Snjóframleiðsla í Bláfjöllum Kjartan Örn Sigurðsson skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Í samræmi við 3. gr. þjónustusamnings milli sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna sem undirritaður var 21. júlí 2008, hefur stjórn skíðasvæðanna hafið undirbúning að uppbyggingu snjóframleiðslu. Einn liður í þeim undirbúningi var að óska eftir því við SSH að gert yrði áhættumat fyrir Bláfjallasvæðið sem nú liggur fyrir. Á aðalfundi SSH sem haldinn var í byrjun nóvember lagði undirritaður, ásamt fleirum, fram tillögu þess efnis að með eflingu vetrarferðaþjónustu að leiðarljósi yrðu kannaðir möguleikar á samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Tillagan var samþykkt. Í kjölfarið skapaðist lífleg umræða í samfélaginu um málið sem náði svo botninum þegar Viðskiptablaðið tók umræðuna úr samhengi, sagðist hræðast það sem frá Álftanesi kæmi og spurði lesendur sína að því hvort Álftnesingar kynnu ekki að skammast sín! Þegar núverandi meirihluti tók við í umboði íbúa Álftaness um mitt ár 2010 blöstu við erfið viðfangsefni í fjármálum sveitarfélagsins eftir óráðsíu í rekstri og fáránlega skuldasöfnun frá 2006. Með samstilltu átaki bæjaryfirvalda, starfsmanna og íbúa hefur á þessu eina og hálfa ári tekist að snúa við rekstri sveitarfélagins. Á þessum tíma hefur hver einasta útgjaldakróna þurft að færa rök fyrir sér. Bláfjöll eru rekin af sjö sveitarfélögum og er Álftanes þar á meðal. Eins og með öll önnur útgjöld þurfa að vera rök fyrir því að Álftnesingar setji krónur í rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Eftirfarandi liggur fyrir: Það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir skíðasvæði í snjólausum brekkum, undanfarnir vetur hafa verið snjólitlir og opnunardagar fáir, litlar tekjur hafa verið af skíðasvæðunum, hver auka opnunardagur skilar einni milljón króna í tekjur á móti sokknum rekstrarkostnaði, snjóframleiðsla er gerleg og getur fjölgað opnunardögum um allt að fjörutíu á ári, sveitarfélög standa misvel fjárhagslega og eiga sum erfitt með að fjárfesta í snjóframleiðslubúnaði (þ.m.t. Álftanes) þrátt fyrir að slíkur búnaður geti treyst rekstrargrundvöll skíðasvæðisins til framtíðar. Nýverið kynnti Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra átakið „Ísland allt árið“ sem er markaðsverkefni til að efla vetrarferðaþjónustu á Íslandi og hefur ríkisstjórnin ákveðið að verja allt að 300 milljónum árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Fátt er jafn tengt vetrarferðaþjónustu og skíðaíþróttin. Með eflingu vetrarferðaþjónustu að leiðarljósi er því rökrétt, og ekkert til að skammast sín fyrir, að óska eftir samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum með það að markmiði að fyrsti áfangi í uppbyggingu snjóframleiðslu gæti hafist sem fyrst enda öll skilyrði uppfyllt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í samræmi við 3. gr. þjónustusamnings milli sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna sem undirritaður var 21. júlí 2008, hefur stjórn skíðasvæðanna hafið undirbúning að uppbyggingu snjóframleiðslu. Einn liður í þeim undirbúningi var að óska eftir því við SSH að gert yrði áhættumat fyrir Bláfjallasvæðið sem nú liggur fyrir. Á aðalfundi SSH sem haldinn var í byrjun nóvember lagði undirritaður, ásamt fleirum, fram tillögu þess efnis að með eflingu vetrarferðaþjónustu að leiðarljósi yrðu kannaðir möguleikar á samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Tillagan var samþykkt. Í kjölfarið skapaðist lífleg umræða í samfélaginu um málið sem náði svo botninum þegar Viðskiptablaðið tók umræðuna úr samhengi, sagðist hræðast það sem frá Álftanesi kæmi og spurði lesendur sína að því hvort Álftnesingar kynnu ekki að skammast sín! Þegar núverandi meirihluti tók við í umboði íbúa Álftaness um mitt ár 2010 blöstu við erfið viðfangsefni í fjármálum sveitarfélagsins eftir óráðsíu í rekstri og fáránlega skuldasöfnun frá 2006. Með samstilltu átaki bæjaryfirvalda, starfsmanna og íbúa hefur á þessu eina og hálfa ári tekist að snúa við rekstri sveitarfélagins. Á þessum tíma hefur hver einasta útgjaldakróna þurft að færa rök fyrir sér. Bláfjöll eru rekin af sjö sveitarfélögum og er Álftanes þar á meðal. Eins og með öll önnur útgjöld þurfa að vera rök fyrir því að Álftnesingar setji krónur í rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Eftirfarandi liggur fyrir: Það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir skíðasvæði í snjólausum brekkum, undanfarnir vetur hafa verið snjólitlir og opnunardagar fáir, litlar tekjur hafa verið af skíðasvæðunum, hver auka opnunardagur skilar einni milljón króna í tekjur á móti sokknum rekstrarkostnaði, snjóframleiðsla er gerleg og getur fjölgað opnunardögum um allt að fjörutíu á ári, sveitarfélög standa misvel fjárhagslega og eiga sum erfitt með að fjárfesta í snjóframleiðslubúnaði (þ.m.t. Álftanes) þrátt fyrir að slíkur búnaður geti treyst rekstrargrundvöll skíðasvæðisins til framtíðar. Nýverið kynnti Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra átakið „Ísland allt árið“ sem er markaðsverkefni til að efla vetrarferðaþjónustu á Íslandi og hefur ríkisstjórnin ákveðið að verja allt að 300 milljónum árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Fátt er jafn tengt vetrarferðaþjónustu og skíðaíþróttin. Með eflingu vetrarferðaþjónustu að leiðarljósi er því rökrétt, og ekkert til að skammast sín fyrir, að óska eftir samstarfi við ráðuneyti ferðamála um uppbyggingu snjóframleiðslu í Bláfjöllum með það að markmiði að fyrsti áfangi í uppbyggingu snjóframleiðslu gæti hafist sem fyrst enda öll skilyrði uppfyllt.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun