Innlent

Hugsanlega þarf að farga flugvélinni

Vélin var færð af flugbrautinni í gær.
Vélin var færð af flugbrautinni í gær.
Dash átta flugvél Flugfélags Íslands hefur nú verið komið fyrir á svæði í eigu Air Greenland á Nuuk flugvelli á Grænlandi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir Air Greeland hafa aðstoðað Íslendinga mikið eftir flugslysið. Vélin er því ekki fyrir neinum núna.

Ófært er til Nuuk vegna veðurs en Flugfélagið hyggst athuga veðrið í hádeginu. Eins fljótt og auðið er verða starfsmenn tryggingafélaga og flugvirkjar sendir til Grænlands til að meta skemmdir flugvélarinnar.

Í samtali við fréttastofu segir Árni enn óvíst hvort hægt verði að lagfæra skemmdirnar eða hvort farga þurfi flugvélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×