Viðskipti innlent

Ingibjörg ráðin framkvæmdastjóri hjá Ritari.is

Ingibjörg Valdimarsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu hjá Ritari.is.  

Ritari.is býður uppá heildarlausnir í skrifstofuþjónustu og sérhæfir sig í  símsvörun, úthringingum, bókunar- og bókhaldsþjónustu.

Í tilkynningu segir að Ingibjörg sé með meistaragráðu Alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að hafa B.sc. í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands. 

Ingibjörg starfaði síðast um árabil sem deildarstjóri Markaðsdeildar Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hún kom m.a. að uppbyggingu sölu- og markaðsdeildar í fyrirtækinu.  Hún hefur setið í stjórn Omnis og Vefafritunar þar sem hún koma að stefnumótun og uppbyggingu fyrirtækjanna. Áður starfaði hún sem markaðsstjóri á innanlandsþjónustu hjá Eimskipafélagi Íslands og þar áður var hún í verðbréfamiðlun og ráðgjöf hjá Landsbréfum.

Ingibjörg er kvænt Eggerti Herbertssyni, framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×