Innlent

Vítisenglarnir koma heim í kvöld

Danskur Vítisengill. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Danskur Vítisengill. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Von er á íslensku Vítisenglunum átta sem voru handteknir í Noregi í fyrradag í kvöld.

Þeir voru handteknir við komuna en lögmaður sem annast mál þeirra og hefur starfað fyrir norska Vítisengla telur viðbrögð yfirvalda í Noregi ekki standast lög.

Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði hann að Vítisenglar væru löglegur klúbbur þótt einhverjir mannanna væru á sakaskrá ætti það ekki við um alla.

Lögreglustjóri í Noregi segir að nægar ástæður séu þó til að vísa mönnunum úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×