Viðskipti innlent

1.251 Íslendingar með tólf milljónir á ári

Alþingi Árið 2009 hafði 1.251 Íslendingur yfir tólf milljónir í árstekjur. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn sem Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram á þingi um miðjan mars.

Einar spurði jafnframt hvernig þessi hópur skiptist eftir starfsstéttum. Í svari ráðherrans segir að þær upplýsingar geti hann ekki veitt, þar sem fjöldinn er fundinn í skattframtölum einstaklinga en þar komi ekki fram neinar persónugreinanlegar upplýsingar. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×