Fá Karthikeyan og Liuzzi að keppa í Malasíu? 5. apríl 2011 17:07 Viantonio Liuzzi í tímatöku í fyrsta móti ársins, sem var í Ástralíu. Mynd: Getty Images/Robert Cianflone Hispania liðið spænska reið ekki feitum hesti frá fyrsta Formúlu 1 móti ársins, en hvorki Narain Karthikeyan frá Indlandi né Ítalinn Viantonio Liuzzi fengu að keppa á spánýjum Hispania F111 bílum liðsins. Þeir náðu ekki lágmarkstíma í tímatökunni. Samkvæmt nýrri reglu FIA í ár segir að ökumenn megi ekki vera meira en 7% á eftir tíma fljótasta ökumannsins í fyrstu umferð af þremur í tímatökunni. Hvorugur ökumaður Hispania náði þessu lágmarki og dómarar ákvaðu að veita ekki undanþágu frá reglunni, sem var ekki í gildi í fyrra. En Karthikeyan og Liuzzi mæta báðir til Malasíu um næstu helgi og stefna á að komast í gegnum tímatökuna og í keppnina. „Síðast þegar ég keppti í Malasíu, árið 2005 þá fékk ég mikinn stuðning frá heimamönnum. Það mættu líka margir landar mínir til að fylgjast með keppninni, þannig að ég á stórkostlegar minningar um mótið. Ég elska líka matinn þarna, sem er vel kryddaður eins og heima", sagði Karthikeyan í fréttatilkynningu frá Hispania. „Þó ég hafi ekki ekið bílnum nema fáeina hringi í Ástralíu, þá fann ég að bíllinn hefur burði til að vera betri en bíll síðasta árs. Sepang brautin reynir á tæknilega séð, bæði fyrir ökumann og bíl og verður því góður vettvangur til að prófa F111 bílinn. Markmiðið er að aka sem mest til að skilja bílinn og ná út úr honum því sem í honum býr. Markmiðið er líka að komast í gegnum tímatökuna og komast í endamarkið í keppninni." Karthikeyan kvaðst vel settur líkamlega fyrir hitann og rakann í Malasíu, en liðsfélagi hans Liuzzi býst við betra gengi en í fyrsta móti ársins. Veðrið getur oft spilað stórt hlutverk og rigning sett svipi sinn á keppnina í Malasíu. „Ég man að rigning hafði áhrif á tímatökuna í fyrra og var vandasöm upplifun. Sepang brautin verður góð fyrir F111 bíllinn og fyrsta alvöru mótið okkar. Við munum fá mikið af upplýsingum um bílinn og væntum þess að standa okkur í tímatökum og ljúka keppninni, til að staðfesta skilvirkni og áreiðanleika bílins." „Ég er fullur sjálfstraust og einbeittur fyrir mótið. Ég er viss um að hlutirnir verða öðruvísi en í Ástralíu, af því við erum betur undirbúnir og meðvitaðir um hvað þarf að gera", sagði Liuzzi. Formúla Íþróttir Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Hispania liðið spænska reið ekki feitum hesti frá fyrsta Formúlu 1 móti ársins, en hvorki Narain Karthikeyan frá Indlandi né Ítalinn Viantonio Liuzzi fengu að keppa á spánýjum Hispania F111 bílum liðsins. Þeir náðu ekki lágmarkstíma í tímatökunni. Samkvæmt nýrri reglu FIA í ár segir að ökumenn megi ekki vera meira en 7% á eftir tíma fljótasta ökumannsins í fyrstu umferð af þremur í tímatökunni. Hvorugur ökumaður Hispania náði þessu lágmarki og dómarar ákvaðu að veita ekki undanþágu frá reglunni, sem var ekki í gildi í fyrra. En Karthikeyan og Liuzzi mæta báðir til Malasíu um næstu helgi og stefna á að komast í gegnum tímatökuna og í keppnina. „Síðast þegar ég keppti í Malasíu, árið 2005 þá fékk ég mikinn stuðning frá heimamönnum. Það mættu líka margir landar mínir til að fylgjast með keppninni, þannig að ég á stórkostlegar minningar um mótið. Ég elska líka matinn þarna, sem er vel kryddaður eins og heima", sagði Karthikeyan í fréttatilkynningu frá Hispania. „Þó ég hafi ekki ekið bílnum nema fáeina hringi í Ástralíu, þá fann ég að bíllinn hefur burði til að vera betri en bíll síðasta árs. Sepang brautin reynir á tæknilega séð, bæði fyrir ökumann og bíl og verður því góður vettvangur til að prófa F111 bílinn. Markmiðið er að aka sem mest til að skilja bílinn og ná út úr honum því sem í honum býr. Markmiðið er líka að komast í gegnum tímatökuna og komast í endamarkið í keppninni." Karthikeyan kvaðst vel settur líkamlega fyrir hitann og rakann í Malasíu, en liðsfélagi hans Liuzzi býst við betra gengi en í fyrsta móti ársins. Veðrið getur oft spilað stórt hlutverk og rigning sett svipi sinn á keppnina í Malasíu. „Ég man að rigning hafði áhrif á tímatökuna í fyrra og var vandasöm upplifun. Sepang brautin verður góð fyrir F111 bíllinn og fyrsta alvöru mótið okkar. Við munum fá mikið af upplýsingum um bílinn og væntum þess að standa okkur í tímatökum og ljúka keppninni, til að staðfesta skilvirkni og áreiðanleika bílins." „Ég er fullur sjálfstraust og einbeittur fyrir mótið. Ég er viss um að hlutirnir verða öðruvísi en í Ástralíu, af því við erum betur undirbúnir og meðvitaðir um hvað þarf að gera", sagði Liuzzi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira