Erlent

Búast við norðurljósasýningu á næstu dögum

Stórfengleg norðurljós myndast oft í kjölfar virkni á yfirborði sólarinnar.
Stórfengleg norðurljós myndast oft í kjölfar virkni á yfirborði sólarinnar. mynd/AFP
Talið er að fjarskiptakerfi jarðar verði fyrir röskunum á næstu dögum í kjölfar mikillar virkni á yfirborði sólarinnar. Einnig má búast við norðurljósasýningu á norðurhveli jarðar.

Á mánudaginn greindu vísindamenn í Bandaríkjunum tvær stórar kórónuskvettur á yfirborði sólarinnar. Rafgasið sem þeytist út í geiminn við þessar sprengingar getur truflað fjarskipti á jörðinni.

Vísindamennirnir gera ráð fyrir smávægilegum truflunum í fjarskiptakerfum jarðarinnar en ekki er búist við stórfelldum skemmdum.

Búast má við miklum norðurljósum á næstu dögum enda myndast miklir segulstormar við lofthjúpinn þegar rafgasið nálgast jörðina. Íbúum á norðurhveli jarðar er því bent á að horfa til himins næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×