Pólitísk stefna til sölu Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 15. febrúar 2011 13:31 Nú hefur skapast nýtt tækifæri til að auka tekjustofna sveitarfélaga svo um munar. Pólitísk stefna kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum á ekki lengur að vera hlutlaus heldur er hægt að kaupa hana fyrir beinharða peninga eða með því að kosta framkvæmdir í sveitarfélaginu. Aðalskipulag sveitarfélags er pólitísk stefna þess í ýmsum meginmálaflokkum sveitarfélagsins. Eitt af markmiðum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 var að hafa hag heildarinnar að leiðarljósi við þessa stefnumótun. Þar segir líka að við gerð skipulagsáætlana skuli eftir föngum leita eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta um mörkun stefnu og skipulagsmarkmið. Þar segir hvergi að sérhagsmunir skuli hafðir að leiðarljósi við gerð aðalskipulags og að hagsmunaaðilum sé heimilt að borga fyrir pólitíska stefnu sveitarfélagsins. Nú hefur aftur á móti fallið hæstaréttadómur í máli Flóahrepps gegn íslenska ríkinu sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en að heimilt sé að borga fyrir pólitíska stefnu sem fram kemur í aðalskipulagi sveitarfélags. Í dómi og rökstuðningi Hæstaréttar segir orðrétt þar sem fjallað er um kostnaðarþátttöku Skipulagssjóðs að: ,,Í 34., sbr. 35. gr. laganna, sé þó ekkert, sem beinlínis leggi bann við, að sveitarfélög afli tekna frá öðrum aðilum en Skipulagsstofnun, þó að tekið sé fram, að Skipulagsstofnun yfirfæri fjárhæðir úr Skipulagssjóði." Áður hafði samgöngu- og sveitarstjórnarráherra komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum 31. ágúst 2009, að ekki væri í skipulags- og byggingarlögum að finna heimild til að aðrir gætu borið kostnað, sem hlytist af aðalskipulagi, líkt og leyfilegt sé varðandi kostnað, sem hljótist af deiliskipulagi, þegar framkvæmdaraðili leggi sjálfur fram tillöguna, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga. Í júní 2007 hafnaði sveitarstjórn Flóahrepps Urriðafossvirkjun í aðalskipulagstillögu. Meginástæða þess var að sveitarstjórn taldi ekki nægilegan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans. Þarna var hagur heildarinnar augljóslega hafður að leiðarljósi og tekinn fram yfir sérhagsmuni fyrirtækis. Þrátt fyrir þessa samþykk kemur fram að fulltrúar Landsvirkjunar og fulltrúar sveitarstjórnar hittust á fundi eftir fund sveitarstjórnar og ræddu um mögulegar mótvægisaðgerðir vegna áhrifa virkjunar Urriðafoss á sveitarfélagið. Virkjun sem sveitarfélagið var að enda við að hafna og var ekki lengur á borðinu. Þann 14. nóvember sama ár samþykkir sveitarstjórn Flóahrepps að auglýsa tillögu að aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Þar kemur líka fram að samþykktin er byggð á þeim forsendum að samkomulag hafi náðst við Landsvirkjun um mótvægisaðgerðir. Mótvægisaðgerðirnar eru þær að Landsvirkjun muni kosta lögn nýrrar aðveitu vatnsveitu sveitarfélagsins, nægilega miðlun vatnsins með tilliti til dreifingar um allt sveitarfélagið og byggingu miðlunartanks ef með þarf. Algerlega óskyld framkvæmd. Þetta eru líklega einhverjar undarlegustu mótvægisaðgerðir við framkvæmd sem um getur, en mótvægisaðgerðir eru aðgerðir sem gripið er til til að minnka óæskileg áhrif af framkvæmd. En Landsvirkjun bætti um betur og borgaði sveitarfélaginu ríflega fyrir þessa nýju pólitísku stefnu sem fram kom í aðalskipulagstillögunni. Menn fara mikinn í kjölfar dóms Hæstaréttar og háværar raddir eru um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segi af sér. Að framansögðu er ég sammála þeim sem telja að umhverfisráðherra hafi komist að réttri niðurstöðu varðandi málið enda er hún í samræmi við niðurstöðu sem ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála komst að í ágúst 2009. Svo geta menn haldið áfram að karpa um og velta fyrir sér hverjir eigi að segja af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Nú hefur skapast nýtt tækifæri til að auka tekjustofna sveitarfélaga svo um munar. Pólitísk stefna kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum á ekki lengur að vera hlutlaus heldur er hægt að kaupa hana fyrir beinharða peninga eða með því að kosta framkvæmdir í sveitarfélaginu. Aðalskipulag sveitarfélags er pólitísk stefna þess í ýmsum meginmálaflokkum sveitarfélagsins. Eitt af markmiðum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 var að hafa hag heildarinnar að leiðarljósi við þessa stefnumótun. Þar segir líka að við gerð skipulagsáætlana skuli eftir föngum leita eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta um mörkun stefnu og skipulagsmarkmið. Þar segir hvergi að sérhagsmunir skuli hafðir að leiðarljósi við gerð aðalskipulags og að hagsmunaaðilum sé heimilt að borga fyrir pólitíska stefnu sveitarfélagsins. Nú hefur aftur á móti fallið hæstaréttadómur í máli Flóahrepps gegn íslenska ríkinu sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en að heimilt sé að borga fyrir pólitíska stefnu sem fram kemur í aðalskipulagi sveitarfélags. Í dómi og rökstuðningi Hæstaréttar segir orðrétt þar sem fjallað er um kostnaðarþátttöku Skipulagssjóðs að: ,,Í 34., sbr. 35. gr. laganna, sé þó ekkert, sem beinlínis leggi bann við, að sveitarfélög afli tekna frá öðrum aðilum en Skipulagsstofnun, þó að tekið sé fram, að Skipulagsstofnun yfirfæri fjárhæðir úr Skipulagssjóði." Áður hafði samgöngu- og sveitarstjórnarráherra komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum 31. ágúst 2009, að ekki væri í skipulags- og byggingarlögum að finna heimild til að aðrir gætu borið kostnað, sem hlytist af aðalskipulagi, líkt og leyfilegt sé varðandi kostnað, sem hljótist af deiliskipulagi, þegar framkvæmdaraðili leggi sjálfur fram tillöguna, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga. Í júní 2007 hafnaði sveitarstjórn Flóahrepps Urriðafossvirkjun í aðalskipulagstillögu. Meginástæða þess var að sveitarstjórn taldi ekki nægilegan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans. Þarna var hagur heildarinnar augljóslega hafður að leiðarljósi og tekinn fram yfir sérhagsmuni fyrirtækis. Þrátt fyrir þessa samþykk kemur fram að fulltrúar Landsvirkjunar og fulltrúar sveitarstjórnar hittust á fundi eftir fund sveitarstjórnar og ræddu um mögulegar mótvægisaðgerðir vegna áhrifa virkjunar Urriðafoss á sveitarfélagið. Virkjun sem sveitarfélagið var að enda við að hafna og var ekki lengur á borðinu. Þann 14. nóvember sama ár samþykkir sveitarstjórn Flóahrepps að auglýsa tillögu að aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Þar kemur líka fram að samþykktin er byggð á þeim forsendum að samkomulag hafi náðst við Landsvirkjun um mótvægisaðgerðir. Mótvægisaðgerðirnar eru þær að Landsvirkjun muni kosta lögn nýrrar aðveitu vatnsveitu sveitarfélagsins, nægilega miðlun vatnsins með tilliti til dreifingar um allt sveitarfélagið og byggingu miðlunartanks ef með þarf. Algerlega óskyld framkvæmd. Þetta eru líklega einhverjar undarlegustu mótvægisaðgerðir við framkvæmd sem um getur, en mótvægisaðgerðir eru aðgerðir sem gripið er til til að minnka óæskileg áhrif af framkvæmd. En Landsvirkjun bætti um betur og borgaði sveitarfélaginu ríflega fyrir þessa nýju pólitísku stefnu sem fram kom í aðalskipulagstillögunni. Menn fara mikinn í kjölfar dóms Hæstaréttar og háværar raddir eru um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segi af sér. Að framansögðu er ég sammála þeim sem telja að umhverfisráðherra hafi komist að réttri niðurstöðu varðandi málið enda er hún í samræmi við niðurstöðu sem ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála komst að í ágúst 2009. Svo geta menn haldið áfram að karpa um og velta fyrir sér hverjir eigi að segja af sér.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun