Ekki missa af Beinu brautinni Birgir Runólfsson og Marteinn M. Guðgeirsson skrifar 14. maí 2011 06:00 Marteinn M. Guðgeirsson sérfræðingur á útibúasviði Íslandsbanka Þann 15. desember s.l. var undirritað samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Aðilar að samkomulaginu eru öll helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins auk fjármálafyrirtækja, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytisins f.h. ríkissjóðs. Markmið samkomulagsins, sem byggir á „Sameiginlegum reglum fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja“, er að hraða úrvinnslumálum yfirskuldsettra fyrirtækja sem talin eru lífvænleg og gengur það í daglegu tali undir heitinu „Beina brautin“. Í því felst að skuldir fyrirtækja verði lagaðar að greiðslugetu þeirra og eignum. Hvað tefur?Upp á síðkastið hafa ýmsir lýst yfir óánægju í fjölmiðlum með það hve fá fyrirtæki hafa farið í gegnum Beinu brautina. Ekki er hægt að blása á þær óánægjuraddir og óhætt er að segja að þeir sem að koma taki þær alvarlega. Flest þessara mála eru þó þess eðlis að vanda þarf til verka og tekur hvert og eitt mál mun lengri tíma en flestir höfðu gert ráð fyrir. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirtæki kemur sínum málum ekki á hreint án aðkomu banka og banki kemur málum fyrirtækja ekki í gegn nema í samvinnu við forsvarsmenn fyrirtækja. Það má alveg gagnrýna bankana fyrir að vinna of hægt og eflaust er oft hægt að vinna mál hraðar. Hins vegar má líka gagnrýna forsvarsmenn margra fyrirtækja fyrir að sækjast ekki eftir þeim úrræðum sem bjóðast því staðreyndin er sú að alltof margir þeirra eru enn að bíða eftir „einhverju betra“. Fyrirtæki með reynsluHinn 22. mars s.l. var haldinn opinn fundur um Beinu brautina fyrir forsvarsmenn fyrirtækja á vegum Viðskiptaráðs Íslands. Á fundinum ræddu m.a. forsvarsmenn þriggja fyrirtækja málin og sátu svo fyrir svörum. Allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa farið í gegnum Beinu brautina, hver í sínum banka. Athyglisvert var að heyra hvað þeir höfðu að segja þegar þeir lýstu sinni reynslu. Það sem stendur upp úr að okkar mati er annars vegar það að þeim fannst öllum mjög mikilvægt að vera í reglulegum samskiptum við sinn banka. Hitt atriðið sem var mjög athyglisvert er það að allir hvöttu þeir forsvarsmenn fyrirtækja til að fara í sinn banka og ræða málin fyrir 1. júní n.k. meðal annars með þeim rökum að annars gætu þeir misst af úrlausn sem hugsanlega hentar best af öllum þeim úrlausnum sem í boði eru. Betri réttur er tryggðurMeð því að leita til síns aðalviðskiptabanka fyrir 1. júní og athuga hvort möguleiki sé á að komast inn í Beinu brautina tryggir fyrirtæki sér mögulega auka valkost, þ.e. Beinu brautina og allt það sem henni fylgir. Augljóslega þarf fyrirtæki að uppfylla öll hefðbundin skilyrði til að komast þar inn. Verði niðurstaða dómstóla vegna erlendra lána hagstæðari en Beina brautin þá gildir sú niðurstaða að sjálfsögðu einnig eftir 1. júní. Ef fyrirtæki lætur hins vegar hjá líða að leita til síns banka fyrir 1. júní missir það að öllum líkindum af Beinu brautinni og því sem henni fylgir því alls ekki er víst að hún verði í boði eftir þann tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að jafnvel þótt erlend lán fyrirtækja kunni að verða dæmd ólögleg geta einhver fyrirtæki átt von á óhagstæðari niðurstöðu sinna mála verði slík lán endurreiknuð m.v. íslenska vexti. Það er því mjög mikilvægt fyrir þau fyrirtæki sem uppfylla skilyrðin að tryggja sér þau úrræði sem fylgja Beinu brautinni því þar getur hagstæðasta lausnin legið. Að okkar mati er ekki eftir neinu að bíða hjá forsvarsmönnum yfirskuldsettra fyrirtækja. Komið í bankann og ræðið málin. Það tapar enginn á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Marteinn M. Guðgeirsson sérfræðingur á útibúasviði Íslandsbanka Þann 15. desember s.l. var undirritað samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Aðilar að samkomulaginu eru öll helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins auk fjármálafyrirtækja, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytisins f.h. ríkissjóðs. Markmið samkomulagsins, sem byggir á „Sameiginlegum reglum fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja“, er að hraða úrvinnslumálum yfirskuldsettra fyrirtækja sem talin eru lífvænleg og gengur það í daglegu tali undir heitinu „Beina brautin“. Í því felst að skuldir fyrirtækja verði lagaðar að greiðslugetu þeirra og eignum. Hvað tefur?Upp á síðkastið hafa ýmsir lýst yfir óánægju í fjölmiðlum með það hve fá fyrirtæki hafa farið í gegnum Beinu brautina. Ekki er hægt að blása á þær óánægjuraddir og óhætt er að segja að þeir sem að koma taki þær alvarlega. Flest þessara mála eru þó þess eðlis að vanda þarf til verka og tekur hvert og eitt mál mun lengri tíma en flestir höfðu gert ráð fyrir. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirtæki kemur sínum málum ekki á hreint án aðkomu banka og banki kemur málum fyrirtækja ekki í gegn nema í samvinnu við forsvarsmenn fyrirtækja. Það má alveg gagnrýna bankana fyrir að vinna of hægt og eflaust er oft hægt að vinna mál hraðar. Hins vegar má líka gagnrýna forsvarsmenn margra fyrirtækja fyrir að sækjast ekki eftir þeim úrræðum sem bjóðast því staðreyndin er sú að alltof margir þeirra eru enn að bíða eftir „einhverju betra“. Fyrirtæki með reynsluHinn 22. mars s.l. var haldinn opinn fundur um Beinu brautina fyrir forsvarsmenn fyrirtækja á vegum Viðskiptaráðs Íslands. Á fundinum ræddu m.a. forsvarsmenn þriggja fyrirtækja málin og sátu svo fyrir svörum. Allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa farið í gegnum Beinu brautina, hver í sínum banka. Athyglisvert var að heyra hvað þeir höfðu að segja þegar þeir lýstu sinni reynslu. Það sem stendur upp úr að okkar mati er annars vegar það að þeim fannst öllum mjög mikilvægt að vera í reglulegum samskiptum við sinn banka. Hitt atriðið sem var mjög athyglisvert er það að allir hvöttu þeir forsvarsmenn fyrirtækja til að fara í sinn banka og ræða málin fyrir 1. júní n.k. meðal annars með þeim rökum að annars gætu þeir misst af úrlausn sem hugsanlega hentar best af öllum þeim úrlausnum sem í boði eru. Betri réttur er tryggðurMeð því að leita til síns aðalviðskiptabanka fyrir 1. júní og athuga hvort möguleiki sé á að komast inn í Beinu brautina tryggir fyrirtæki sér mögulega auka valkost, þ.e. Beinu brautina og allt það sem henni fylgir. Augljóslega þarf fyrirtæki að uppfylla öll hefðbundin skilyrði til að komast þar inn. Verði niðurstaða dómstóla vegna erlendra lána hagstæðari en Beina brautin þá gildir sú niðurstaða að sjálfsögðu einnig eftir 1. júní. Ef fyrirtæki lætur hins vegar hjá líða að leita til síns banka fyrir 1. júní missir það að öllum líkindum af Beinu brautinni og því sem henni fylgir því alls ekki er víst að hún verði í boði eftir þann tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að jafnvel þótt erlend lán fyrirtækja kunni að verða dæmd ólögleg geta einhver fyrirtæki átt von á óhagstæðari niðurstöðu sinna mála verði slík lán endurreiknuð m.v. íslenska vexti. Það er því mjög mikilvægt fyrir þau fyrirtæki sem uppfylla skilyrðin að tryggja sér þau úrræði sem fylgja Beinu brautinni því þar getur hagstæðasta lausnin legið. Að okkar mati er ekki eftir neinu að bíða hjá forsvarsmönnum yfirskuldsettra fyrirtækja. Komið í bankann og ræðið málin. Það tapar enginn á því.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar