Drekinn! Orri Hauksson skrifar 5. júlí 2011 06:00 Í einu atriði í sjónvarpsþáttum Fóstbræðra kom starfsmaður undrandi út af skrifstofu yfirmanns síns, með þá nýju vitneskju að hann væri drekinn. Ætlunin hafði hins vegar verið að segja honum að hann væri rekinn. Sú misheyrn kom upp í hugann þegar fylgst var með störfum Alþingis nú í vor. Hvað eftir annað var auðvelt að slá því föstu, að allt annað væri þar til umræðu en raunverulega heyrðist úr ræðustól. Vanhugsuð frumvörp um sjávarútvegsmál þvældust fyrir þverpólitískum þjóðþrifamálum, sem féllu milli þilja í þingsal. Þannig var hreint formsatriði að þingið samþykkti tæknileg frumvörp sem vörðuðu löngu tímabær útboð til olíuleitar á hinu svokallaða Drekasvæði. En svo augljóst sem málið var, týndist það í fyrrnefndu fimbulfambi. Tafðist umsóknarferlið á íslenska hluta Drekans þar með til vorsins 2012. Enn eitt árið er því týnt á þessu sviði, líkt og á svo mörgum öðrum. Frændur okkar Norðmenn eru hins vegar engir byrjendur í að hanna umgjörð olíurannsókna og hafa þeir af fumleysi lokið því ferli er varðar norska Drekasvæðið, eins og við mátti búast. Alþjóðleg olíufyrirtæki hafa tilkynnt að tugum milljóna dollara verður á næstunni varið til hljóðbylgjurannsókna og kafbátaleitar á norska hluta svæðisins, sem þýðir uppgrip og arðbæra þekkingarsköpun hjá norskum þjónustuaðilum. Hugur Norðmanna stendur jafnframt til að gera Jan Mayen að miðstöð olíuleitar fyrir svæðið allt, en í hlut Norðmanna fellur einungis fjórðungur svæðisins, en megnið af svæðinu tilheyrir Íslandi. Þar að auki liggja hafnir austur á fjörðum á Íslandi að minnsta kosti jafn vel frá náttúrunnar hendi við slíkri þróunarstarfsemi og kannski betur. En Austfirðir eiga engan möguleika á að keppa við Jan Mayen, á meðan við ljúkum ekki einu sinni við eigin lagaumgjörð, hvað þá meira. Dr. Michael Porter, prófessor í Harvard Business School, var hér í heimsókn fyrir skemmstu og benti hann á að leitartækni, jarðlagagreining og almenn þjónusta við olíuiðnað væru náskyld jarðvarmarannsóknum. Hinn íslenski jarðvarmaklasi ætti því að tengja sig betur virðiskeðju jarðefnaeldsneytis og vísaði sérstaklega til hins þroskaða norska olíuiðnaðar. Þar við bætist að Norðmenn yfirfæra tækni úr olíuklasa sínum yfir á beislun vindorku, sem er einmitt svið sem við Íslendingar hyggjumst á næstu árum byggja upp aukna þekkingu á, enda skortir síst hráefni hér á landi til vindorkuframleiðlu. Porter furðaði sig einnig almennt á því hve hægt gengi nú um stundir í okkar þjóðfélagi, sem gæti auðveldlega verið afar gjöfult, ef rétt væri á haldið. Vannýtt tækifæri lægju hvarvetna. Erfitt er að andmæla prófessornum þar. Síðustu misseri hefur Alþingi varið miklu púðri í að þvælast fyrir sjálfu sér og þjóðinni. Rík áhersla hefur verið lögð á ýmsan tímafrekan óþarfa og jafnvel skaðræði, en lítill gaumur hefur verið gefinn margvíslegum stórmálum sem móta munu framtíðarhag okkar. Þetta verður að breytast. Að öðrum kosti á hinn kjörni fulltrúi Íslendinga á hættu að lenda í starfsmannaviðtali Fóstbræðra og verða drekinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í