Hvað vinnst með áhlaupi á leikskólana? Rósa Steingrímsdóttir skrifar 11. mars 2011 06:15 Börnin okkar, samtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík, harma vinnubrögð borgarinnar við undirbúning niðurskurðar og sameiningartillagna á leikskólum. Foreldrar voru kallaðir til allt of seint og þeim gert að koma með tillögur um sparnað, sem þeir höfðu litlar forsendur fyrir. Allt of þröngur umræðugrunnur var á hverfafundum um málið. Að ráðast í margar sameiningar og uppsagnir 60 leikskólastjóra á einu bretti er áhlaup og aðför að leikskólum borgarinnar. Í niðursveiflu þyrfti miklu frekar að hlúa að börnum í stað þess að rífa niður faglegt leikskólastarf.Lítill fjárhagslegur ávinningur Reykjavíkurborg virðist aðeins stefna að rúmlega eins prósenta heildarhagræðingu við þessar sameiningar fyrir árið 2014, en þá verða áhrif sameininga komin vel á veg. Síðan má færa rök fyrir því að hagræðingin sé í raun mun minni, jafnvel ekki nema rúmlega ½ prósent. Skýringin á því felst í því að sumir sparnaðarliðir eru í raun sýndarsparnaður, eins og sparnaður á innri leigu fyrir byggingar sem ekki verða byggðar. Auk þess bendir samrekstur í öðrum sveitarfélögum til þess að aðeins helmings líkur séu á að enginn sparnaður náist, sbr. könnun sem Samband íslenskra sveitarfélaga lét vinna árið 2010 og birt er á vefsíðu þeirra. Þar kemur fram að kostnaður hjá meira en helmingi sveitarfélaga jókst eða stóð í stað eftir samrekstur, sem sagt leiddi ekki af sér fjárhagslegan ávinning. Börnin okkar kalla eftir yfirliti yfir víðtækar rannsóknir sem sýna fram á faglegan og fjárhagslegan ávinning af sameiningu leikskóla og einnig sameiningu leik- og grunnskóla. Þá er sérstaklega óskað eftir yfirliti yfir rannsóknir sem sýna fram ávinning af sameiningu leikskóla með ólíkar stefnur.Faglegur ávinningur óskilgreindur Það fer fáum orðum í skýrslu starfshópsins um faglegan ávinning af sameiningu leikskóla en samkvæmt leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samrekstur er fjallað um mikilvægi þess að byrja á að skilgreina hvaða ávinningi stefnt er að, áður en hafist er handa við undirbúning samreksturs. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að hafa gott samráð við foreldra og starfsmenn. Foreldrar hafa áður bent á að þeir upplifi ekki að um samráð hafi verið að ræða. Megin rökin fyrir faglegum ávinningi í skýrslunni eru þessi „sameining starfsmannahópa sem starfa á ólíkan hátt getur leitt til þróunar nýbreytni í leikskólastarfi. Í stærri starfsmannahópum verður oft til fjölbreyttari þekking og reynsla" Við viljum benda á að við sameiningar verða leikskólarnir ekki í sama húsi og í fæstum tilvikum eru leikskólarnir á sömu lóð þannig að lítil tækifæri eru fyrir starfsfólk að hittast og deila þekkingu enda hittast starfsmenn ekki allir saman nema á starfsdögum. Þannig að meintur ávinningur af þekkingaflæði verður lítill þegar starfsfólk hittist nánast aldrei. Því er enn alveg ósvarað hver hinn meinti faglegi ávinningur af sameiningu leikskóla eigi að vera.Mikil andstaða Af þeim 800 ábendingum sem bárust í ábendingagátt voru 65% um sameiningu og meirihluti þeirra innihélt varnaðarorð eða mótmæli gegn niðurskurði í menntakerfinu. Þetta endurspeglar vel þá miklu andstöðu sem er meðal foreldra gegn fyrirhuguðum sameiningum. Einnig sýndu foreldrar leikskólabarna andstöðu sína við frekari niðurskurð og sameiningar leikskóla þann 10. febrúar síðastliðinn þegar um eitt þúsund leikskólaforeldrar söfnuðust saman fyrir utan ráðhúsið. Það er með öllu óásættanlegt að ábendingar sem bárust í ábendingagátt séu ekki gerðar opinberar, ef einhverjar eru nafngreindar á skóla eða persónur mætti afmá slíkt, en þetta eru afa mikilvægar upplýsingar sem endurspegla hug foreldra og fagfólks í málinu. Við teljum að farið sé allt of geyst í sameiningar leikskóla. Uppsagnir á 60 leikskólastjórnendum á einu bretti segir allt sem segja þarf um hversu glæfraleg og forkastanleg vinnubrögðin eru. Hvað ef enginn leikskólastjóri sækir um aftur? Mikil þekking og reynsla getur tapast út úr leikskólakerfinu. Að vinna þetta með áhlaupi og í mikilli andstöðu við bæði foreldra og fagfólk getur haft afdrifaríkar og óafturkræfar afleiðingar fyrir leikskólastarf til framtíðar. Þetta er ekki forgangsröðun fyrir börnin í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Börnin okkar, samtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík, harma vinnubrögð borgarinnar við undirbúning niðurskurðar og sameiningartillagna á leikskólum. Foreldrar voru kallaðir til allt of seint og þeim gert að koma með tillögur um sparnað, sem þeir höfðu litlar forsendur fyrir. Allt of þröngur umræðugrunnur var á hverfafundum um málið. Að ráðast í margar sameiningar og uppsagnir 60 leikskólastjóra á einu bretti er áhlaup og aðför að leikskólum borgarinnar. Í niðursveiflu þyrfti miklu frekar að hlúa að börnum í stað þess að rífa niður faglegt leikskólastarf.Lítill fjárhagslegur ávinningur Reykjavíkurborg virðist aðeins stefna að rúmlega eins prósenta heildarhagræðingu við þessar sameiningar fyrir árið 2014, en þá verða áhrif sameininga komin vel á veg. Síðan má færa rök fyrir því að hagræðingin sé í raun mun minni, jafnvel ekki nema rúmlega ½ prósent. Skýringin á því felst í því að sumir sparnaðarliðir eru í raun sýndarsparnaður, eins og sparnaður á innri leigu fyrir byggingar sem ekki verða byggðar. Auk þess bendir samrekstur í öðrum sveitarfélögum til þess að aðeins helmings líkur séu á að enginn sparnaður náist, sbr. könnun sem Samband íslenskra sveitarfélaga lét vinna árið 2010 og birt er á vefsíðu þeirra. Þar kemur fram að kostnaður hjá meira en helmingi sveitarfélaga jókst eða stóð í stað eftir samrekstur, sem sagt leiddi ekki af sér fjárhagslegan ávinning. Börnin okkar kalla eftir yfirliti yfir víðtækar rannsóknir sem sýna fram á faglegan og fjárhagslegan ávinning af sameiningu leikskóla og einnig sameiningu leik- og grunnskóla. Þá er sérstaklega óskað eftir yfirliti yfir rannsóknir sem sýna fram ávinning af sameiningu leikskóla með ólíkar stefnur.Faglegur ávinningur óskilgreindur Það fer fáum orðum í skýrslu starfshópsins um faglegan ávinning af sameiningu leikskóla en samkvæmt leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samrekstur er fjallað um mikilvægi þess að byrja á að skilgreina hvaða ávinningi stefnt er að, áður en hafist er handa við undirbúning samreksturs. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að hafa gott samráð við foreldra og starfsmenn. Foreldrar hafa áður bent á að þeir upplifi ekki að um samráð hafi verið að ræða. Megin rökin fyrir faglegum ávinningi í skýrslunni eru þessi „sameining starfsmannahópa sem starfa á ólíkan hátt getur leitt til þróunar nýbreytni í leikskólastarfi. Í stærri starfsmannahópum verður oft til fjölbreyttari þekking og reynsla" Við viljum benda á að við sameiningar verða leikskólarnir ekki í sama húsi og í fæstum tilvikum eru leikskólarnir á sömu lóð þannig að lítil tækifæri eru fyrir starfsfólk að hittast og deila þekkingu enda hittast starfsmenn ekki allir saman nema á starfsdögum. Þannig að meintur ávinningur af þekkingaflæði verður lítill þegar starfsfólk hittist nánast aldrei. Því er enn alveg ósvarað hver hinn meinti faglegi ávinningur af sameiningu leikskóla eigi að vera.Mikil andstaða Af þeim 800 ábendingum sem bárust í ábendingagátt voru 65% um sameiningu og meirihluti þeirra innihélt varnaðarorð eða mótmæli gegn niðurskurði í menntakerfinu. Þetta endurspeglar vel þá miklu andstöðu sem er meðal foreldra gegn fyrirhuguðum sameiningum. Einnig sýndu foreldrar leikskólabarna andstöðu sína við frekari niðurskurð og sameiningar leikskóla þann 10. febrúar síðastliðinn þegar um eitt þúsund leikskólaforeldrar söfnuðust saman fyrir utan ráðhúsið. Það er með öllu óásættanlegt að ábendingar sem bárust í ábendingagátt séu ekki gerðar opinberar, ef einhverjar eru nafngreindar á skóla eða persónur mætti afmá slíkt, en þetta eru afa mikilvægar upplýsingar sem endurspegla hug foreldra og fagfólks í málinu. Við teljum að farið sé allt of geyst í sameiningar leikskóla. Uppsagnir á 60 leikskólastjórnendum á einu bretti segir allt sem segja þarf um hversu glæfraleg og forkastanleg vinnubrögðin eru. Hvað ef enginn leikskólastjóri sækir um aftur? Mikil þekking og reynsla getur tapast út úr leikskólakerfinu. Að vinna þetta með áhlaupi og í mikilli andstöðu við bæði foreldra og fagfólk getur haft afdrifaríkar og óafturkræfar afleiðingar fyrir leikskólastarf til framtíðar. Þetta er ekki forgangsröðun fyrir börnin í borginni.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun