Erlent

Sonur Gaddafi færi hæli í Nígeríu

Saadi Gaddafi.
Saadi Gaddafi. mynd/AFP
Mikil reiði er í Líbíu vegna ákvörðunnar yfirvalda í Nígeríu um að veita syni fyrrum einræðisherra landsins hæli.

Fulltrúi Þjóðstjórnar Líbíu sagði það vera algjörlega óásættanlegt að Saadi Gaddafi verði veitt sakaruppgjöf og hæli í nágrannalandinu. Forsetu Nígeríu, Mahamadou Issoufou, staðfesti ákvörðunina síðastliðinn föstudag. Hann sagði að Saadi ætti að fá sömu meðhöndlun og hver annar flóttamaður frá Líbíu.

Abdel Hafiz Ghoga, varamaður stjórnarformanns Þjóðarráðsins, sagði ákvörðun Nígeríu vera ögrun. Hann sagði Saadi vera eftirlýstan glæpamann í Líbíu. Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur Saadi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×