Foreldrar: Ofbeldi verður ekki liðið! 20. október 2011 06:00 Einelti bæði í skólum og á öðrum vettvangi hefur verið mikið til umræðu síðustu árin á Íslandi en einkanlega þó síðustu vikurnar í kjölfar óhugnanlegra afleiðinga þess. Einelti er eitt birtingarform andlegs ofbeldis en slíkt ofbeldi getur haft skelfingar afleiðingar. Gerandi eineltis er stundum einn en oftar eru fleiri að verki. Hvort sem um er að ræða andlegt ofbeldi, líkamlegt eða kynferðislegt, eru áhrifin á þolandann að jafnaði hörmuleg. Margir búa við líkamleg örkuml en fleiri bera þó ör á sálu sinni með tilheyrandi vanlíðan alla ævi eftir ofbeldisverk. Flestir eru sammála um að ofbeldisverkum fari fjölgandi hér á landi og að þau verði hrottafengnari og alvarlegri með ári hverju. Aukinni fíkniefnaneyslu er kennt um og er sú skýring vafalítið rétt, að nokkru leyti allavega. Í sjónvarpsfréttum nýverið kom fram að nær öll ofbeldisbrot á Akureyri tengdust fíkniefnaneyslu, með einum eða öðrum hætti. Og fréttir vel á minnst: Ekki opnar maður svo fyrir sjónvarp eða útvarp eða kíkir í blað, að það blasi ekki við manni ófögnuður ofbeldisins í öllum myndum: manndráp, líkamsmeiðingar, nauðganir. Sjónvarpsþættir og bíómyndir yfirfullar af ofbeldisverkum. Hvað læra börnin okkar af þessu? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Til að bæta gráu ofan á svart eru svo flestir tölvuleikir, sem börn nútímans eru upptekin af, hlaðnir árásum, vígum, illmennum og drápum. Börnin virðast þannig, utan skólans að minnsta kosti, alast upp með ofbeldi sem hluta af sínu daglega lífi. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Sálfræðingar eru sammála um að sá sem má þola ofbeldi í bernsku, er líklegri til þess að beita sjálfur ofbeldi á fullorðinsárum. Getur verið að barn sem horfir á ofbeldi í sjónvarpi eða tölvu meira og minna alla daga verði ofbeldisfyllra á fullorðinsárum en ella hefði verið? Ekki ólíklegt. Allavega má álykta, að það að sjá með berum augum og upplifa ofbeldi sé vís leið til þess að ýta undir þessa hræðilegu hegðun mannskepnunnar. Er ekki mál að við stöldrum nú við og aðhöfumst eitthvað? Alltof lítið er fjallað um ofbeldið og afleiðingar þess. Og nánast ekkert gert til þess að stemma stigu við þessum hræðilega gjörningi. Er ofbeldi kannski tabú á Íslandi? Eru of margir viðriðnir málið? Er verið að nefna snöru í hengds manns húsi? Hver svo sem ástæðan er ætti okkur öllum sem þetta land búa að vera ljóst, að staðreyndir blasa við: Það er ekki á það hættandi að fara í miðborg Reykjavíkur eftir að skyggja tekur, allra síst að næturlagi um helgar, hér á landi hafa hreiðrað um sig flokkar manna sem stunda ofbeldisverk. Hópur einstaklinga sem nefndir hafa verið handrukkarar hefur lífsviðurværi sitt af því að beita einstaklinga ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Þetta er okkur öllum kunnugt um, við hneykslumst en viðbrögð okkar eru máttlaus ef einhver eru. Sumir segja: Ja, þetta er nú orðinn hluti af okkar daglega veruleika! Það er bara ekki rétt! Ekki OKKAR veruleika heldur veruleika fárra einstaklinga sem telja að ofbeldi sé hluti af eðlilegum mannlegum samskiptum. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Það er ekki leyfilegt. Ofbeldi á ekki að líða. Við Íslendingar erum þjóð, samfélag manna, sem byggir á gagnkvæmri virðingu og trausti hver til annars. Ofbeldi á þar ekki heima. Það hefur enginn rétt á því að ráðast á samborgara sinn, hvorki innan heimilis né utan, hvorki með andlegu né líkamlegu ofbeldi né heldur kynferðislegu. Mætum samt ekki ofbeldi með ofbeldi. Grimmd og voðaverk fæða af sér hið sama. Af hverju látum við ekki einn dag ársins heita „Dagur án ofbeldis“, sýnum samstöðu í verki? Gæti þá ekki næsti dagur orðið ofbeldislaus líka? Gætum við ekki látið friðarljósið í Viðey lýsa þennan dag? Ég hygg að það væri ekki fjarri hugsjónum Lennons. Hvernig væri að prestar prédikuðu um ofbeldið og afleiðingar þess? Að sjónvarpsstöðvar skoðuðu það efni sem þær flytja og reyndu að draga úr sýningum ofbeldisefnis? Er ekki líka tími til kominn að við foreldrar tökum höndum saman og kennum börnum okkar sem munu erfa landið að maður beitir ekki ofbeldi í samskiptum við aðra? Að við ölum börnin okkar ekki upp í ofbeldisfullu umhverfi. Það þarf hugarfarsbreytingu, við ein getum snúið við þessari óheillaþróun. Segjum við okkur sjálf og hvort annað og börnin okkar: Ofbeldi ER ekki og VERÐUR ekki liðið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Einelti bæði í skólum og á öðrum vettvangi hefur verið mikið til umræðu síðustu árin á Íslandi en einkanlega þó síðustu vikurnar í kjölfar óhugnanlegra afleiðinga þess. Einelti er eitt birtingarform andlegs ofbeldis en slíkt ofbeldi getur haft skelfingar afleiðingar. Gerandi eineltis er stundum einn en oftar eru fleiri að verki. Hvort sem um er að ræða andlegt ofbeldi, líkamlegt eða kynferðislegt, eru áhrifin á þolandann að jafnaði hörmuleg. Margir búa við líkamleg örkuml en fleiri bera þó ör á sálu sinni með tilheyrandi vanlíðan alla ævi eftir ofbeldisverk. Flestir eru sammála um að ofbeldisverkum fari fjölgandi hér á landi og að þau verði hrottafengnari og alvarlegri með ári hverju. Aukinni fíkniefnaneyslu er kennt um og er sú skýring vafalítið rétt, að nokkru leyti allavega. Í sjónvarpsfréttum nýverið kom fram að nær öll ofbeldisbrot á Akureyri tengdust fíkniefnaneyslu, með einum eða öðrum hætti. Og fréttir vel á minnst: Ekki opnar maður svo fyrir sjónvarp eða útvarp eða kíkir í blað, að það blasi ekki við manni ófögnuður ofbeldisins í öllum myndum: manndráp, líkamsmeiðingar, nauðganir. Sjónvarpsþættir og bíómyndir yfirfullar af ofbeldisverkum. Hvað læra börnin okkar af þessu? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Til að bæta gráu ofan á svart eru svo flestir tölvuleikir, sem börn nútímans eru upptekin af, hlaðnir árásum, vígum, illmennum og drápum. Börnin virðast þannig, utan skólans að minnsta kosti, alast upp með ofbeldi sem hluta af sínu daglega lífi. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Sálfræðingar eru sammála um að sá sem má þola ofbeldi í bernsku, er líklegri til þess að beita sjálfur ofbeldi á fullorðinsárum. Getur verið að barn sem horfir á ofbeldi í sjónvarpi eða tölvu meira og minna alla daga verði ofbeldisfyllra á fullorðinsárum en ella hefði verið? Ekki ólíklegt. Allavega má álykta, að það að sjá með berum augum og upplifa ofbeldi sé vís leið til þess að ýta undir þessa hræðilegu hegðun mannskepnunnar. Er ekki mál að við stöldrum nú við og aðhöfumst eitthvað? Alltof lítið er fjallað um ofbeldið og afleiðingar þess. Og nánast ekkert gert til þess að stemma stigu við þessum hræðilega gjörningi. Er ofbeldi kannski tabú á Íslandi? Eru of margir viðriðnir málið? Er verið að nefna snöru í hengds manns húsi? Hver svo sem ástæðan er ætti okkur öllum sem þetta land búa að vera ljóst, að staðreyndir blasa við: Það er ekki á það hættandi að fara í miðborg Reykjavíkur eftir að skyggja tekur, allra síst að næturlagi um helgar, hér á landi hafa hreiðrað um sig flokkar manna sem stunda ofbeldisverk. Hópur einstaklinga sem nefndir hafa verið handrukkarar hefur lífsviðurværi sitt af því að beita einstaklinga ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Þetta er okkur öllum kunnugt um, við hneykslumst en viðbrögð okkar eru máttlaus ef einhver eru. Sumir segja: Ja, þetta er nú orðinn hluti af okkar daglega veruleika! Það er bara ekki rétt! Ekki OKKAR veruleika heldur veruleika fárra einstaklinga sem telja að ofbeldi sé hluti af eðlilegum mannlegum samskiptum. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Það er ekki leyfilegt. Ofbeldi á ekki að líða. Við Íslendingar erum þjóð, samfélag manna, sem byggir á gagnkvæmri virðingu og trausti hver til annars. Ofbeldi á þar ekki heima. Það hefur enginn rétt á því að ráðast á samborgara sinn, hvorki innan heimilis né utan, hvorki með andlegu né líkamlegu ofbeldi né heldur kynferðislegu. Mætum samt ekki ofbeldi með ofbeldi. Grimmd og voðaverk fæða af sér hið sama. Af hverju látum við ekki einn dag ársins heita „Dagur án ofbeldis“, sýnum samstöðu í verki? Gæti þá ekki næsti dagur orðið ofbeldislaus líka? Gætum við ekki látið friðarljósið í Viðey lýsa þennan dag? Ég hygg að það væri ekki fjarri hugsjónum Lennons. Hvernig væri að prestar prédikuðu um ofbeldið og afleiðingar þess? Að sjónvarpsstöðvar skoðuðu það efni sem þær flytja og reyndu að draga úr sýningum ofbeldisefnis? Er ekki líka tími til kominn að við foreldrar tökum höndum saman og kennum börnum okkar sem munu erfa landið að maður beitir ekki ofbeldi í samskiptum við aðra? Að við ölum börnin okkar ekki upp í ofbeldisfullu umhverfi. Það þarf hugarfarsbreytingu, við ein getum snúið við þessari óheillaþróun. Segjum við okkur sjálf og hvort annað og börnin okkar: Ofbeldi ER ekki og VERÐUR ekki liðið!
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun