Erlent

Klámfengið efni í flugferðum Ryanair

Michael O'Leary, stjórnarformaður Ryanair.
Michael O'Leary, stjórnarformaður Ryanair. mynd/AFP
Stjórnandi lággjaldaflugfélagsins Ryanair vill gefa flugfarþegum tækifæri á að horfa á klám á meðan flugi stendur. Þetta tilkynnti stjórnarformaður Ryanair, Michael O'Leary, í dag.

O'Leary vill þróa smáforrit sem flugfarþegar geta opnað þegar komið er um borð í vélina. Í gegnum forritið geta farþegar síðan horft á klám gegn vægu gjaldi.

Hann tók það fram að aðgangur að bláum myndum yrði aðeins mögulegur á snjallsímum og spjaldtölvum - ekki á innbyggðum sjónvörpum í flugvélinni.

Ekki eru þó allir ánægðir með frumkvöðlastarfsemi O'Leary. Margir hafa gagnrýnt nýjungina og segja það ósiðlegt að hægt sé að horfa á klámfengið efni á meðan börn eru nálægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×