Erlent

Chavez telur Bandaríkin dreifa krabbameini

Hinn yfirlýsingaglaði Hugo Chavez hélt því fram í ræðu í gær að Bandaríkin væru ábyrg fyrir því að leiðtogar Suður-Ameríku hafa hver á fætur öðrum greinst með krabbamein. Hann velti því upp að Bandaríkin „gætu hafa fundið upp tækni sem dreifir krabbameini" og varaði leiðtoga annarra ríkja við því að þeir gætu orðið næstu skotmörk.

Chavez hefur sjálfur greinst með krabbamein, en getgátur hans núna koma í kjölfar þess að forseti Argentínu tilkynnti á þriðjudaginn síðastliðinn að hún hefði greinst með krabbamein. Auk þeirra hafa leiðtogar Brasilíu og Paragvæ einnig greinst með krabbamein.

Þessi umdeilanlega kenning hans er ekki til þess fallin að bæta samskipti Venesúela og Bandaríkjanna, sem eru töluvert stirð fyrir.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur þegar látið málið sig varða. Victoria Nuland, talsmaður ráðuneytistins, sagði yfirlýsingar Chavez „hræðilegar og vítaverðar" og taldi þær ekki verðskulda frekari athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×