Erlent

Þúsundir mótmæla í Homs

MYND/AP
Þúsundir mótmælenda hafa í dag komið saman í sýrlensku borginni Homs en í dag komu til landsins eftirlitsmenn frá Arababandalaginu til þess að fylgjast með framferði stjórnvalda gegn aðgerðarsinnum. Bandalagið hefur ályktað um að ofbeldinu í landinu verði að linna og segja talsmenn mótmælenda að skriðdrekar stjórnarhersins hafi hörfað frá borginni nokkrum klukkutímum áður en eftirlitsmennirnir mættu á svæðið.

Sameinuðu þjóðirnar segja að fleiri en fimm þúsund manns hafi fallið frá því mótmælin hófust gegn stjórnvöldum í mars. Fullyrt er að þrjátíu hafi fallið í Homs í gær, en borgin hefur verið eitt helsta vígi mótmælenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×