Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Heimir Laxdal Jóhannsson skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. Með þessum gríðarlegu hækkunum á inntaksgjöldum t.d. er verið að velta afleiðingunum af fíflaskapnum yfir á varnarlaust fólk sem má sín lítils gegn skriðdreka Orkuveitunnar. Þar sem þessi rúma þreföldun á upphæð gjaldanna á einu bretti bitnar á fólki sem þvingað hefur verið til að skipta úr rafhitun og yfir í hitaveitu er um hreina eignaupptöku að ræða, brot á eignaréttinum og þar með mannréttindum. Aðferðin á mannamáli er sú að sagt er við fólk: Annað hvort skiptir þú yfir í hitaveitu góði minn eða við tvöföldum hjá þér kyndikostnaðinn. Meðsek í þessum glæp eru stjórnendur ríkis og sveitar sem standa á bak við ránið og skipulögðu það með gríðarlegum ábata eins og kom fram í frétt nýverið. Þessi sama aðferð er þekkt úr dimmum húsasundum skuggalegra glæpahverfa stórborga. Hún er þannig að til þín kemur glæpamaður og segir: „Láttu af hendi peningana þína eða þú hefur verra af.“ Örlítið annað orðalag en sama aðferð og sami gerningurinn í raun. Hún er líka þekkt í undirheimum hérlendis. Þú færð handrukkara í heimsókn og hann segir þetta sama við þig: „Peningana eða þú hefur verra af.“ Og hinir blönku eru þvingaðir út í banka til að taka út sparnaðinn sinn eða slá lán. Eins hegða sveitarfélög sér sem og Orkuveitan gagnvart hinum almenna borgara þar sem um hitaveituvæðingu svæða er að ræða þar sem þegar er fyrir hendi innlendur orkugjafi á viðunandi verði, raforka. Vinnubrögðin í orkuvæðingu „köldu svæðanna“ eru eins og handrukkarans þótt fáir virðist koma auga á það. Báðir aðilar segja: „Láttu af hendi peningana þína eða þú hefur verra af.“ Siðleysið í vinnubrögðum við orkuvæðingu „köldu svæðanna“ eða rafkyndingarsvæðanna öllu heldur verður augljóst í þessu samhengi, hvernig brotið er á eignaréttinum og hvernig þar með er framið mannréttindabrot á fólki sem þvingað er út í útgjöld sem geta slagað hátt í milljón per heimili. Framlag orkuveitunnar nú á þessum sorphaugi íslenskrar stjórnsýslu og stjórnunar er svo að þeir sem áttu í erfiðleikum með að borga þegar OR hentaði lenda í því sama og þeir sem lenda í sömu vandræðum í „viðskiptum“ við handrukkara, reikningurinn er margfaldaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. Með þessum gríðarlegu hækkunum á inntaksgjöldum t.d. er verið að velta afleiðingunum af fíflaskapnum yfir á varnarlaust fólk sem má sín lítils gegn skriðdreka Orkuveitunnar. Þar sem þessi rúma þreföldun á upphæð gjaldanna á einu bretti bitnar á fólki sem þvingað hefur verið til að skipta úr rafhitun og yfir í hitaveitu er um hreina eignaupptöku að ræða, brot á eignaréttinum og þar með mannréttindum. Aðferðin á mannamáli er sú að sagt er við fólk: Annað hvort skiptir þú yfir í hitaveitu góði minn eða við tvöföldum hjá þér kyndikostnaðinn. Meðsek í þessum glæp eru stjórnendur ríkis og sveitar sem standa á bak við ránið og skipulögðu það með gríðarlegum ábata eins og kom fram í frétt nýverið. Þessi sama aðferð er þekkt úr dimmum húsasundum skuggalegra glæpahverfa stórborga. Hún er þannig að til þín kemur glæpamaður og segir: „Láttu af hendi peningana þína eða þú hefur verra af.“ Örlítið annað orðalag en sama aðferð og sami gerningurinn í raun. Hún er líka þekkt í undirheimum hérlendis. Þú færð handrukkara í heimsókn og hann segir þetta sama við þig: „Peningana eða þú hefur verra af.“ Og hinir blönku eru þvingaðir út í banka til að taka út sparnaðinn sinn eða slá lán. Eins hegða sveitarfélög sér sem og Orkuveitan gagnvart hinum almenna borgara þar sem um hitaveituvæðingu svæða er að ræða þar sem þegar er fyrir hendi innlendur orkugjafi á viðunandi verði, raforka. Vinnubrögðin í orkuvæðingu „köldu svæðanna“ eru eins og handrukkarans þótt fáir virðist koma auga á það. Báðir aðilar segja: „Láttu af hendi peningana þína eða þú hefur verra af.“ Siðleysið í vinnubrögðum við orkuvæðingu „köldu svæðanna“ eða rafkyndingarsvæðanna öllu heldur verður augljóst í þessu samhengi, hvernig brotið er á eignaréttinum og hvernig þar með er framið mannréttindabrot á fólki sem þvingað er út í útgjöld sem geta slagað hátt í milljón per heimili. Framlag orkuveitunnar nú á þessum sorphaugi íslenskrar stjórnsýslu og stjórnunar er svo að þeir sem áttu í erfiðleikum með að borga þegar OR hentaði lenda í því sama og þeir sem lenda í sömu vandræðum í „viðskiptum“ við handrukkara, reikningurinn er margfaldaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar