Húnarnir sjóðandi heitir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2011 06:00 Elvar Már Friðriksson og Ólafur Helgi Jónsson í sigrinum á Haukum. Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært unglingastarf félagsins. Tveir kjúklingar fengu tækifærið í byrjunarliðinu í fyrsta leik, hinn 17 ára Elvar Már Friðriksson og hinn 19 ára Ólafur Helgi Jónsson, og það er óhætt að segja að strákarnir hafi verið tilbúnir fyrir stóra sviðið. Ólafur Helgi og Elvar Már eru sem dæmi búnir að hitta saman úr 14 af 23 þriggja stiga skotum sínum í fyrstu tveimur leikjunum. „Burtséð frá úrslitunum lítur þetta vel út til framtíðar. Þetta er ákvörðun sem klúbburinn tók og við erum ekkert að tapa okkur þótt við höfum unnið tvo fyrstu leikina því við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður krefjandi og erfitt verkefni. Við erum að fá mikinn stuðning í bæjarfélaginu og við vonumst til að hann verði öflugur í gegnum súrt og sætt. Þetta var stór ákvörðun en samt ekkert svo erfið. Í eðlilegu árferði hefði ekki verið pláss fyrir þá alla á næstu misserum en í staðinn fá þeir stór tækifæri," segir Einar Árni Jóhannsson, sem þjálfar Njarðvíkurliðið ásamt Friðriki Ragnarssyni. Nítján ára fyrirliði liðsinsEnginn leikmaður í deildinni hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en Elvar Már í fyrstu tveimur umferðunum (8) og Ólafur Helgi er í 2. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtinguna, en 6 af 9 þriggja stiga skotum hans hafa ratað rétta leið. „Ólafur Helgi er búinn að vera mjög framarlega í þessum hópi á síðustu tveimur til þremur árum. Hann er flottur leiðtogi og hann er fyrirliði liðsins þótt hann sé ekki nema 19 ára gamall. Það var eitthvað sem við sáum fyrir í maí þegar við fórum af stað með þennan hóp að Óli yrði einn af lykilmönnum þessa liðs," segir Einar, en Ólafur Helgi lét það ekki stoppa sig að þríúlnliðsbrotna í vor. Stækkaði um 15 sentimetra„Það er önnur saga með yngri manninn. Það kemur ekkert á óvart að Elvar standi sig því hann er ofboðslega vinnusamur og leggur mikið á sig eins og allur þessi hópur. Hann hefur unnið hörðum höndum að því síðustu árin að verða betri en er líka búinn að taka mikinn vaxtakipp því hann hefur alltaf verið mjög lágvaxinn," segir Rinar og bætir við: „Hann verður Norðurlandameistari með 1994-árganginum vorið 2010, fyrir einu og hálfu ári. Þetta eru einhverjir fjórtán, fimmtán sentimetrar sem hann hefur stækkað síðan þá, sem er ansi mikið. Þetta eru gríðarlegar framfarir og stór skref sem hann er búinn að taka á stuttum tíma," segir Einar. Elvar og Ólafur voru báðir í stuði í fyrsta heimaleiknum á mánudaginn þegar Njarðvík vann 16 stiga sigur á Haukum í Ljónagryfjunni. Elvar Már var þá með 22 stig og 5 stoðsendingar á 34 mínútum og Ólafur bætti við 18 stigum á 28 mínútum. Húnarnir hreinlega kveiktu í körfunni og settu niður 9 af 14 þriggja skotum sínum. Það verða samt ekki allir dagar svona hjá ungum leikmönnum og það veit Einar. Ekki jólin alla daga í vetur„Þetta er annað og stærra svið. Það er öðruvísi pressa og mikið í húfi. Við gerum okkur grein fyrir því að það verða ekki jólin alla daga hjá okkur í vetur," segir Einar, en liðinu var spáð falli úr deildinni fyrir mótið. Ég skil alveg þá sem spáðu okkur falli því tíu leikmenn eru farnir frá félaginu. Leikreynsla meistaraflokksliðsins liggur í Rúnari og Hirti, sem fara úr því að vera yngstir í leikmannahópnum í vor í það að verða elstir í dag fyrir utan útlendingana. Allt annað eru bara pjakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það hefur samt alla tíð legið ljóst fyrir okkur, leikmannahópnum og þjálfurunum, að við ætluðum okkur meira en almannarómur segir til um," segir Einar.Flestar þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur umferðunum:1. Elvar Már Friðriksson Njarðvík 8 1. Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 8 1. Justin Shouse Stjarnan 8 4. Darrin Govens Þór Þorlákshöfn 7 4. Hreggviður Magnússon KR 7 6. Giordan Watson, Grindavík 66. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 6 6. James Bartolotta, ÍR 6Besta þriggja stiga skotnýting í fyrstu tveimur umferðunum: 1. Giordan Watson, Grindavík 75,0% (6/8) 2. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 66,7% (6/9) 3. James Bartolotta, ÍR 66,7% (6/9) 4. Justin Shouse, Stjarnan 61,5% (8/13) 5. Hreggviður Magnússon, KR 58,3% (7/12) 6. Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 57,1% (8/14) Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært unglingastarf félagsins. Tveir kjúklingar fengu tækifærið í byrjunarliðinu í fyrsta leik, hinn 17 ára Elvar Már Friðriksson og hinn 19 ára Ólafur Helgi Jónsson, og það er óhætt að segja að strákarnir hafi verið tilbúnir fyrir stóra sviðið. Ólafur Helgi og Elvar Már eru sem dæmi búnir að hitta saman úr 14 af 23 þriggja stiga skotum sínum í fyrstu tveimur leikjunum. „Burtséð frá úrslitunum lítur þetta vel út til framtíðar. Þetta er ákvörðun sem klúbburinn tók og við erum ekkert að tapa okkur þótt við höfum unnið tvo fyrstu leikina því við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður krefjandi og erfitt verkefni. Við erum að fá mikinn stuðning í bæjarfélaginu og við vonumst til að hann verði öflugur í gegnum súrt og sætt. Þetta var stór ákvörðun en samt ekkert svo erfið. Í eðlilegu árferði hefði ekki verið pláss fyrir þá alla á næstu misserum en í staðinn fá þeir stór tækifæri," segir Einar Árni Jóhannsson, sem þjálfar Njarðvíkurliðið ásamt Friðriki Ragnarssyni. Nítján ára fyrirliði liðsinsEnginn leikmaður í deildinni hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en Elvar Már í fyrstu tveimur umferðunum (8) og Ólafur Helgi er í 2. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtinguna, en 6 af 9 þriggja stiga skotum hans hafa ratað rétta leið. „Ólafur Helgi er búinn að vera mjög framarlega í þessum hópi á síðustu tveimur til þremur árum. Hann er flottur leiðtogi og hann er fyrirliði liðsins þótt hann sé ekki nema 19 ára gamall. Það var eitthvað sem við sáum fyrir í maí þegar við fórum af stað með þennan hóp að Óli yrði einn af lykilmönnum þessa liðs," segir Einar, en Ólafur Helgi lét það ekki stoppa sig að þríúlnliðsbrotna í vor. Stækkaði um 15 sentimetra„Það er önnur saga með yngri manninn. Það kemur ekkert á óvart að Elvar standi sig því hann er ofboðslega vinnusamur og leggur mikið á sig eins og allur þessi hópur. Hann hefur unnið hörðum höndum að því síðustu árin að verða betri en er líka búinn að taka mikinn vaxtakipp því hann hefur alltaf verið mjög lágvaxinn," segir Rinar og bætir við: „Hann verður Norðurlandameistari með 1994-árganginum vorið 2010, fyrir einu og hálfu ári. Þetta eru einhverjir fjórtán, fimmtán sentimetrar sem hann hefur stækkað síðan þá, sem er ansi mikið. Þetta eru gríðarlegar framfarir og stór skref sem hann er búinn að taka á stuttum tíma," segir Einar. Elvar og Ólafur voru báðir í stuði í fyrsta heimaleiknum á mánudaginn þegar Njarðvík vann 16 stiga sigur á Haukum í Ljónagryfjunni. Elvar Már var þá með 22 stig og 5 stoðsendingar á 34 mínútum og Ólafur bætti við 18 stigum á 28 mínútum. Húnarnir hreinlega kveiktu í körfunni og settu niður 9 af 14 þriggja skotum sínum. Það verða samt ekki allir dagar svona hjá ungum leikmönnum og það veit Einar. Ekki jólin alla daga í vetur„Þetta er annað og stærra svið. Það er öðruvísi pressa og mikið í húfi. Við gerum okkur grein fyrir því að það verða ekki jólin alla daga hjá okkur í vetur," segir Einar, en liðinu var spáð falli úr deildinni fyrir mótið. Ég skil alveg þá sem spáðu okkur falli því tíu leikmenn eru farnir frá félaginu. Leikreynsla meistaraflokksliðsins liggur í Rúnari og Hirti, sem fara úr því að vera yngstir í leikmannahópnum í vor í það að verða elstir í dag fyrir utan útlendingana. Allt annað eru bara pjakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það hefur samt alla tíð legið ljóst fyrir okkur, leikmannahópnum og þjálfurunum, að við ætluðum okkur meira en almannarómur segir til um," segir Einar.Flestar þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur umferðunum:1. Elvar Már Friðriksson Njarðvík 8 1. Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 8 1. Justin Shouse Stjarnan 8 4. Darrin Govens Þór Þorlákshöfn 7 4. Hreggviður Magnússon KR 7 6. Giordan Watson, Grindavík 66. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 6 6. James Bartolotta, ÍR 6Besta þriggja stiga skotnýting í fyrstu tveimur umferðunum: 1. Giordan Watson, Grindavík 75,0% (6/8) 2. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 66,7% (6/9) 3. James Bartolotta, ÍR 66,7% (6/9) 4. Justin Shouse, Stjarnan 61,5% (8/13) 5. Hreggviður Magnússon, KR 58,3% (7/12) 6. Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 57,1% (8/14)
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira