Vettel býst við 3-4 þjónustuhléum í Formúlu 1 mótum 2. mars 2011 16:11 Sebastian Vettel og Red Bull á æfingu í Barcelona, en keppnislið eiga eftir að æfa þar í nokkra daga í mars. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel spáir því að fleiri þjónustuhlé verði í Formúlu 1 mótum ársins miðað við fyrri tíð, vegna þess hvernig keppnisdekkin frá Pirelli virka. Keppnislið og ökumenn þeirra hafa æft mikið á nýju dekkjunum fyrir Formúlu 1 á nokkrum æfingum á Spáni. Pirelli sér öllum liðum fyrir dekkjum á þessu ári, eftir að Bridgestone dró sig í hlé frá íþróttinni. "Dekkin eru mjög ólík þeim sem voru notuð í fyrra, en það sama gengur yfir alla. Ég held að kappaksturinn breytist", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Pirelli dekkin eru viljandi hönnuð og framleidd þannig að þau slitna meira, en dekkin sem Bridgestone bauð upp á. Það er gert til reyna meira á ökumenn og keppnislið í mótum og auka tilþrif. "Ég tel að það verði ómögulegt að taka bara eitt þjónustuhlé í mótum, eða tvö á þessu stigi. Ég held að það verði þrjú eða fjögur þjónusuhlé. Það mun gera hlutina áhugaverða. Spurningin er hvort þetta er gott eða vont fyrir okkur. Það er erfitt að segja núna. Við verðum að sjá hvernig mótin þróast", sagði Vettel. Vettel telur að ný útfærsla af afturvæng, sem er stillanlegur geti hjálpað til við framúrakstur, en honum má þó beita á takmarkaðan hátt. Þá er KERS kerfi í flestum Formúlu 1 bílum á ný, sem gefur auka hestöfl til framúraksturs í tiltekinn tíma. "KERS kerfið er samskonar hjá öllum, en afturvængurinn er önnur saga. Það er aðeins hægt að nota hann til sóknar, ekki í vörn. Ég vona bara að þetta geri ekki framúrakstur of auðveldan, þá verður kappaksturinn gervilegur. Við sjáum hvað setur", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel spáir því að fleiri þjónustuhlé verði í Formúlu 1 mótum ársins miðað við fyrri tíð, vegna þess hvernig keppnisdekkin frá Pirelli virka. Keppnislið og ökumenn þeirra hafa æft mikið á nýju dekkjunum fyrir Formúlu 1 á nokkrum æfingum á Spáni. Pirelli sér öllum liðum fyrir dekkjum á þessu ári, eftir að Bridgestone dró sig í hlé frá íþróttinni. "Dekkin eru mjög ólík þeim sem voru notuð í fyrra, en það sama gengur yfir alla. Ég held að kappaksturinn breytist", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Pirelli dekkin eru viljandi hönnuð og framleidd þannig að þau slitna meira, en dekkin sem Bridgestone bauð upp á. Það er gert til reyna meira á ökumenn og keppnislið í mótum og auka tilþrif. "Ég tel að það verði ómögulegt að taka bara eitt þjónustuhlé í mótum, eða tvö á þessu stigi. Ég held að það verði þrjú eða fjögur þjónusuhlé. Það mun gera hlutina áhugaverða. Spurningin er hvort þetta er gott eða vont fyrir okkur. Það er erfitt að segja núna. Við verðum að sjá hvernig mótin þróast", sagði Vettel. Vettel telur að ný útfærsla af afturvæng, sem er stillanlegur geti hjálpað til við framúrakstur, en honum má þó beita á takmarkaðan hátt. Þá er KERS kerfi í flestum Formúlu 1 bílum á ný, sem gefur auka hestöfl til framúraksturs í tiltekinn tíma. "KERS kerfið er samskonar hjá öllum, en afturvængurinn er önnur saga. Það er aðeins hægt að nota hann til sóknar, ekki í vörn. Ég vona bara að þetta geri ekki framúrakstur of auðveldan, þá verður kappaksturinn gervilegur. Við sjáum hvað setur", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira