Erlent

Jarðarför Kim Jong-Il - Ljósmyndir lagfærðar og risi meðal syrgjenda

Mynd AFP á vinstri hönd á meðan breytt ljósmynd frá opinberum fjölmiðli Norður-Kóreu er á hægri hönd.
Mynd AFP á vinstri hönd á meðan breytt ljósmynd frá opinberum fjölmiðli Norður-Kóreu er á hægri hönd. mynd/AFP
Hundruðir þúsunda Norður-Kóreubúa voru samankomnir í Pyongyang til að fylgjast með útför fyrrverandi leiðtoga landsins, Kim Jong-Il. Athöfnin var skipulögð af hernaðarlegri nákvæmni. Svo mikil var nákvæmnin að fréttastofa Norður-Kóreu þurfti að fjarlægja nokkra blaðamenn af opinberum ljósmyndum.

Ljósmyndin, sem tekin af opinberum fjölmiðli í Norður-Kóreu, birtist á veraldarvefnum stuttu eftir jarðarförina. En á sama tíma birti AFP fréttastofan ljósmynd sem tekin var á nánast sama tíma og frá svipuðu sjónarhorni. Á þeirri mynd var búið að fjarlægja nokkra fréttamenn

Það var fréttablaðið New York Times sem rýndi í myndirnar ásamt sérfræðingi í stafrænni myndvinnslu. Í ljós kom að blaðamenn sem stóðu vinstra megin á ljósmynd AFP höfðu verið fjarlægðir og fótspor þeirra afmáð.

Risavaxinn maður í röðum syrgjenda.mynd/AP
En þetta er ekki eina myndin úr jarðarför Kim Jong-Il sem vakið hefur athygli. Á einni mynd virðist risavaxinn maður standa í röðum syrgjenda. Hann sker sig úr fjöldanum og gnæfir yfir landa sína.

Bandaríska fréttasíðan Gawker greindi frá því að maðurinn sé í raun Ri Myung Hung en hann var eitt sinn skráður í heimsmetabók Guinness sem stærsti karlmaður veraldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×