Boða aðgerðir vegna eldsneytishækkunar 2. mars 2011 05:00 Mun ríkið lækka eldsneytisgjöld til að mæta verðhækkunum? Starfshópur fjármálaráðuneytis um viðbrögð við verðhækkunum á eldsneyti mun skila fyrstu tillögum sínum hinn 1. apríl næstkomandi. Það var ákveðið á fundi ríkisstjórnar í gær, en hann verður skipaður fulltrúum úr fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti. Hópurinn mun kanna og meta verðþróun á eldsneyti og áhrif á þróun flutningskostnaðar og samgangna. Þá verður rýnt í hvernig auknar tekjur ríkissjóðs af eldsneyti megi nota til að niðurgreiða flutningskostnað, og almenningssamgöngur í samstarfi við sveitarfélög og efla hlut innlendra vistvænna orkugjafa. Lokaskýrsla hópsins skal berast fyrir gerð næstu fjárlaga. Eldsneytisverð er nú í sögulegu hámarki hér á landi þar sem bensínlítrinn er á um 227 krónur þar sem hann er dýrastur og lítrinn af dísilolíu er á tæpar 232 krónur. Síhækkandi heimsmarkaðsverð á olíu er stór áhrifavaldur, en einnig hefur verið deilt á álögur íslenska ríkisins. Rúmur helmingur af andvirði hvers bensínlítra sem seldur er rennur í ríkissjóð í formi skatta og gjalda, en þar munar sérstaklega um virðisaukaskatt sem leggst ofan á önnur gjöld og veldur þannig hlutfallshækkunum. Samkvæmt tölum fjármálaráðuneytis má rekja um 58 prósent hækkana á bensíni frá því í desember síðastliðnum til hækkana á sköttum og gjöldum. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði fjármálaráðherra á þingi á mánudag hvort mögulegt sé að gjöld verði lækkuð tímabundið til að vinna gegn hækkunum á eldsneytisverði. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra svaraði því til að ekki væri hægt að gefa sér að hækkanirnar væru tímabundnar og því þyrfti að skoða málin í heild sinni með stofnun starfshópsins. „Ég viðurkenni fúslega að haldi verðþróun á innkaupsverði af þessum toga áfram hlýtur að koma til greina að mæta því með einhverjum hætti því að það er ekki ætlunin að láta virðisaukaskatt leggjast ofan á endalaust hækkandi vöruverð.“ Ráðherra tók þó fram að opinberar álögur hér á landi væru síst minni hér á landi en annars staðar. Svíþjóð trónir þar á toppnum, en 57 prósent af andvirði hvers bensínlítra og 56 prósent af hverjum olíulítra renna í ríkissjóð í formi skatta. Þá hafi skattheimtuhlutfall hér á landi verið mun hærra á árum áður og náði hámarki árið 1999 þegar hlutfall skatta af útsöluverði nam 72 prósentum. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Mun ríkið lækka eldsneytisgjöld til að mæta verðhækkunum? Starfshópur fjármálaráðuneytis um viðbrögð við verðhækkunum á eldsneyti mun skila fyrstu tillögum sínum hinn 1. apríl næstkomandi. Það var ákveðið á fundi ríkisstjórnar í gær, en hann verður skipaður fulltrúum úr fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti. Hópurinn mun kanna og meta verðþróun á eldsneyti og áhrif á þróun flutningskostnaðar og samgangna. Þá verður rýnt í hvernig auknar tekjur ríkissjóðs af eldsneyti megi nota til að niðurgreiða flutningskostnað, og almenningssamgöngur í samstarfi við sveitarfélög og efla hlut innlendra vistvænna orkugjafa. Lokaskýrsla hópsins skal berast fyrir gerð næstu fjárlaga. Eldsneytisverð er nú í sögulegu hámarki hér á landi þar sem bensínlítrinn er á um 227 krónur þar sem hann er dýrastur og lítrinn af dísilolíu er á tæpar 232 krónur. Síhækkandi heimsmarkaðsverð á olíu er stór áhrifavaldur, en einnig hefur verið deilt á álögur íslenska ríkisins. Rúmur helmingur af andvirði hvers bensínlítra sem seldur er rennur í ríkissjóð í formi skatta og gjalda, en þar munar sérstaklega um virðisaukaskatt sem leggst ofan á önnur gjöld og veldur þannig hlutfallshækkunum. Samkvæmt tölum fjármálaráðuneytis má rekja um 58 prósent hækkana á bensíni frá því í desember síðastliðnum til hækkana á sköttum og gjöldum. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði fjármálaráðherra á þingi á mánudag hvort mögulegt sé að gjöld verði lækkuð tímabundið til að vinna gegn hækkunum á eldsneytisverði. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra svaraði því til að ekki væri hægt að gefa sér að hækkanirnar væru tímabundnar og því þyrfti að skoða málin í heild sinni með stofnun starfshópsins. „Ég viðurkenni fúslega að haldi verðþróun á innkaupsverði af þessum toga áfram hlýtur að koma til greina að mæta því með einhverjum hætti því að það er ekki ætlunin að láta virðisaukaskatt leggjast ofan á endalaust hækkandi vöruverð.“ Ráðherra tók þó fram að opinberar álögur hér á landi væru síst minni hér á landi en annars staðar. Svíþjóð trónir þar á toppnum, en 57 prósent af andvirði hvers bensínlítra og 56 prósent af hverjum olíulítra renna í ríkissjóð í formi skatta. Þá hafi skattheimtuhlutfall hér á landi verið mun hærra á árum áður og náði hámarki árið 1999 þegar hlutfall skatta af útsöluverði nam 72 prósentum. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira