Maður varð fyrir því óhappi að detta á heimili sínu í Austurbænum í Reykjavík rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Hann féll með hendina á rafmagnsrör og stakkst það í gegnum hendina á honum. Sjúkraflutningamenn komu manninum til aðstoðar og var klippt á rörið. Maðurinn var síðan fluttur á slysadeild.
Rafmagnsrör fór í gegnum hendina
Jón Hákon Halldórsson skrifar
