Drekinn! Orri Hauksson skrifar 5. júlí 2011 06:00 Í einu atriði í sjónvarpsþáttum Fóstbræðra kom starfsmaður undrandi út af skrifstofu yfirmanns síns, með þá nýju vitneskju að hann væri drekinn. Ætlunin hafði hins vegar verið að segja honum að hann væri rekinn. Sú misheyrn kom upp í hugann þegar fylgst var með störfum Alþingis nú í vor. Hvað eftir annað var auðvelt að slá því föstu, að allt annað væri þar til umræðu en raunverulega heyrðist úr ræðustól. Vanhugsuð frumvörp um sjávarútvegsmál þvældust fyrir þverpólitískum þjóðþrifamálum, sem féllu milli þilja í þingsal. Þannig var hreint formsatriði að þingið samþykkti tæknileg frumvörp sem vörðuðu löngu tímabær útboð til olíuleitar á hinu svokallaða Drekasvæði. En svo augljóst sem málið var, týndist það í fyrrnefndu fimbulfambi. Tafðist umsóknarferlið á íslenska hluta Drekans þar með til vorsins 2012. Enn eitt árið er því týnt á þessu sviði, líkt og á svo mörgum öðrum. Frændur okkar Norðmenn eru hins vegar engir byrjendur í að hanna umgjörð olíurannsókna og hafa þeir af fumleysi lokið því ferli er varðar norska Drekasvæðið, eins og við mátti búast. Alþjóðleg olíufyrirtæki hafa tilkynnt að tugum milljóna dollara verður á næstunni varið til hljóðbylgjurannsókna og kafbátaleitar á norska hluta svæðisins, sem þýðir uppgrip og arðbæra þekkingarsköpun hjá norskum þjónustuaðilum. Hugur Norðmanna stendur jafnframt til að gera Jan Mayen að miðstöð olíuleitar fyrir svæðið allt, en í hlut Norðmanna fellur einungis fjórðungur svæðisins, en megnið af svæðinu tilheyrir Íslandi. Þar að auki liggja hafnir austur á fjörðum á Íslandi að minnsta kosti jafn vel frá náttúrunnar hendi við slíkri þróunarstarfsemi og kannski betur. En Austfirðir eiga engan möguleika á að keppa við Jan Mayen, á meðan við ljúkum ekki einu sinni við eigin lagaumgjörð, hvað þá meira. Dr. Michael Porter, prófessor í Harvard Business School, var hér í heimsókn fyrir skemmstu og benti hann á að leitartækni, jarðlagagreining og almenn þjónusta við olíuiðnað væru náskyld jarðvarmarannsóknum. Hinn íslenski jarðvarmaklasi ætti því að tengja sig betur virðiskeðju jarðefnaeldsneytis og vísaði sérstaklega til hins þroskaða norska olíuiðnaðar. Þar við bætist að Norðmenn yfirfæra tækni úr olíuklasa sínum yfir á beislun vindorku, sem er einmitt svið sem við Íslendingar hyggjumst á næstu árum byggja upp aukna þekkingu á, enda skortir síst hráefni hér á landi til vindorkuframleiðlu. Porter furðaði sig einnig almennt á því hve hægt gengi nú um stundir í okkar þjóðfélagi, sem gæti auðveldlega verið afar gjöfult, ef rétt væri á haldið. Vannýtt tækifæri lægju hvarvetna. Erfitt er að andmæla prófessornum þar. Síðustu misseri hefur Alþingi varið miklu púðri í að þvælast fyrir sjálfu sér og þjóðinni. Rík áhersla hefur verið lögð á ýmsan tímafrekan óþarfa og jafnvel skaðræði, en lítill gaumur hefur verið gefinn margvíslegum stórmálum sem móta munu framtíðarhag okkar. Þetta verður að breytast. Að öðrum kosti á hinn kjörni fulltrúi Íslendinga á hættu að lenda í starfsmannaviðtali Fóstbræðra og verða drekinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í einu atriði í sjónvarpsþáttum Fóstbræðra kom starfsmaður undrandi út af skrifstofu yfirmanns síns, með þá nýju vitneskju að hann væri drekinn. Ætlunin hafði hins vegar verið að segja honum að hann væri rekinn. Sú misheyrn kom upp í hugann þegar fylgst var með störfum Alþingis nú í vor. Hvað eftir annað var auðvelt að slá því föstu, að allt annað væri þar til umræðu en raunverulega heyrðist úr ræðustól. Vanhugsuð frumvörp um sjávarútvegsmál þvældust fyrir þverpólitískum þjóðþrifamálum, sem féllu milli þilja í þingsal. Þannig var hreint formsatriði að þingið samþykkti tæknileg frumvörp sem vörðuðu löngu tímabær útboð til olíuleitar á hinu svokallaða Drekasvæði. En svo augljóst sem málið var, týndist það í fyrrnefndu fimbulfambi. Tafðist umsóknarferlið á íslenska hluta Drekans þar með til vorsins 2012. Enn eitt árið er því týnt á þessu sviði, líkt og á svo mörgum öðrum. Frændur okkar Norðmenn eru hins vegar engir byrjendur í að hanna umgjörð olíurannsókna og hafa þeir af fumleysi lokið því ferli er varðar norska Drekasvæðið, eins og við mátti búast. Alþjóðleg olíufyrirtæki hafa tilkynnt að tugum milljóna dollara verður á næstunni varið til hljóðbylgjurannsókna og kafbátaleitar á norska hluta svæðisins, sem þýðir uppgrip og arðbæra þekkingarsköpun hjá norskum þjónustuaðilum. Hugur Norðmanna stendur jafnframt til að gera Jan Mayen að miðstöð olíuleitar fyrir svæðið allt, en í hlut Norðmanna fellur einungis fjórðungur svæðisins, en megnið af svæðinu tilheyrir Íslandi. Þar að auki liggja hafnir austur á fjörðum á Íslandi að minnsta kosti jafn vel frá náttúrunnar hendi við slíkri þróunarstarfsemi og kannski betur. En Austfirðir eiga engan möguleika á að keppa við Jan Mayen, á meðan við ljúkum ekki einu sinni við eigin lagaumgjörð, hvað þá meira. Dr. Michael Porter, prófessor í Harvard Business School, var hér í heimsókn fyrir skemmstu og benti hann á að leitartækni, jarðlagagreining og almenn þjónusta við olíuiðnað væru náskyld jarðvarmarannsóknum. Hinn íslenski jarðvarmaklasi ætti því að tengja sig betur virðiskeðju jarðefnaeldsneytis og vísaði sérstaklega til hins þroskaða norska olíuiðnaðar. Þar við bætist að Norðmenn yfirfæra tækni úr olíuklasa sínum yfir á beislun vindorku, sem er einmitt svið sem við Íslendingar hyggjumst á næstu árum byggja upp aukna þekkingu á, enda skortir síst hráefni hér á landi til vindorkuframleiðlu. Porter furðaði sig einnig almennt á því hve hægt gengi nú um stundir í okkar þjóðfélagi, sem gæti auðveldlega verið afar gjöfult, ef rétt væri á haldið. Vannýtt tækifæri lægju hvarvetna. Erfitt er að andmæla prófessornum þar. Síðustu misseri hefur Alþingi varið miklu púðri í að þvælast fyrir sjálfu sér og þjóðinni. Rík áhersla hefur verið lögð á ýmsan tímafrekan óþarfa og jafnvel skaðræði, en lítill gaumur hefur verið gefinn margvíslegum stórmálum sem móta munu framtíðarhag okkar. Þetta verður að breytast. Að öðrum kosti á hinn kjörni fulltrúi Íslendinga á hættu að lenda í starfsmannaviðtali Fóstbræðra og verða drekinn.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun