Verndum Bitru Björk Vilhelmsdóttir skrifar 15. nóvember 2011 06:00 Virkjun Bitru hefur neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins og býr svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. Þetta er ekki bara mitt álit og þess útivistar- og náttúruverndarfólks sem lagt hefur leið sína á austasta hluta Hengilsvæðisins, á Ölkelduháls og eða baðað sig í Reykjadal. Þetta er opinbert og orðrétt álit Skipulagsstofnunar frá árinu 2008 sem skoðaði möguleg virkjunaráform með færustu sérfræðingum. Í kjölfar þess og hundraða athugasemda frá almenningi ákvað stjórn Orkuveitunnar í maí 2008 að falla frá öllum virkjunaráformum á Bitrusvæðinu og að þeirri ákvörðun yrði ekki breytt nema með vilja eigendanna, þ.e. borgarstjórnar og bæjarstjórna þeirra sveitarfélaga sem eiga OR. Af sömu ástæðum er í drögum að rammaáætlun lagt til að Bitra fari í verndarflokk. Drögin hafa verið til umsagnar og lauk því ferli sl. föstudag. Í umsögn Orkuveitu Reykjavíkur leggur stjórn fyrirtækisins á hinn bóginn til að Bitra fari í biðflokk til að OR hafi „svigrúm til að rannsaka orkukostinn Bitru í framtíðinni með nýtingu í huga þegar meiri reynsla hefur fengist af rekstri Hellisheiðarvirkjunar og væntanlegrar uppbyggingar Hverahlíðarvirkjunar.“ Umsögnin gengur gegn gildandi stjórnarsamþykkt og ekkert samráð var haft um hana við eigendur Orkuveitunnar. Í umsögn umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar sem borgarráð og umhverfis- og samgönguráð taka undir er sérstaklega fagnað þeirri tillögu í rammaáætlun að Bitra verði áfram í verndarflokki. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra munu leggja fram tillögu til Alþingis á grundvelli þeirra umsagna sem bárust um hverju verði raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Mér þykir miður að þær skuli standa frammi fyrir tvenns konar umsögnum frá borginni og fyrirtæki sem er í miklum meirihluta í eigu borgarinnar. En ég bið ráðherrana og síðan Alþingi að taka sjónarmið Reykjavíkurborgar fram yfir umsögn stjórnar Orkuveitunnar. Eigendur Orkuveitunnar þurfa að ráða því hvaða sjónarmið á að hafa að leiðarljósi til framtíðar. Það er skýr vilji meirihlutaeigandans að þar ráði langtímahugsun, náttúru- og umhverfisvernd. Það á að vernda Bitru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Virkjun Bitru hefur neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins og býr svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. Þetta er ekki bara mitt álit og þess útivistar- og náttúruverndarfólks sem lagt hefur leið sína á austasta hluta Hengilsvæðisins, á Ölkelduháls og eða baðað sig í Reykjadal. Þetta er opinbert og orðrétt álit Skipulagsstofnunar frá árinu 2008 sem skoðaði möguleg virkjunaráform með færustu sérfræðingum. Í kjölfar þess og hundraða athugasemda frá almenningi ákvað stjórn Orkuveitunnar í maí 2008 að falla frá öllum virkjunaráformum á Bitrusvæðinu og að þeirri ákvörðun yrði ekki breytt nema með vilja eigendanna, þ.e. borgarstjórnar og bæjarstjórna þeirra sveitarfélaga sem eiga OR. Af sömu ástæðum er í drögum að rammaáætlun lagt til að Bitra fari í verndarflokk. Drögin hafa verið til umsagnar og lauk því ferli sl. föstudag. Í umsögn Orkuveitu Reykjavíkur leggur stjórn fyrirtækisins á hinn bóginn til að Bitra fari í biðflokk til að OR hafi „svigrúm til að rannsaka orkukostinn Bitru í framtíðinni með nýtingu í huga þegar meiri reynsla hefur fengist af rekstri Hellisheiðarvirkjunar og væntanlegrar uppbyggingar Hverahlíðarvirkjunar.“ Umsögnin gengur gegn gildandi stjórnarsamþykkt og ekkert samráð var haft um hana við eigendur Orkuveitunnar. Í umsögn umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar sem borgarráð og umhverfis- og samgönguráð taka undir er sérstaklega fagnað þeirri tillögu í rammaáætlun að Bitra verði áfram í verndarflokki. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra munu leggja fram tillögu til Alþingis á grundvelli þeirra umsagna sem bárust um hverju verði raðað í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Mér þykir miður að þær skuli standa frammi fyrir tvenns konar umsögnum frá borginni og fyrirtæki sem er í miklum meirihluta í eigu borgarinnar. En ég bið ráðherrana og síðan Alþingi að taka sjónarmið Reykjavíkurborgar fram yfir umsögn stjórnar Orkuveitunnar. Eigendur Orkuveitunnar þurfa að ráða því hvaða sjónarmið á að hafa að leiðarljósi til framtíðar. Það er skýr vilji meirihlutaeigandans að þar ráði langtímahugsun, náttúru- og umhverfisvernd. Það á að vernda Bitru.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar