Erlent

Snjóhús Guðs í Bæjaralandi

Snjókirkjan í Mitterfirmiansreut.
Snjókirkjan í Mitterfirmiansreut. mynd/AFP
Snjókirkja var opnuð fyrir almenning í bænum Mitterfirmiansreut í Þýskalandi í gær. Bæjarbúar reistu kirkjuna til að minnast byggingar svipaðrar kirkju sem reist var fyrir 100 árum.

Bæjarbúar í Mitterfirmiansreut notuðu rúmlega 1.300 rúmmetra af snjó við byggingu kirkjunnar.

Það var síðan presturinn Kajetan Steinbeisser sem vígði kirkjuna. Hann greindi frá því að bæjarbúar hefðu reist kirkjuna einfaldlega vegna þess að þeim vantaði bænahús.

Kirkjan er kölluð Snjóhús Guðs. Hún er 20 metrar að lengd og státar af fallegum turni. Upphaflega átti kirkja að opna á Jóladag en vegna snjóleysis þurfti að fresta opnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×