Á að sökkva flaggskipinu? Starfsfólk Leikskólans Sunnuborgar. skrifar 11. mars 2011 13:39 Eftirfarandi bréf er samið af starfsfólki leikskólans Sunnuborgar og var sent til allra borgarfulltrúa í dag, föstudaginn 11. mars 2011. Í leikskólanum Sunnuborg starfa 26 starfsmenn, í mismiklu starfshlutfalli. Þar ríkir eining og góður starfsandi og af þeim ástæðum ílengist fólk í starfi en meðalstarfsaldurinn er 8 ár. Starfsfólk Sunnuborgar eru fagmenn sem leggja allan sinn metnað í að bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á innihaldsríkt uppeldisstarf sem stuðlar að því að gera börnin að hæfum og glöðum einstaklingum með sterka sjálfsmynd sem mun auðvelda þeim virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Einn góðan veðurdag fékk þessi samheldni hópur þá frétt að það ætti að sameina þau öðrum starfsmannahópi sem starfar í næsta leikskóla við hliðina, Holtaborg. Hvers vegna áttum við að sameinast einmitt þessum leikskóla en ekki einhverjum öðrum? Er það vegna þess að þar er lögð mikil áhersla á útinám og umhverfismennt eins og í Sunnuborg? Hefur starfsfólk Holtaborgar ef til vill líka unnið undanfarin þrjú ár í þróunarstarfi á því sviði, ásamt ýmsum stofnunum nærumhverfisins? Nei ekki var það þess vegna. Var það þá ef til vill vegna þess að við leggjum hugmyndafræði sömu fræðimanna til grundvallar stefnu okkar?? Nei ekki var það svo. Í Sunnuborg er aðallega stuðst við uppeldisstefnu John Dewey, Erik Eriksson og Gregor Bateson. Í Holtaborg er aftur á móti byggt á fræðum Lev Wygotsky og Berit Bae auk Deweys, sem við eigum vissulega sameiginlegan, líkt og flestir leikskólar á Íslandi í dag. Ástæðan hlýtur þá að vera sú að þessir tveir skólar hafi verið í nánu samstarfi á undanförum árum, tekið þátt í sameiginlegum verkefnum ef til vill? Nei ekki einu sinni það! Líklega er eina ástæðan fyrir sameiningunni landfræðileg lega húsanna tveggja þar sem þessi tvö ólíku samfélög starfa hlið við hlið. Við getum ekki komist að neinni annarri niðurstöðu en að þeir sem ákvörðunina tóku sjái bara tvö hús, en ekki fólkið sem inni í þeim er. Þeir sjái ekki börnin sem læra í gegnum leik undir handleiðslu fagfólks, eða það metnaðarfulla starf sem þar er unnið. Leikskóli er nefnilega svo miklu meira en hús, hann er fyrst og fremst manneskjur, börn og fullorðnir sem þar dvelja mestan hluta dagsins. Við veltum ýmsu fyrir okkur varðandi þessi áform. Ef markmiðið er að til verði fjölbreytt þekking í þágu barna með aukinni þróun og sameiningu ólíkra starfsmanna hópa, eins og fram kemur í rökstuðningi borgaryfirvalda. Hvers vegna var þá ekki byrjað á okkur, starfsfólkinu? Okkur hefði þótt eðlilegt að byrja á að halda sameiginlegan fund þessara tveggja hópa. Á þeim fundi hefði mátt ræða faglega sýn hvors hóps, nýta sér þekkingu okkar og styrkleika. Þannig hefði mátt reyna að komast niður á sameiginlegan flöt til að byrja að byggja nýtt sameiginlegt starf á. Það var ekki gert! Í staðinn upplifum við að okkur sé smalað eins og fé í rétt og að við séum álitin viljalaus verkfæri. Við höfum engin áhrif á mikilvæga ákvarðanatöku sem varða eigin starfsvettvang. Ef þessir tveir leikskólar sameinast þarf að semja nýja skólanámsskrá. Í aðalnámsskrá leikskóla er skýrt kveðið á um að allir starfsmenn leikskóla eigi að koma að þeirri vinnu. Þá spyrjum við: Gera niðurskurðartillögur meirihlutans ráð fyrir auknum fundartíma til handa starfsfólkinu í sameinuðum leikskólum til að vinna að stefnumótun? Eða hafði enginn hugsað út í það? Í Sunnuborg hefur farið fram öflugt þróunarstarf á sviði útináms, náttúru- og umhverfismenntar undanfarin þrjú ár. Hvernig er meiningin að það lifi áfram? Á bara hluti hins sameinaða leikskóla að vinna eftir þeirri stefnu og hinn hlutinn ekki? Eða á ef til vill að þvinga hina nýju samtarfsmenn okkar til að taka upp okkar áherslur? Þriðji kosturinn væri sá að láta alla þá vinnu sem við höfum lagt á okkur í þessu verkefni lönd og leið? Hér eru þrír kostir, enginn þeirra er góður. En hvað hugnast borgaryfirvöldum best? Borgaryfirvöld telja sig geta sparað með því að fækka stjórnendum í leikskólum. En leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eru ekki bara upp á punt. Þessir aðilar eru límið í starfinu. Ef límið er tekið í burtu óttumst við að starfsmannahópurinn verði fljótur að liðast í sundur. Og hverjir verða þá verst úti? Börnin, sem eiga samkvæmt málflutningi meirihlutans að hagnast á sameiningunni! Starfsfólk Sunnuborgar eru einmitt í Sunnuborg en ekki einhverjum öðrum leikskóla vegna starfsmannahópsins sem þar er. Það er þar vegna þess að það nýtur þess að vera þátttakendur í því góða starfi sem þar er unnið. Flestir sem hér starfa hafa ekki einungis valið sér starfsvettvang heldur einnig valið sér stjórnendur. Þessi starfsmanna hópur væri ekki hér að vinna þetta starf nema vegna þeirra. Góður leiðtogi leiðir starfið áfram. Um leið og hann er farinn byrja gæði starfsins að minnka og það bitnar á börnunum! Í mörg ár hafa borgaryfirvöld stært sig af leikskólunum okkar, af flaggskipinu sínu, og það með réttu. Í leikskólum borgarinnar er unnið stórkostlegt, faglegt og metnaðarfullt starf. En faglega starfið ER starfsfólkið sem vinnur það og gott starfsfólk vex ekki á trjánum. Borgaryfirvöld virðast gefa sér þær forsendur að allt starfsfólk leikskólanna verði um kyrrt þar sem það er, eftir að búið er að traðka á því, vanvirða það og gera lítið úr því faglega starfi sem það er þó að reyna að vinna. Miðað við allt sem á undan er gengið og alla þá lítilsvirðingu sem við uppifum trekk í trekk af hálfu borgaryfirvalda, liggur beint við að spyrja: Er það stefna meirihlutans í borginni að sökkva flaggskipinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi bréf er samið af starfsfólki leikskólans Sunnuborgar og var sent til allra borgarfulltrúa í dag, föstudaginn 11. mars 2011. Í leikskólanum Sunnuborg starfa 26 starfsmenn, í mismiklu starfshlutfalli. Þar ríkir eining og góður starfsandi og af þeim ástæðum ílengist fólk í starfi en meðalstarfsaldurinn er 8 ár. Starfsfólk Sunnuborgar eru fagmenn sem leggja allan sinn metnað í að bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á innihaldsríkt uppeldisstarf sem stuðlar að því að gera börnin að hæfum og glöðum einstaklingum með sterka sjálfsmynd sem mun auðvelda þeim virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Einn góðan veðurdag fékk þessi samheldni hópur þá frétt að það ætti að sameina þau öðrum starfsmannahópi sem starfar í næsta leikskóla við hliðina, Holtaborg. Hvers vegna áttum við að sameinast einmitt þessum leikskóla en ekki einhverjum öðrum? Er það vegna þess að þar er lögð mikil áhersla á útinám og umhverfismennt eins og í Sunnuborg? Hefur starfsfólk Holtaborgar ef til vill líka unnið undanfarin þrjú ár í þróunarstarfi á því sviði, ásamt ýmsum stofnunum nærumhverfisins? Nei ekki var það þess vegna. Var það þá ef til vill vegna þess að við leggjum hugmyndafræði sömu fræðimanna til grundvallar stefnu okkar?? Nei ekki var það svo. Í Sunnuborg er aðallega stuðst við uppeldisstefnu John Dewey, Erik Eriksson og Gregor Bateson. Í Holtaborg er aftur á móti byggt á fræðum Lev Wygotsky og Berit Bae auk Deweys, sem við eigum vissulega sameiginlegan, líkt og flestir leikskólar á Íslandi í dag. Ástæðan hlýtur þá að vera sú að þessir tveir skólar hafi verið í nánu samstarfi á undanförum árum, tekið þátt í sameiginlegum verkefnum ef til vill? Nei ekki einu sinni það! Líklega er eina ástæðan fyrir sameiningunni landfræðileg lega húsanna tveggja þar sem þessi tvö ólíku samfélög starfa hlið við hlið. Við getum ekki komist að neinni annarri niðurstöðu en að þeir sem ákvörðunina tóku sjái bara tvö hús, en ekki fólkið sem inni í þeim er. Þeir sjái ekki börnin sem læra í gegnum leik undir handleiðslu fagfólks, eða það metnaðarfulla starf sem þar er unnið. Leikskóli er nefnilega svo miklu meira en hús, hann er fyrst og fremst manneskjur, börn og fullorðnir sem þar dvelja mestan hluta dagsins. Við veltum ýmsu fyrir okkur varðandi þessi áform. Ef markmiðið er að til verði fjölbreytt þekking í þágu barna með aukinni þróun og sameiningu ólíkra starfsmanna hópa, eins og fram kemur í rökstuðningi borgaryfirvalda. Hvers vegna var þá ekki byrjað á okkur, starfsfólkinu? Okkur hefði þótt eðlilegt að byrja á að halda sameiginlegan fund þessara tveggja hópa. Á þeim fundi hefði mátt ræða faglega sýn hvors hóps, nýta sér þekkingu okkar og styrkleika. Þannig hefði mátt reyna að komast niður á sameiginlegan flöt til að byrja að byggja nýtt sameiginlegt starf á. Það var ekki gert! Í staðinn upplifum við að okkur sé smalað eins og fé í rétt og að við séum álitin viljalaus verkfæri. Við höfum engin áhrif á mikilvæga ákvarðanatöku sem varða eigin starfsvettvang. Ef þessir tveir leikskólar sameinast þarf að semja nýja skólanámsskrá. Í aðalnámsskrá leikskóla er skýrt kveðið á um að allir starfsmenn leikskóla eigi að koma að þeirri vinnu. Þá spyrjum við: Gera niðurskurðartillögur meirihlutans ráð fyrir auknum fundartíma til handa starfsfólkinu í sameinuðum leikskólum til að vinna að stefnumótun? Eða hafði enginn hugsað út í það? Í Sunnuborg hefur farið fram öflugt þróunarstarf á sviði útináms, náttúru- og umhverfismenntar undanfarin þrjú ár. Hvernig er meiningin að það lifi áfram? Á bara hluti hins sameinaða leikskóla að vinna eftir þeirri stefnu og hinn hlutinn ekki? Eða á ef til vill að þvinga hina nýju samtarfsmenn okkar til að taka upp okkar áherslur? Þriðji kosturinn væri sá að láta alla þá vinnu sem við höfum lagt á okkur í þessu verkefni lönd og leið? Hér eru þrír kostir, enginn þeirra er góður. En hvað hugnast borgaryfirvöldum best? Borgaryfirvöld telja sig geta sparað með því að fækka stjórnendum í leikskólum. En leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eru ekki bara upp á punt. Þessir aðilar eru límið í starfinu. Ef límið er tekið í burtu óttumst við að starfsmannahópurinn verði fljótur að liðast í sundur. Og hverjir verða þá verst úti? Börnin, sem eiga samkvæmt málflutningi meirihlutans að hagnast á sameiningunni! Starfsfólk Sunnuborgar eru einmitt í Sunnuborg en ekki einhverjum öðrum leikskóla vegna starfsmannahópsins sem þar er. Það er þar vegna þess að það nýtur þess að vera þátttakendur í því góða starfi sem þar er unnið. Flestir sem hér starfa hafa ekki einungis valið sér starfsvettvang heldur einnig valið sér stjórnendur. Þessi starfsmanna hópur væri ekki hér að vinna þetta starf nema vegna þeirra. Góður leiðtogi leiðir starfið áfram. Um leið og hann er farinn byrja gæði starfsins að minnka og það bitnar á börnunum! Í mörg ár hafa borgaryfirvöld stært sig af leikskólunum okkar, af flaggskipinu sínu, og það með réttu. Í leikskólum borgarinnar er unnið stórkostlegt, faglegt og metnaðarfullt starf. En faglega starfið ER starfsfólkið sem vinnur það og gott starfsfólk vex ekki á trjánum. Borgaryfirvöld virðast gefa sér þær forsendur að allt starfsfólk leikskólanna verði um kyrrt þar sem það er, eftir að búið er að traðka á því, vanvirða það og gera lítið úr því faglega starfi sem það er þó að reyna að vinna. Miðað við allt sem á undan er gengið og alla þá lítilsvirðingu sem við uppifum trekk í trekk af hálfu borgaryfirvalda, liggur beint við að spyrja: Er það stefna meirihlutans í borginni að sökkva flaggskipinu?
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun