Foreldrar: Ofbeldi verður ekki liðið! 20. október 2011 06:00 Einelti bæði í skólum og á öðrum vettvangi hefur verið mikið til umræðu síðustu árin á Íslandi en einkanlega þó síðustu vikurnar í kjölfar óhugnanlegra afleiðinga þess. Einelti er eitt birtingarform andlegs ofbeldis en slíkt ofbeldi getur haft skelfingar afleiðingar. Gerandi eineltis er stundum einn en oftar eru fleiri að verki. Hvort sem um er að ræða andlegt ofbeldi, líkamlegt eða kynferðislegt, eru áhrifin á þolandann að jafnaði hörmuleg. Margir búa við líkamleg örkuml en fleiri bera þó ör á sálu sinni með tilheyrandi vanlíðan alla ævi eftir ofbeldisverk. Flestir eru sammála um að ofbeldisverkum fari fjölgandi hér á landi og að þau verði hrottafengnari og alvarlegri með ári hverju. Aukinni fíkniefnaneyslu er kennt um og er sú skýring vafalítið rétt, að nokkru leyti allavega. Í sjónvarpsfréttum nýverið kom fram að nær öll ofbeldisbrot á Akureyri tengdust fíkniefnaneyslu, með einum eða öðrum hætti. Og fréttir vel á minnst: Ekki opnar maður svo fyrir sjónvarp eða útvarp eða kíkir í blað, að það blasi ekki við manni ófögnuður ofbeldisins í öllum myndum: manndráp, líkamsmeiðingar, nauðganir. Sjónvarpsþættir og bíómyndir yfirfullar af ofbeldisverkum. Hvað læra börnin okkar af þessu? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Til að bæta gráu ofan á svart eru svo flestir tölvuleikir, sem börn nútímans eru upptekin af, hlaðnir árásum, vígum, illmennum og drápum. Börnin virðast þannig, utan skólans að minnsta kosti, alast upp með ofbeldi sem hluta af sínu daglega lífi. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Sálfræðingar eru sammála um að sá sem má þola ofbeldi í bernsku, er líklegri til þess að beita sjálfur ofbeldi á fullorðinsárum. Getur verið að barn sem horfir á ofbeldi í sjónvarpi eða tölvu meira og minna alla daga verði ofbeldisfyllra á fullorðinsárum en ella hefði verið? Ekki ólíklegt. Allavega má álykta, að það að sjá með berum augum og upplifa ofbeldi sé vís leið til þess að ýta undir þessa hræðilegu hegðun mannskepnunnar. Er ekki mál að við stöldrum nú við og aðhöfumst eitthvað? Alltof lítið er fjallað um ofbeldið og afleiðingar þess. Og nánast ekkert gert til þess að stemma stigu við þessum hræðilega gjörningi. Er ofbeldi kannski tabú á Íslandi? Eru of margir viðriðnir málið? Er verið að nefna snöru í hengds manns húsi? Hver svo sem ástæðan er ætti okkur öllum sem þetta land búa að vera ljóst, að staðreyndir blasa við: Það er ekki á það hættandi að fara í miðborg Reykjavíkur eftir að skyggja tekur, allra síst að næturlagi um helgar, hér á landi hafa hreiðrað um sig flokkar manna sem stunda ofbeldisverk. Hópur einstaklinga sem nefndir hafa verið handrukkarar hefur lífsviðurværi sitt af því að beita einstaklinga ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Þetta er okkur öllum kunnugt um, við hneykslumst en viðbrögð okkar eru máttlaus ef einhver eru. Sumir segja: Ja, þetta er nú orðinn hluti af okkar daglega veruleika! Það er bara ekki rétt! Ekki OKKAR veruleika heldur veruleika fárra einstaklinga sem telja að ofbeldi sé hluti af eðlilegum mannlegum samskiptum. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Það er ekki leyfilegt. Ofbeldi á ekki að líða. Við Íslendingar erum þjóð, samfélag manna, sem byggir á gagnkvæmri virðingu og trausti hver til annars. Ofbeldi á þar ekki heima. Það hefur enginn rétt á því að ráðast á samborgara sinn, hvorki innan heimilis né utan, hvorki með andlegu né líkamlegu ofbeldi né heldur kynferðislegu. Mætum samt ekki ofbeldi með ofbeldi. Grimmd og voðaverk fæða af sér hið sama. Af hverju látum við ekki einn dag ársins heita „Dagur án ofbeldis“, sýnum samstöðu í verki? Gæti þá ekki næsti dagur orðið ofbeldislaus líka? Gætum við ekki látið friðarljósið í Viðey lýsa þennan dag? Ég hygg að það væri ekki fjarri hugsjónum Lennons. Hvernig væri að prestar prédikuðu um ofbeldið og afleiðingar þess? Að sjónvarpsstöðvar skoðuðu það efni sem þær flytja og reyndu að draga úr sýningum ofbeldisefnis? Er ekki líka tími til kominn að við foreldrar tökum höndum saman og kennum börnum okkar sem munu erfa landið að maður beitir ekki ofbeldi í samskiptum við aðra? Að við ölum börnin okkar ekki upp í ofbeldisfullu umhverfi. Það þarf hugarfarsbreytingu, við ein getum snúið við þessari óheillaþróun. Segjum við okkur sjálf og hvort annað og börnin okkar: Ofbeldi ER ekki og VERÐUR ekki liðið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Einelti bæði í skólum og á öðrum vettvangi hefur verið mikið til umræðu síðustu árin á Íslandi en einkanlega þó síðustu vikurnar í kjölfar óhugnanlegra afleiðinga þess. Einelti er eitt birtingarform andlegs ofbeldis en slíkt ofbeldi getur haft skelfingar afleiðingar. Gerandi eineltis er stundum einn en oftar eru fleiri að verki. Hvort sem um er að ræða andlegt ofbeldi, líkamlegt eða kynferðislegt, eru áhrifin á þolandann að jafnaði hörmuleg. Margir búa við líkamleg örkuml en fleiri bera þó ör á sálu sinni með tilheyrandi vanlíðan alla ævi eftir ofbeldisverk. Flestir eru sammála um að ofbeldisverkum fari fjölgandi hér á landi og að þau verði hrottafengnari og alvarlegri með ári hverju. Aukinni fíkniefnaneyslu er kennt um og er sú skýring vafalítið rétt, að nokkru leyti allavega. Í sjónvarpsfréttum nýverið kom fram að nær öll ofbeldisbrot á Akureyri tengdust fíkniefnaneyslu, með einum eða öðrum hætti. Og fréttir vel á minnst: Ekki opnar maður svo fyrir sjónvarp eða útvarp eða kíkir í blað, að það blasi ekki við manni ófögnuður ofbeldisins í öllum myndum: manndráp, líkamsmeiðingar, nauðganir. Sjónvarpsþættir og bíómyndir yfirfullar af ofbeldisverkum. Hvað læra börnin okkar af þessu? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Til að bæta gráu ofan á svart eru svo flestir tölvuleikir, sem börn nútímans eru upptekin af, hlaðnir árásum, vígum, illmennum og drápum. Börnin virðast þannig, utan skólans að minnsta kosti, alast upp með ofbeldi sem hluta af sínu daglega lífi. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Sálfræðingar eru sammála um að sá sem má þola ofbeldi í bernsku, er líklegri til þess að beita sjálfur ofbeldi á fullorðinsárum. Getur verið að barn sem horfir á ofbeldi í sjónvarpi eða tölvu meira og minna alla daga verði ofbeldisfyllra á fullorðinsárum en ella hefði verið? Ekki ólíklegt. Allavega má álykta, að það að sjá með berum augum og upplifa ofbeldi sé vís leið til þess að ýta undir þessa hræðilegu hegðun mannskepnunnar. Er ekki mál að við stöldrum nú við og aðhöfumst eitthvað? Alltof lítið er fjallað um ofbeldið og afleiðingar þess. Og nánast ekkert gert til þess að stemma stigu við þessum hræðilega gjörningi. Er ofbeldi kannski tabú á Íslandi? Eru of margir viðriðnir málið? Er verið að nefna snöru í hengds manns húsi? Hver svo sem ástæðan er ætti okkur öllum sem þetta land búa að vera ljóst, að staðreyndir blasa við: Það er ekki á það hættandi að fara í miðborg Reykjavíkur eftir að skyggja tekur, allra síst að næturlagi um helgar, hér á landi hafa hreiðrað um sig flokkar manna sem stunda ofbeldisverk. Hópur einstaklinga sem nefndir hafa verið handrukkarar hefur lífsviðurværi sitt af því að beita einstaklinga ofbeldi vegna fíkniefnaskulda. Þetta er okkur öllum kunnugt um, við hneykslumst en viðbrögð okkar eru máttlaus ef einhver eru. Sumir segja: Ja, þetta er nú orðinn hluti af okkar daglega veruleika! Það er bara ekki rétt! Ekki OKKAR veruleika heldur veruleika fárra einstaklinga sem telja að ofbeldi sé hluti af eðlilegum mannlegum samskiptum. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Það er ekki leyfilegt. Ofbeldi á ekki að líða. Við Íslendingar erum þjóð, samfélag manna, sem byggir á gagnkvæmri virðingu og trausti hver til annars. Ofbeldi á þar ekki heima. Það hefur enginn rétt á því að ráðast á samborgara sinn, hvorki innan heimilis né utan, hvorki með andlegu né líkamlegu ofbeldi né heldur kynferðislegu. Mætum samt ekki ofbeldi með ofbeldi. Grimmd og voðaverk fæða af sér hið sama. Af hverju látum við ekki einn dag ársins heita „Dagur án ofbeldis“, sýnum samstöðu í verki? Gæti þá ekki næsti dagur orðið ofbeldislaus líka? Gætum við ekki látið friðarljósið í Viðey lýsa þennan dag? Ég hygg að það væri ekki fjarri hugsjónum Lennons. Hvernig væri að prestar prédikuðu um ofbeldið og afleiðingar þess? Að sjónvarpsstöðvar skoðuðu það efni sem þær flytja og reyndu að draga úr sýningum ofbeldisefnis? Er ekki líka tími til kominn að við foreldrar tökum höndum saman og kennum börnum okkar sem munu erfa landið að maður beitir ekki ofbeldi í samskiptum við aðra? Að við ölum börnin okkar ekki upp í ofbeldisfullu umhverfi. Það þarf hugarfarsbreytingu, við ein getum snúið við þessari óheillaþróun. Segjum við okkur sjálf og hvort annað og börnin okkar: Ofbeldi ER ekki og VERÐUR ekki liðið!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun