Umfjöllun: Sanngjarnt jafntefli í Digranesi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2011 20:54 Bjarki Már Elísson. Mynd/Stefán HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. HK hóf leikinn betur og skoraði tvö fyrstu mörkin. Arnór Freyr Stefánsson varði þrjú fyrstu skot FH en eftir að FH fann leiðin fram hjá honum tóku gestirnir öll völd á vellinum með Ólaf Gústafsson í sérflokki. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16 og skoraði Ólafur alls sjö mörk í fyrri hálfleik en HK hélt sér inni í leiknum með góðum sóknarleik og fínni innkomu Björns Inga Friðþjófssonar í markið í fyrri hálfleik. FH skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og virtist ætla að stinga af en HK gefst aldrei upp og minnkaði muninn fljótt og var komið yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Ólafur Bjarki og Bjarki Már Elísson drógu vagninn og HK skyndilega komið í bílstjórasætið eftir að hafa elt lungan úr leiknum. FH komst aftur yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka, 26-27, með þremur mörkum í röð og allt í járnum á lokamínútunum. HK komst aftur fyri var einu marki yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá kom Ólafur Gústafsson aftur inn á eftir stutta hvíld og skoraði tvö síðustu mörk FH í leiknum sem virtust ætla að stela báðum stigunum. HK tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir og lögðu upp kerfi sem gekk upp. Ólafur Víðir fiskaði vítakast sem Bjarki Már skoraði úr af miklu öryggi. Bæði lið sýndu sínar bestu hliðar í sóknarleiknum í kvöld en að sama skapi geta bæði lið spilað betri vörn. Það kvartar þó enginn yfir því þar sem leikurinn var hin besta skemmtun og undirstrikar jafnræðið sem er á bestu liðum deildarinnar.HK – FH 30-30 (14-16)Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/5 (18/5), Atli Ævar Ingólfsson 7 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Atli Karl Bachmann 3 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Leó Snær Pétursson 1 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1)Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3 (14) 21,4%, Björn Ingi Friðþjófsson 10/1 (29/1) 34,5%Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki 2, Atli Ævar, Ólafur Víðir, Vilhelm)Fiskuð víti: 5 (Ólafur Víðir 2, Atli Ævar 2, Leó)Utan vallar: 8 mínúturMörk FH: Ólafur Gústafsson 11 (16), Hjalti Þór Pálmason 6 (11), Baldvin Þorsteinsson 4/1 (5/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Magnús Óli Magnússon (1)Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19 (49) 38,8%Hraðaupphlaup: 6 (Ólafur 2, Halldór 2, Hjalti, Ari)Fiskuð víti: 1 (Ólafur)Utan vallar: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. HK hóf leikinn betur og skoraði tvö fyrstu mörkin. Arnór Freyr Stefánsson varði þrjú fyrstu skot FH en eftir að FH fann leiðin fram hjá honum tóku gestirnir öll völd á vellinum með Ólaf Gústafsson í sérflokki. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-16 og skoraði Ólafur alls sjö mörk í fyrri hálfleik en HK hélt sér inni í leiknum með góðum sóknarleik og fínni innkomu Björns Inga Friðþjófssonar í markið í fyrri hálfleik. FH skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og virtist ætla að stinga af en HK gefst aldrei upp og minnkaði muninn fljótt og var komið yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Ólafur Bjarki og Bjarki Már Elísson drógu vagninn og HK skyndilega komið í bílstjórasætið eftir að hafa elt lungan úr leiknum. FH komst aftur yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka, 26-27, með þremur mörkum í röð og allt í járnum á lokamínútunum. HK komst aftur fyri var einu marki yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá kom Ólafur Gústafsson aftur inn á eftir stutta hvíld og skoraði tvö síðustu mörk FH í leiknum sem virtust ætla að stela báðum stigunum. HK tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir og lögðu upp kerfi sem gekk upp. Ólafur Víðir fiskaði vítakast sem Bjarki Már skoraði úr af miklu öryggi. Bæði lið sýndu sínar bestu hliðar í sóknarleiknum í kvöld en að sama skapi geta bæði lið spilað betri vörn. Það kvartar þó enginn yfir því þar sem leikurinn var hin besta skemmtun og undirstrikar jafnræðið sem er á bestu liðum deildarinnar.HK – FH 30-30 (14-16)Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11/5 (18/5), Atli Ævar Ingólfsson 7 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (7), Atli Karl Bachmann 3 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Leó Snær Pétursson 1 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1)Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3 (14) 21,4%, Björn Ingi Friðþjófsson 10/1 (29/1) 34,5%Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki 2, Atli Ævar, Ólafur Víðir, Vilhelm)Fiskuð víti: 5 (Ólafur Víðir 2, Atli Ævar 2, Leó)Utan vallar: 8 mínúturMörk FH: Ólafur Gústafsson 11 (16), Hjalti Þór Pálmason 6 (11), Baldvin Þorsteinsson 4/1 (5/1), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Magnús Óli Magnússon (1)Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19 (49) 38,8%Hraðaupphlaup: 6 (Ólafur 2, Halldór 2, Hjalti, Ari)Fiskuð víti: 1 (Ólafur)Utan vallar: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira