Erlent

Heilastarfsemi mannsins í tölvukubbi

Vísindamennirnir telja tölvukubbinn eiga eftir að bylta læknisvísindum.
Vísindamennirnir telja tölvukubbinn eiga eftir að bylta læknisvísindum. mynd/wikipedia
Vísindamenn við Tækniháskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa þróað tölvukubb sem getur hermt eftir heilastarfsemi mannsins. Talið er að kubburinn eigi eftir að bylta rannsóknum í taugafræði og varpa nýju ljósi á ferlið sem liggur að baki lærdómi og minni.

Kubburinn er hannaður til að herma eftir einu taugamóti í heila mannsins. Taugamótið miðlar upplýsingum á milli tveggja taugafrumna í heila mannsins.

Vísindamennirnir vonast til að byggja heilt kerfi af þessum nýju kubbum. Með því að forrita kubbana til að gegna ákveðnu hlutverki munu kerfin geta unnið úr upplýsingum á gríðarlegum hraða - í raun hraðar en líffræðilegt kerfi mannsins getur unnið upplýsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×