Skortur á tíma til rannsókna Steinþór Skúlason skrifar 15. október 2011 08:15 Þórólfur prófessor Matthíasson er harðskeyttur gagnrýnandi íslensks landbúnaðar. Það má hver hafa sína skoðun á landbúnaði eins og öðrum málum en ekki er hjá því komist að gera verulegar athugasemdir við ýmislegt í málflutningi hans. Í grein í Bændablaðinu 29. september fór undirritaður með rökstuddum hætti yfir skrif Þórólfs í sama blaði 1. september síðastliðinn. Þórólfur fullyrti að ekki væri hægt að bera saman útflutningsverð kindakjöts við heilskrokkaverð til bænda. Þetta er rangt hjá honum eins og útflutningsskýrslur sýna. Þórólfur fullyrti að afurðastöðvum væri ekki lengur heimilt að verðfella kjöt til útflutnings. Þetta er rangt hjá honum. Afurðaverð er frjálst og þar með einnig hvað greitt er fyrir útflutning. Þórólfur fullyrti að innanlandsmarkaður hefði gleypt við öllu því magni sem flutt var út ef verð hefði verið lækkað um 10-20%. Þetta er rangt hjá honum eins og dæmi um verðteygni kjöts á innanlandsmarkaði sýnir. Í svargrein í Fréttablaðinu hinn 8. október síðastliðinn kýs Þórólfur að svara engu af þessu enda getur hann það ekki. Þórólfur byrjar á því að gagnrýna að undirritaður hafi notað tölur Hagstofunnar en ekki gögn SS um útflutning og spyr hvers vegna ekki sé upplýst um útflutningsverð SS á ærkjöti í heilum skrokkum. Væntanlega á Þórólfur við útflutningsverð SS á kindakjöti en ekki ærkjöti því þær tölur sem vitnað var til voru um kindakjöt og kindakjötsafurðir. Kindakjöt er samheiti um dilkakjöt og ærkjöt en þessi ónákvæmni er skiljanleg og minniháttar. Það er auðvelt að upplýsa um tölur frá SS en hvernig er hægt að byggja umræðu á gögnum sem einn hefur aðgang að en aðrir ekki? Að sjálfsögðu verður umræðan að byggjast á gögnum sem eru öllum aðgengileg enda snúast þessi skoðanaskipti ekki um SS heldur um landbúnaðinn og útflutning kindakjöts í heild sinni. Þórólfur heldur áfram og spyr hvort hugsanlegt sé að SS sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi. Það má setja sig í heimspekilegar stellingar og segja að æði margt sé hugsanlegt. En í grein undirritaðs í Bændablaðinu var upplýst að undanfarin tvö ár hefði SS fengið hærra verð fyrir útflutt kindakjöt en það sem selt hefur verið innanlands. Og miðað við útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að viðunandi framlegð var af þessu viðbótarmagni og það ekki selt með tapi. Áfram heldur Þórólfur með furðulega staðhæfingu um að neytendur eigi rétt á upplýsingum um útflutningsverð SS því SS gæti verið að halda kjöti frá innanlandsmarkaði til að hækka verð innanlands. Það hefur líklega farið alveg framhjá Þórólfi að í umræðu um meintan kjötskort seinni hluta síðasta sumars sendi SS oftar en einu sinni frá sér upplýsingar um að félagið ætti nóg af kjöti og hefði gætt þess að takmarka útflutning til að sinna innanlandsmarkaði. Í þessu samhengi er einnig gott fyrir Þórólf að hafa í huga að SS er með innan við 20% af sauðfjárslátrun landsins og hvorki með vilja né getu til að spila með markaðinn eins og hann telur mögulegt að SS geri. Þessi rökleiðsla Þórólfs sem hefst á því hvort eitthvað sé hugsanlegt og endar svo með staðhæfingu um mögulegt kolólöglegt athæfi er æft og útsmogið áróðursbragð. Þórólfur mótmælir tölum um framlegð sem sóttar voru í búreikninga og telur að þar séu vantaldir margir kostnaðarliðir sem geri að breytilegur kostnaður sé allt annar og meiri en búreikningar segi og þess vegna sé stórfellt tap á útflutningi kindakjöts. Það má til sanns vegar færa að hluti af þeim kostnaðarliðum sem Þórólfur telur vantalda séu breytilegir eða hálfbreytilegir kostnaðarliðir þó að þeir hafi ekki verið taldir breytilegir í útreikningi á framlegð í búreikningum. Ákvörðun hvers bónda að framleiða aukalega til útflutnings eða ekki byggir ekki á hagfræðiskilgreiningum heldur þeirri gullnu reglu að ef ákvörðun hefur ekki áhrif á kostnaðarlið á kostnaðarliður ekki að hafa áhrif á ákvörðun. Með öðrum orðum verður hver og einn bóndi að meta hvaða kostnaðarliðir breytast og hverjir ekki ef hann tekur ákvörðun um að framleiða meira magn sem leiðir til útflutnings. Einu tekjur bóndans af útflutningi eru afurðastöðvaverðið þar sem stuðningur ríkisins er fastur og ótengdur magni og því verður það verð sem bóndinn fær frá afurðastöðinni fyrir útflutning að vera hærra en breytilegur kostnaður bóndans við útflutninginn til að framleiðslan borgi sig. En málið er síðan flóknara en þetta vegna þess að við slátrun verða eigendaskipti á kjötinu, sem eftir það er í eigu og á ábyrgð sláturleyfishafa sem reyna væntanlega hver fyrir sig að hámarka það skilaverð sem þeir geta fengið og flytja út eða ekki eftir því sem hver telur hagkvæmast. Miðað við tölur um útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að sláturleyfishafar hafa ávinning af þeirri framlegð sem aukin framleiðsla skilar þeim, sem hjálpar þeim svo aftur að greiða bændum hærra verð. Það verður einnig að álykta að bændur hafi ávinning af útflutningi og þær tekjur séu meiri en breytileg gjöld því annars myndu þeir draga úr framleiðslu. Það er hins vegar rétt og viðurkennd sú niðurstaða Þórólfs að sauðfjárframleiðsla á Íslandi stendur ekki undir sér án ríkisstuðnings en mörg góð rök eru fyrir þeim stuðningi. Þórólfur fer víða með málflutning sinn og í 31. tbl. Vísbendingar 9. september síðastliðinn fer hann löngum orðum um áætlunarbúskap Sovétríkjanna sálugu og heimfærir hann svo upp á hluta íslensks landbúnaðar. Það er þekkt áróðursbragð að draga fram neikvæða fyrirmynd sem lesendur þekkja og heimfæra hana á það sem gagnrýna skal til að móta neikvæða afstöðu lesenda. Þessi sovéski áætlunarbúskapur er hvergi til í íslenskri kjötframleiðslu. Öll framleiðsla á kjöti er frjáls. Verðlagning á öllu kjöti er frjáls og engar nefndir eru til staðar sem hafa nokkurt vald í þessum efnum. Það er því rangt hjá Þórólfi að halda því fram að áætlunarbúskapur sé í íslenskri sauðfjárframleiðslu. Þórólfur seilist langt í að sverta stöðu sauðfjárræktar og leggur reiknaðan kostnað við afréttarbeit við framleiðslukostnað. Þessi reiknaði kostnaður er tilbúningur Þórólfs og á sér enga stoð enda hafa bændur notað afréttina frá upphafi Íslandsbyggðar og ekki hægt að byggja umræðu á slíku. Í sömu grein fer Þórólfur enn og aftur með rangt mál er hann fullyrðir að samkeppni við óhefðbundnar greinar á borð við svín og kjúkling sé takmörkuð með því að leggja skatt á fóður fyrir þær greinar en aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðendur séu niðurgreidd. Samkvæmt reglugerð 431/1996 með síðari breytingum er gjald sem lagt er á hráefni til fóðurgerðar endurgreitt að fullu, sem og gjald sem lagt er á innfluttar fóðurblöndur sem fluttar eru inn frá löndum EES. Því er engin raunveruleg gjaldtaka af kjarnfóðri til staðar. Þórólfur heldur því einnig fram að aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðendur séu niðurgreidd. Þetta er einnig rangt hjá honum nema hann búi yfir upplýsingum sem aðrir hafa ekki. Í þessum greinum Þórólfs sem nefndar hafa verið eru sex til sjö rangar fullyrðingar og tvö ómálefnaleg áróðursbrögð. Það hvarflar ekki að nokkrum manni að Þórólfur sé viljandi að afvegaleiða lesendur heldur hlýtur skýringin að liggja í skorti á tíma til rannsókna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur prófessor Matthíasson er harðskeyttur gagnrýnandi íslensks landbúnaðar. Það má hver hafa sína skoðun á landbúnaði eins og öðrum málum en ekki er hjá því komist að gera verulegar athugasemdir við ýmislegt í málflutningi hans. Í grein í Bændablaðinu 29. september fór undirritaður með rökstuddum hætti yfir skrif Þórólfs í sama blaði 1. september síðastliðinn. Þórólfur fullyrti að ekki væri hægt að bera saman útflutningsverð kindakjöts við heilskrokkaverð til bænda. Þetta er rangt hjá honum eins og útflutningsskýrslur sýna. Þórólfur fullyrti að afurðastöðvum væri ekki lengur heimilt að verðfella kjöt til útflutnings. Þetta er rangt hjá honum. Afurðaverð er frjálst og þar með einnig hvað greitt er fyrir útflutning. Þórólfur fullyrti að innanlandsmarkaður hefði gleypt við öllu því magni sem flutt var út ef verð hefði verið lækkað um 10-20%. Þetta er rangt hjá honum eins og dæmi um verðteygni kjöts á innanlandsmarkaði sýnir. Í svargrein í Fréttablaðinu hinn 8. október síðastliðinn kýs Þórólfur að svara engu af þessu enda getur hann það ekki. Þórólfur byrjar á því að gagnrýna að undirritaður hafi notað tölur Hagstofunnar en ekki gögn SS um útflutning og spyr hvers vegna ekki sé upplýst um útflutningsverð SS á ærkjöti í heilum skrokkum. Væntanlega á Þórólfur við útflutningsverð SS á kindakjöti en ekki ærkjöti því þær tölur sem vitnað var til voru um kindakjöt og kindakjötsafurðir. Kindakjöt er samheiti um dilkakjöt og ærkjöt en þessi ónákvæmni er skiljanleg og minniháttar. Það er auðvelt að upplýsa um tölur frá SS en hvernig er hægt að byggja umræðu á gögnum sem einn hefur aðgang að en aðrir ekki? Að sjálfsögðu verður umræðan að byggjast á gögnum sem eru öllum aðgengileg enda snúast þessi skoðanaskipti ekki um SS heldur um landbúnaðinn og útflutning kindakjöts í heild sinni. Þórólfur heldur áfram og spyr hvort hugsanlegt sé að SS sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi. Það má setja sig í heimspekilegar stellingar og segja að æði margt sé hugsanlegt. En í grein undirritaðs í Bændablaðinu var upplýst að undanfarin tvö ár hefði SS fengið hærra verð fyrir útflutt kindakjöt en það sem selt hefur verið innanlands. Og miðað við útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að viðunandi framlegð var af þessu viðbótarmagni og það ekki selt með tapi. Áfram heldur Þórólfur með furðulega staðhæfingu um að neytendur eigi rétt á upplýsingum um útflutningsverð SS því SS gæti verið að halda kjöti frá innanlandsmarkaði til að hækka verð innanlands. Það hefur líklega farið alveg framhjá Þórólfi að í umræðu um meintan kjötskort seinni hluta síðasta sumars sendi SS oftar en einu sinni frá sér upplýsingar um að félagið ætti nóg af kjöti og hefði gætt þess að takmarka útflutning til að sinna innanlandsmarkaði. Í þessu samhengi er einnig gott fyrir Þórólf að hafa í huga að SS er með innan við 20% af sauðfjárslátrun landsins og hvorki með vilja né getu til að spila með markaðinn eins og hann telur mögulegt að SS geri. Þessi rökleiðsla Þórólfs sem hefst á því hvort eitthvað sé hugsanlegt og endar svo með staðhæfingu um mögulegt kolólöglegt athæfi er æft og útsmogið áróðursbragð. Þórólfur mótmælir tölum um framlegð sem sóttar voru í búreikninga og telur að þar séu vantaldir margir kostnaðarliðir sem geri að breytilegur kostnaður sé allt annar og meiri en búreikningar segi og þess vegna sé stórfellt tap á útflutningi kindakjöts. Það má til sanns vegar færa að hluti af þeim kostnaðarliðum sem Þórólfur telur vantalda séu breytilegir eða hálfbreytilegir kostnaðarliðir þó að þeir hafi ekki verið taldir breytilegir í útreikningi á framlegð í búreikningum. Ákvörðun hvers bónda að framleiða aukalega til útflutnings eða ekki byggir ekki á hagfræðiskilgreiningum heldur þeirri gullnu reglu að ef ákvörðun hefur ekki áhrif á kostnaðarlið á kostnaðarliður ekki að hafa áhrif á ákvörðun. Með öðrum orðum verður hver og einn bóndi að meta hvaða kostnaðarliðir breytast og hverjir ekki ef hann tekur ákvörðun um að framleiða meira magn sem leiðir til útflutnings. Einu tekjur bóndans af útflutningi eru afurðastöðvaverðið þar sem stuðningur ríkisins er fastur og ótengdur magni og því verður það verð sem bóndinn fær frá afurðastöðinni fyrir útflutning að vera hærra en breytilegur kostnaður bóndans við útflutninginn til að framleiðslan borgi sig. En málið er síðan flóknara en þetta vegna þess að við slátrun verða eigendaskipti á kjötinu, sem eftir það er í eigu og á ábyrgð sláturleyfishafa sem reyna væntanlega hver fyrir sig að hámarka það skilaverð sem þeir geta fengið og flytja út eða ekki eftir því sem hver telur hagkvæmast. Miðað við tölur um útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að sláturleyfishafar hafa ávinning af þeirri framlegð sem aukin framleiðsla skilar þeim, sem hjálpar þeim svo aftur að greiða bændum hærra verð. Það verður einnig að álykta að bændur hafi ávinning af útflutningi og þær tekjur séu meiri en breytileg gjöld því annars myndu þeir draga úr framleiðslu. Það er hins vegar rétt og viðurkennd sú niðurstaða Þórólfs að sauðfjárframleiðsla á Íslandi stendur ekki undir sér án ríkisstuðnings en mörg góð rök eru fyrir þeim stuðningi. Þórólfur fer víða með málflutning sinn og í 31. tbl. Vísbendingar 9. september síðastliðinn fer hann löngum orðum um áætlunarbúskap Sovétríkjanna sálugu og heimfærir hann svo upp á hluta íslensks landbúnaðar. Það er þekkt áróðursbragð að draga fram neikvæða fyrirmynd sem lesendur þekkja og heimfæra hana á það sem gagnrýna skal til að móta neikvæða afstöðu lesenda. Þessi sovéski áætlunarbúskapur er hvergi til í íslenskri kjötframleiðslu. Öll framleiðsla á kjöti er frjáls. Verðlagning á öllu kjöti er frjáls og engar nefndir eru til staðar sem hafa nokkurt vald í þessum efnum. Það er því rangt hjá Þórólfi að halda því fram að áætlunarbúskapur sé í íslenskri sauðfjárframleiðslu. Þórólfur seilist langt í að sverta stöðu sauðfjárræktar og leggur reiknaðan kostnað við afréttarbeit við framleiðslukostnað. Þessi reiknaði kostnaður er tilbúningur Þórólfs og á sér enga stoð enda hafa bændur notað afréttina frá upphafi Íslandsbyggðar og ekki hægt að byggja umræðu á slíku. Í sömu grein fer Þórólfur enn og aftur með rangt mál er hann fullyrðir að samkeppni við óhefðbundnar greinar á borð við svín og kjúkling sé takmörkuð með því að leggja skatt á fóður fyrir þær greinar en aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðendur séu niðurgreidd. Samkvæmt reglugerð 431/1996 með síðari breytingum er gjald sem lagt er á hráefni til fóðurgerðar endurgreitt að fullu, sem og gjald sem lagt er á innfluttar fóðurblöndur sem fluttar eru inn frá löndum EES. Því er engin raunveruleg gjaldtaka af kjarnfóðri til staðar. Þórólfur heldur því einnig fram að aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðendur séu niðurgreidd. Þetta er einnig rangt hjá honum nema hann búi yfir upplýsingum sem aðrir hafa ekki. Í þessum greinum Þórólfs sem nefndar hafa verið eru sex til sjö rangar fullyrðingar og tvö ómálefnaleg áróðursbrögð. Það hvarflar ekki að nokkrum manni að Þórólfur sé viljandi að afvegaleiða lesendur heldur hlýtur skýringin að liggja í skorti á tíma til rannsókna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun