er til til að minnka óæskileg áhrif af framkvæmd. En Landsvirkjun bætti um betur og borgaði sveitarfélaginu ríflega fyrir þessa nýju pólitísku stefnu sem fram kom í aðalskipulagstillögunni. Menn fara mikinn í kjölfar dóms Hæstaréttar og háværar raddir eru um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segi af sér. Að framansögðu er ég sammála þeim sem telja að umhverfisráðherra hafi komist að réttri niðurstöðu varðandi málið enda er hún í samræmi við niðurstöðu sem ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála komst að í ágúst 2009. Svo geta menn haldið áfram að karpa um og velta fyrir sér hverjir eigi að segja af sér.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun