Hvernig líður þér í vinnunni? Ómar Sigurvin og Eyjólfur Þorkelsson skrifar 21. febrúar 2011 06:00 Nýverið var birt skýrsla um Starfsumhverfiskönnun Landspítala og hefur Landspítalinn lagt sig allan fram við að halda á lofti því litla sem jákvætt er í niðurstöðunum. Algjörlega hefur hinsvegar verið horft framhjá óánægju almennra lækna á Landspítala, sem þó er líkt og rauður þráður í gegnum alla skýrsluna. Í umræddri könnun er vissulega jákvætt að almennir læknar sýna umhyggju og fagmennsku í starfi. En framþróun og framgangur í starfi okkar er hverfandi og við áhrifalítil um ákvarðanir er snerta starfssvið okkar. Ógnvekjandi er hversu mörgum almennum læknum þykir Landspítali ekki aðlaðandi vinnustaður sem sést best á því að allt að 85% almennra lækna telja ólíklegt að þeir verði í vinnu þar að tveimur árum liðnum. Er þetta til viðbótar við þá 20% fækkun almennra lækna á LSH sem þegar hefur orðið á skömmum tíma. Þegar litið er nánar á líðan í starfi þá telja almennir læknar sig leggja metnað í starf sitt en vinnudagurinn dugi ekki til þess að skila fullnægjandi starfi. Vinnuálag er allt of mikið og almennir læknar eiga erfitt með að skilja að vinnu og frítíma og njóta þess síðarnefnda. Birtist þetta m.a. í því að allt að 75% almennra lækna sýna streitueinkenni, 90% þreytueinkenni, 50% þjást af andlegri vanlíðan og 60% með líkamleg álagseinkenni. Einnig hafa 20-35% almennra lækna orðið fyrir niðurlægjandi framkomu, hótunum eða ofbeldi af hálfu yfirmanns eða starfsmanns á síðustu 12 mánuðum. Nú þegar sjá allir sem sjá vilja að læknaflótti er brostinn á á Íslandi, sérstaklega meðal almennra lækna og yngri sérfræðinga. Nú þegar gengur skelfilega að ráða nýja sérfræðilækna á Landspítala. Heldur einhver að það muni ganga betur þegar 85% almennra lækna hefja sitt sérnám brenndir af vinnuálagi og skilningsleysi á Landspítala? Einkunnarorð og stefna Landspítala eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun og þetta sýna almennir læknar í sínu starfi og gagnvart sjúklingum þeim er við sinnum. Er til of mikils mælst að vinnuveitandi okkar sýni okkur hið sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var birt skýrsla um Starfsumhverfiskönnun Landspítala og hefur Landspítalinn lagt sig allan fram við að halda á lofti því litla sem jákvætt er í niðurstöðunum. Algjörlega hefur hinsvegar verið horft framhjá óánægju almennra lækna á Landspítala, sem þó er líkt og rauður þráður í gegnum alla skýrsluna. Í umræddri könnun er vissulega jákvætt að almennir læknar sýna umhyggju og fagmennsku í starfi. En framþróun og framgangur í starfi okkar er hverfandi og við áhrifalítil um ákvarðanir er snerta starfssvið okkar. Ógnvekjandi er hversu mörgum almennum læknum þykir Landspítali ekki aðlaðandi vinnustaður sem sést best á því að allt að 85% almennra lækna telja ólíklegt að þeir verði í vinnu þar að tveimur árum liðnum. Er þetta til viðbótar við þá 20% fækkun almennra lækna á LSH sem þegar hefur orðið á skömmum tíma. Þegar litið er nánar á líðan í starfi þá telja almennir læknar sig leggja metnað í starf sitt en vinnudagurinn dugi ekki til þess að skila fullnægjandi starfi. Vinnuálag er allt of mikið og almennir læknar eiga erfitt með að skilja að vinnu og frítíma og njóta þess síðarnefnda. Birtist þetta m.a. í því að allt að 75% almennra lækna sýna streitueinkenni, 90% þreytueinkenni, 50% þjást af andlegri vanlíðan og 60% með líkamleg álagseinkenni. Einnig hafa 20-35% almennra lækna orðið fyrir niðurlægjandi framkomu, hótunum eða ofbeldi af hálfu yfirmanns eða starfsmanns á síðustu 12 mánuðum. Nú þegar sjá allir sem sjá vilja að læknaflótti er brostinn á á Íslandi, sérstaklega meðal almennra lækna og yngri sérfræðinga. Nú þegar gengur skelfilega að ráða nýja sérfræðilækna á Landspítala. Heldur einhver að það muni ganga betur þegar 85% almennra lækna hefja sitt sérnám brenndir af vinnuálagi og skilningsleysi á Landspítala? Einkunnarorð og stefna Landspítala eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun og þetta sýna almennir læknar í sínu starfi og gagnvart sjúklingum þeim er við sinnum. Er til of mikils mælst að vinnuveitandi okkar sýni okkur hið sama?
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun