Hvað vinnst með áhlaupi á leikskólana? Rósa Steingrímsdóttir skrifar 11. mars 2011 06:15 Börnin okkar, samtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík, harma vinnubrögð borgarinnar við undirbúning niðurskurðar og sameiningartillagna á leikskólum. Foreldrar voru kallaðir til allt of seint og þeim gert að koma með tillögur um sparnað, sem þeir höfðu litlar forsendur fyrir. Allt of þröngur umræðugrunnur var á hverfafundum um málið. Að ráðast í margar sameiningar og uppsagnir 60 leikskólastjóra á einu bretti er áhlaup og aðför að leikskólum borgarinnar. Í niðursveiflu þyrfti miklu frekar að hlúa að börnum í stað þess að rífa niður faglegt leikskólastarf.Lítill fjárhagslegur ávinningur Reykjavíkurborg virðist aðeins stefna að rúmlega eins prósenta heildarhagræðingu við þessar sameiningar fyrir árið 2014, en þá verða áhrif sameininga komin vel á veg. Síðan má færa rök fyrir því að hagræðingin sé í raun mun minni, jafnvel ekki nema rúmlega ½ prósent. Skýringin á því felst í því að sumir sparnaðarliðir eru í raun sýndarsparnaður, eins og sparnaður á innri leigu fyrir byggingar sem ekki verða byggðar. Auk þess bendir samrekstur í öðrum sveitarfélögum til þess að aðeins helmings líkur séu á að enginn sparnaður náist, sbr. könnun sem Samband íslenskra sveitarfélaga lét vinna árið 2010 og birt er á vefsíðu þeirra. Þar kemur fram að kostnaður hjá meira en helmingi sveitarfélaga jókst eða stóð í stað eftir samrekstur, sem sagt leiddi ekki af sér fjárhagslegan ávinning. Börnin okkar kalla eftir yfirliti yfir víðtækar rannsóknir sem sýna fram á faglegan og fjárhagslegan ávinning af sameiningu leikskóla og einnig sameiningu leik- og grunnskóla. Þá er sérstaklega óskað eftir yfirliti yfir rannsóknir sem sýna fram ávinning af sameiningu leikskóla með ólíkar stefnur.Faglegur ávinningur óskilgreindur Það fer fáum orðum í skýrslu starfshópsins um faglegan ávinning af sameiningu leikskóla en samkvæmt leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samrekstur er fjallað um mikilvægi þess að byrja á að skilgreina hvaða ávinningi stefnt er að, áður en hafist er handa við undirbúning samreksturs. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að hafa gott samráð við foreldra og starfsmenn. Foreldrar hafa áður bent á að þeir upplifi ekki að um samráð hafi verið að ræða. Megin rökin fyrir faglegum ávinningi í skýrslunni eru þessi „sameining starfsmannahópa sem starfa á ólíkan hátt getur leitt til þróunar nýbreytni í leikskólastarfi. Í stærri starfsmannahópum verður oft til fjölbreyttari þekking og reynsla" Við viljum benda á að við sameiningar verða leikskólarnir ekki í sama húsi og í fæstum tilvikum eru leikskólarnir á sömu lóð þannig að lítil tækifæri eru fyrir starfsfólk að hittast og deila þekkingu enda hittast starfsmenn ekki allir saman nema á starfsdögum. Þannig að meintur ávinningur af þekkingaflæði verður lítill þegar starfsfólk hittist nánast aldrei. Því er enn alveg ósvarað hver hinn meinti faglegi ávinningur af sameiningu leikskóla eigi að vera.Mikil andstaða Af þeim 800 ábendingum sem bárust í ábendingagátt voru 65% um sameiningu og meirihluti þeirra innihélt varnaðarorð eða mótmæli gegn niðurskurði í menntakerfinu. Þetta endurspeglar vel þá miklu andstöðu sem er meðal foreldra gegn fyrirhuguðum sameiningum. Einnig sýndu foreldrar leikskólabarna andstöðu sína við frekari niðurskurð og sameiningar leikskóla þann 10. febrúar síðastliðinn þegar um eitt þúsund leikskólaforeldrar söfnuðust saman fyrir utan ráðhúsið. Það er með öllu óásættanlegt að ábendingar sem bárust í ábendingagátt séu ekki gerðar opinberar, ef einhverjar eru nafngreindar á skóla eða persónur mætti afmá slíkt, en þetta eru afa mikilvægar upplýsingar sem endurspegla hug foreldra og fagfólks í málinu. Við teljum að farið sé allt of geyst í sameiningar leikskóla. Uppsagnir á 60 leikskólastjórnendum á einu bretti segir allt sem segja þarf um hversu glæfraleg og forkastanleg vinnubrögðin eru. Hvað ef enginn leikskólastjóri sækir um aftur? Mikil þekking og reynsla getur tapast út úr leikskólakerfinu. Að vinna þetta með áhlaupi og í mikilli andstöðu við bæði foreldra og fagfólk getur haft afdrifaríkar og óafturkræfar afleiðingar fyrir leikskólastarf til framtíðar. Þetta er ekki forgangsröðun fyrir börnin í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Börnin okkar, samtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík, harma vinnubrögð borgarinnar við undirbúning niðurskurðar og sameiningartillagna á leikskólum. Foreldrar voru kallaðir til allt of seint og þeim gert að koma með tillögur um sparnað, sem þeir höfðu litlar forsendur fyrir. Allt of þröngur umræðugrunnur var á hverfafundum um málið. Að ráðast í margar sameiningar og uppsagnir 60 leikskólastjóra á einu bretti er áhlaup og aðför að leikskólum borgarinnar. Í niðursveiflu þyrfti miklu frekar að hlúa að börnum í stað þess að rífa niður faglegt leikskólastarf.Lítill fjárhagslegur ávinningur Reykjavíkurborg virðist aðeins stefna að rúmlega eins prósenta heildarhagræðingu við þessar sameiningar fyrir árið 2014, en þá verða áhrif sameininga komin vel á veg. Síðan má færa rök fyrir því að hagræðingin sé í raun mun minni, jafnvel ekki nema rúmlega ½ prósent. Skýringin á því felst í því að sumir sparnaðarliðir eru í raun sýndarsparnaður, eins og sparnaður á innri leigu fyrir byggingar sem ekki verða byggðar. Auk þess bendir samrekstur í öðrum sveitarfélögum til þess að aðeins helmings líkur séu á að enginn sparnaður náist, sbr. könnun sem Samband íslenskra sveitarfélaga lét vinna árið 2010 og birt er á vefsíðu þeirra. Þar kemur fram að kostnaður hjá meira en helmingi sveitarfélaga jókst eða stóð í stað eftir samrekstur, sem sagt leiddi ekki af sér fjárhagslegan ávinning. Börnin okkar kalla eftir yfirliti yfir víðtækar rannsóknir sem sýna fram á faglegan og fjárhagslegan ávinning af sameiningu leikskóla og einnig sameiningu leik- og grunnskóla. Þá er sérstaklega óskað eftir yfirliti yfir rannsóknir sem sýna fram ávinning af sameiningu leikskóla með ólíkar stefnur.Faglegur ávinningur óskilgreindur Það fer fáum orðum í skýrslu starfshópsins um faglegan ávinning af sameiningu leikskóla en samkvæmt leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samrekstur er fjallað um mikilvægi þess að byrja á að skilgreina hvaða ávinningi stefnt er að, áður en hafist er handa við undirbúning samreksturs. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að hafa gott samráð við foreldra og starfsmenn. Foreldrar hafa áður bent á að þeir upplifi ekki að um samráð hafi verið að ræða. Megin rökin fyrir faglegum ávinningi í skýrslunni eru þessi „sameining starfsmannahópa sem starfa á ólíkan hátt getur leitt til þróunar nýbreytni í leikskólastarfi. Í stærri starfsmannahópum verður oft til fjölbreyttari þekking og reynsla" Við viljum benda á að við sameiningar verða leikskólarnir ekki í sama húsi og í fæstum tilvikum eru leikskólarnir á sömu lóð þannig að lítil tækifæri eru fyrir starfsfólk að hittast og deila þekkingu enda hittast starfsmenn ekki allir saman nema á starfsdögum. Þannig að meintur ávinningur af þekkingaflæði verður lítill þegar starfsfólk hittist nánast aldrei. Því er enn alveg ósvarað hver hinn meinti faglegi ávinningur af sameiningu leikskóla eigi að vera.Mikil andstaða Af þeim 800 ábendingum sem bárust í ábendingagátt voru 65% um sameiningu og meirihluti þeirra innihélt varnaðarorð eða mótmæli gegn niðurskurði í menntakerfinu. Þetta endurspeglar vel þá miklu andstöðu sem er meðal foreldra gegn fyrirhuguðum sameiningum. Einnig sýndu foreldrar leikskólabarna andstöðu sína við frekari niðurskurð og sameiningar leikskóla þann 10. febrúar síðastliðinn þegar um eitt þúsund leikskólaforeldrar söfnuðust saman fyrir utan ráðhúsið. Það er með öllu óásættanlegt að ábendingar sem bárust í ábendingagátt séu ekki gerðar opinberar, ef einhverjar eru nafngreindar á skóla eða persónur mætti afmá slíkt, en þetta eru afa mikilvægar upplýsingar sem endurspegla hug foreldra og fagfólks í málinu. Við teljum að farið sé allt of geyst í sameiningar leikskóla. Uppsagnir á 60 leikskólastjórnendum á einu bretti segir allt sem segja þarf um hversu glæfraleg og forkastanleg vinnubrögðin eru. Hvað ef enginn leikskólastjóri sækir um aftur? Mikil þekking og reynsla getur tapast út úr leikskólakerfinu. Að vinna þetta með áhlaupi og í mikilli andstöðu við bæði foreldra og fagfólk getur haft afdrifaríkar og óafturkræfar afleiðingar fyrir leikskólastarf til framtíðar. Þetta er ekki forgangsröðun fyrir börnin í borginni.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun