Vanþekking og vanvirðing á hlutverki skólstjórnenda Svanhildur María Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2011 06:00 Það er alveg ótrúleg vanþekking og vanvirðing á hlutverki og starfi skólastjórnenda í Reykjavík sem formaður borgarstjórnar Dagur B. Eggertsson setur fram í fréttum sjónvarps fimmtudaginn 10. febrúar 2011. Hann teflir því fram að til þess að þurfa ekki að skera niður lögbundna þjónustu við nemendur þá þurfi að skera niður í yfirstjórn leik- og grunnskóla í borginni með sameiningu skóla. Hann segir einnig orðrétt „að sparnaður í yfirstjórn, sem fáist með sameiningu skólanna, eigi ekki að bitna á börnunum". Þær hugmyndir og tillögur sem nú liggja á borðinu og ganga lengst með sameiningu og samrekstri leik- og grunnskóla í borginni munu bitna á börnum og foreldrum þeirra þegar t.d. er búið að setja saman stórar rekstareiningar grunnskóla með 2-3 starfstöðum og um 800 nemendum. Hvað verður um faglega uppbyggingu og sérstöðu skólasamfélagsins í slíkri stofnun, samstarf við foreldra, nám við hæfi hvers og eins nemanda, skóla án aðgreiningar sem Reykjavíkurborg hefur á stefnuskrá sinni? Skólastjórnendur í Reykjavíkurborg hafa í síðastliðin tvö ár náð fram ótrúlegum sparnaði og hagræðingu í rekstri skólanna og eru enn að vinna í þeim málum í samstarfi við sína yfirmenn þrátt fyrir að á sama tíma séu lagðar fram hugmyndir og tillögur um að störf þeirra séu lögð niður og þau einskis metin. Þeir taka meira segja þátt í því að rýna til gagns í þessar hugmyndir og koma með tillögur um margs konar hagræðingu og sparnað til að vernda þroska, líðan og lögbundna menntun nemenda í þessari borg. Verður tekið mið af tillögum skólastjórnenda og varnaðarorðum? Í dag eru kannanir um líðan og einelti meðal nemenda, viðhorf foreldra, nám nemenda s.s. lestrarskimanir, talnalykil, samræmd próf, Pisa o.fl. að sýna að við erum að ná árangri miðað við það starf sem við erum að vinna að í dag? Hvers vegna skyldi það vera? Hverjir eru faglegir leiðtogar í því starfi? Til upplýsingar fyrir formann borgarstjórnar, borgarstjóra og aðra borgarfulltrúa þá er hlutverk skólastjórnenda meðal annars að:vera faglegir leiðtogar sem móta skólamenningu, stefnu og framtíðarsýn í samstarfi við starfsmenn, nemendur og foreldrabera ábyrgð á þroska, líðan og námi nemendabera ábyrgð á gæðum skólastarfsinsbera ábyrgð á starfsþróun starfsmannabera ábyrgð á að fylgja lögum og reglugerðum bera ábyrgð á að upplýsa foreldra um þroska, líðan og nám barna þeirra að reka samfélag starfsmanna, nemenda og foreldra Það er eitt sem gleymdist í þessari upptalningu en það er að vera til staðar fyrir nemendur, starfsmenn og foreldra en ekki í talhólfi eða tölvupósti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alveg ótrúleg vanþekking og vanvirðing á hlutverki og starfi skólastjórnenda í Reykjavík sem formaður borgarstjórnar Dagur B. Eggertsson setur fram í fréttum sjónvarps fimmtudaginn 10. febrúar 2011. Hann teflir því fram að til þess að þurfa ekki að skera niður lögbundna þjónustu við nemendur þá þurfi að skera niður í yfirstjórn leik- og grunnskóla í borginni með sameiningu skóla. Hann segir einnig orðrétt „að sparnaður í yfirstjórn, sem fáist með sameiningu skólanna, eigi ekki að bitna á börnunum". Þær hugmyndir og tillögur sem nú liggja á borðinu og ganga lengst með sameiningu og samrekstri leik- og grunnskóla í borginni munu bitna á börnum og foreldrum þeirra þegar t.d. er búið að setja saman stórar rekstareiningar grunnskóla með 2-3 starfstöðum og um 800 nemendum. Hvað verður um faglega uppbyggingu og sérstöðu skólasamfélagsins í slíkri stofnun, samstarf við foreldra, nám við hæfi hvers og eins nemanda, skóla án aðgreiningar sem Reykjavíkurborg hefur á stefnuskrá sinni? Skólastjórnendur í Reykjavíkurborg hafa í síðastliðin tvö ár náð fram ótrúlegum sparnaði og hagræðingu í rekstri skólanna og eru enn að vinna í þeim málum í samstarfi við sína yfirmenn þrátt fyrir að á sama tíma séu lagðar fram hugmyndir og tillögur um að störf þeirra séu lögð niður og þau einskis metin. Þeir taka meira segja þátt í því að rýna til gagns í þessar hugmyndir og koma með tillögur um margs konar hagræðingu og sparnað til að vernda þroska, líðan og lögbundna menntun nemenda í þessari borg. Verður tekið mið af tillögum skólastjórnenda og varnaðarorðum? Í dag eru kannanir um líðan og einelti meðal nemenda, viðhorf foreldra, nám nemenda s.s. lestrarskimanir, talnalykil, samræmd próf, Pisa o.fl. að sýna að við erum að ná árangri miðað við það starf sem við erum að vinna að í dag? Hvers vegna skyldi það vera? Hverjir eru faglegir leiðtogar í því starfi? Til upplýsingar fyrir formann borgarstjórnar, borgarstjóra og aðra borgarfulltrúa þá er hlutverk skólastjórnenda meðal annars að:vera faglegir leiðtogar sem móta skólamenningu, stefnu og framtíðarsýn í samstarfi við starfsmenn, nemendur og foreldrabera ábyrgð á þroska, líðan og námi nemendabera ábyrgð á gæðum skólastarfsinsbera ábyrgð á starfsþróun starfsmannabera ábyrgð á að fylgja lögum og reglugerðum bera ábyrgð á að upplýsa foreldra um þroska, líðan og nám barna þeirra að reka samfélag starfsmanna, nemenda og foreldra Það er eitt sem gleymdist í þessari upptalningu en það er að vera til staðar fyrir nemendur, starfsmenn og foreldra en ekki í talhólfi eða tölvupósti.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun