Viðskipti innlent

Samherji tekur formlega við rekstri ÚA

Formleg eigendaskipti eru orðin á eignum Brims á Akureyrir yfir til Samherja, og verður þessi eignarhluti rekinn undir nafninu Útgerðarfélag Akureyringa, þannig að segja má að það hafi verið endurvakið.

Í kaupunum voru fiskiðjuverið á Akureyri, þurrkverksmiðjan að Laugum í Reykjadal, tveir togarar og tæplega sex þúsund tonna kvóti.

Verið er að landa þorski úr togaranum Baldvin NC, sem er í eigu dótturfélags Samherja, og fer hann beint í vinnslu hjá nýja félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×