Tiger fær 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks 25. nóvember 2011 16:15 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods nýtur enn vinsælda og til marks um það þá fær hann um 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks á HSBC meistaramótið. Getty Images / Nordic Photos Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods nýtur enn vinsælda og til marks um það þá fær hann um 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks á HSBC meistaramótið sem fram fer í Abu Dhabi. Mótið, sem fram fer í lok janúar á næsta ári, er hluti af Evrópumótaröðinni. Tiger Woods sýndi ágæta takta í Forsetabikarnum með bandaríska úrvalsliðinu í golfi á dögunum og hann virðist vera á réttri leið eftir slakt gengi undanfarin misseri. Hann endaði í þriðja sætið á Opna ástralska meistaramótinu en hann hefur ekki unnið golfmót frá því lok ársins 2009. Á þessu tímabili hefur Woods „aðeins" unnið sér inn um 80 milljónir kr. í verðlaunafé á PGA mótaröðinni og er hann í 128. sæti á peningalistanum. Til samanburðar má nefna að þessi upphæð sem Woods fær frá mótshöldurum í Abu Dhabi er svipað og það verðlaunafé sem kylfingurinn í 20. sæti peningalistans á PGA mótaröðinni hefur unnið sér inn á þessu tímabili. Englendingurinn Luke Donald er þar efstur með rétt um 800 milljónir kr. í verðlaunafé á alls 19 mótum. Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods nýtur enn vinsælda og til marks um það þá fær hann um 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks á HSBC meistaramótið sem fram fer í Abu Dhabi. Mótið, sem fram fer í lok janúar á næsta ári, er hluti af Evrópumótaröðinni. Tiger Woods sýndi ágæta takta í Forsetabikarnum með bandaríska úrvalsliðinu í golfi á dögunum og hann virðist vera á réttri leið eftir slakt gengi undanfarin misseri. Hann endaði í þriðja sætið á Opna ástralska meistaramótinu en hann hefur ekki unnið golfmót frá því lok ársins 2009. Á þessu tímabili hefur Woods „aðeins" unnið sér inn um 80 milljónir kr. í verðlaunafé á PGA mótaröðinni og er hann í 128. sæti á peningalistanum. Til samanburðar má nefna að þessi upphæð sem Woods fær frá mótshöldurum í Abu Dhabi er svipað og það verðlaunafé sem kylfingurinn í 20. sæti peningalistans á PGA mótaröðinni hefur unnið sér inn á þessu tímabili. Englendingurinn Luke Donald er þar efstur með rétt um 800 milljónir kr. í verðlaunafé á alls 19 mótum.
Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira