Erlent

Kim Jong-un hylltur - myndband

Gríðarlegur fjöldi skipaði sér í rétthyrndar fylkingar til að votta hinum fráfallnaleiðtoga virðingu sína.
Gríðarlegur fjöldi skipaði sér í rétthyrndar fylkingar til að votta hinum fráfallnaleiðtoga virðingu sína. Mynd/AFP
Kim Jong-un var miðpunktur allrar athygli á minningarathöfn sem fram fór í Norður Kóreu í dag vegna dauða föður hans. Athöfnin virtist í raun vera táknræn stund þar sem sonurinn tók við völdum, enda var hann hylltur sem „hinn stórkostlegi leiðtogi flokksins, ríkisins og hersins".

Hér má sjá myndband af athöfninni, þar sem mörg þúsund íbúar Norður Kóreu tóku þátt í samhæfðum sorgarkveinum.

Fjölmargir af æðstu embættismönnum landsins ávörpuðu söfnuðinn. Þeir lofuðu meðal annars að sonurinn myndi viðhalda stefnu föður síns um að herinn gangi fyrir við fjárveitingar og að sorg fólksins yrði breytt í „þúsund sinnum meiri styrk undir stjórn Kim Jong-un".

Útför Kim Jong-il fór fram í gær.


Tengdar fréttir

Þúsundir mæta til að syrgja leiðtogann

Norður-Kórea Arftakinn Kim Jong-un var í fararbroddi syrgjenda við útför föður síns í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Hann gekk við líkbifreiðina, með aðra hönd á bílnum en notaði hina til að heilsa fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×