einu atriði í sjónvarpsþáttum Fóstbræðra kom starfsmaður undrandi út af skrifstofu yfirmanns síns, með þá nýju vitneskju að hann væri drekinn. Ætlunin hafði hins vegar verið að segja honum að hann væri rekinn. Sú misheyrn kom upp í hugann þegar fylgst var með störfum Alþingis nú í vor. Hvað eftir annað var auðvelt að slá því föstu, að allt annað væri þar til umræðu en raunverulega heyrðist úr ræðustól. Vanhugsuð frumvörp um sjávarútvegsmál þvældust fyrir þverpólitískum þjóðþrifamálum, sem féllu milli þilja í þingsal. Þannig var hreint formsatriði að þingið samþykkti tæknileg frumvörp sem vörðuðu löngu tímabær útboð til olíuleitar á hinu svokallaða Drekasvæði. En svo augljóst sem málið var, týndist það í fyrrnefndu fimbulfambi. Tafðist umsóknarferlið á íslenska hluta Drekans þar með til vorsins 2012. Enn eitt árið er því týnt á þessu sviði, líkt og á svo mörgum öðrum. Frændur okkar Norðmenn eru hins vegar engir byrjendur í að hanna umgjörð olíurannsókna og hafa þeir af fumleysi lokið því ferli er varðar norska Drekasvæðið, eins og við mátti búast. Alþjóðleg olíufyrirtæki hafa tilkynnt að tugum milljóna dollara verður á næstunni varið til hljóðbylgjurannsókna og kafbátaleitar á norska hluta svæðisins, sem þýðir uppgrip og arðbæra þekkingarsköpun hjá norskum þjónustuaðilum. Hugur Norðmanna stendur jafnframt til að gera Jan Mayen að miðstöð olíuleitar fyrir svæðið allt, en í hlut Norðmanna fellur einungis fjórðungur svæðisins, en megnið af svæðinu tilheyrir Íslandi. Þar að auki liggja hafnir austur á fjörðum á Íslandi að minnsta kosti jafn vel frá náttúrunnar hendi við slíkri þróunarstarfsemi og kannski betur. En Austfirðir eiga engan möguleika á að keppa við Jan Mayen, á meðan við ljúkum ekki einu sinni við eigin lagaumgjörð, hvað þá meira. Dr. Michael Porter, prófessor í Harvard Business School, var hér í heimsókn fyrir skemmstu og benti hann á að leitartækni, jarðlagagreining og almenn þjónusta við olíuiðnað væru náskyld jarðvarmarannsóknum. Hinn íslenski jarðvarmaklasi ætti því að tengja sig betur virðiskeðju jarðefnaeldsneytis og vísaði sérstaklega til hins þroskaða norska olíuiðnaðar. Þar við bætist að Norðmenn yfirfæra tækni úr olíuklasa sínum yfir á beislun vindorku, sem er einmitt svið sem við Íslendingar hyggjumst á næstu árum byggja upp aukna þekkingu á, enda skortir síst hráefni hér á landi til vindorkuframleiðlu. Porter furðaði sig einnig almennt á því hve hægt gengi nú um stundir í okkar þjóðfélagi, sem gæti auðveldlega verið afar gjöfult, ef rétt væri á haldið. Vannýtt tækifæri lægju hvarvetna. Erfitt er að andmæla prófessornum þar. Síðustu misseri hefur Alþingi varið miklu púðri í að þvælast fyrir sjálfu sér og þjóðinni. Rík áhersla hefur verið lögð á ýmsan tímafrekan óþarfa og jafnvel skaðræði, en lítill gaumur hefur verið gefinn margvíslegum stórmálum sem móta munu framtíðarhag okkar. Þetta verður að breytast. Að öðrum kosti á hinn kjörni fulltrúi Íslendinga á hættu að lenda í starfsmannaviðtali Fóstbræðra og verða drekinn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar