Erlent

Gagnrýnendur elska Streep

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Meryl Streep leikur Margaret Thatcher.
Meryl Streep leikur Margaret Thatcher. mynd*/ afp.
Meryl Streep hlýtur mikið lof þeirra gagnrýnenda sem þegar hafa séð hana í hlutverki í Járnfrúnni, mynd sem verið er að gera um Margaret Thatcher.

Thatcher er sem kunnugt er fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Kevin Maher, gagnrýnandi The Times, segir að Streep hafi fundið konuna að baki karakternum. David Gritten, gagnrýnandi The Telegraph, segir að frammistaða Streep yfirskyggi myndina sjálfa.

Stikla úr myndinni kom út í gær, en Járnfrúin fer ekki í almennar sýningar fyrr en þann 6. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×