Erlent

Brúðkaup aldarinnar: Hin nýgiftu með hestvagni til Buckinghamhallar

Nú fer að styttast í brúðkaup aldarinnar þegar Vilhjálmur Bretaprins gengur að eiga Kate Middleton þann 29. apríl næstkomandi. Staðfest hefur verið að brúðhjónin verði gefin saman af Erkibiskupnum af Kantaraborg, Dr. Rowan Williams. Middleton mun koma til athafnarinnar í bifreið en eftir að athöfn lýkur munu hin nýgiftu ferðast til Buckinghamhallar í hestvagni og búist er við að milljónir manna muni safnast saman í Lundúnaborg til þess að freista þess að sjá hjónin.

Í höllinni ætlar Elísabet drottning að halda þeim veislu og í framhaldinu býður Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms, nánustu vinum til kvöldverðar og á dansleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×