Erlent

Occupy Wall Street: Mótmælendum skipað að yfirgefa Zucotti Park

Mynd/AP
Lögreglan á Wall Street í New York hefur skipað mótmælendum að yfirgefa Zucotti Park á Manhattan en þar hófust mótmælin gegn Wall Street og þar hefur þungamiðja þeirra verið frá byrjun. Lögreglan lofar því hinsvegar að fólkið fái að snúa aftur um leið og garðurinn hefur verið þrifinn. Því fylgja reyndar ákveðin skilyrði, því þegar mótmælendurnir fá að snúa aftur mega þeir ekki taka með sér tjöld, teppi og svefnpoka.

Að sögn lögreglu urðu flestir mótmælenda við beiðninni án vandræða en á Twitter síðum má sjá lýsingar mótmælenda á því hvernig lögregla ruddi garðinn og beitti meðal annars kylfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×