Ekki missa af Beinu brautinni Birgir Runólfsson og Marteinn M. Guðgeirsson skrifar 14. maí 2011 06:00 Marteinn M. Guðgeirsson sérfræðingur á útibúasviði Íslandsbanka Þann 15. desember s.l. var undirritað samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Aðilar að samkomulaginu eru öll helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins auk fjármálafyrirtækja, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytisins f.h. ríkissjóðs. Markmið samkomulagsins, sem byggir á „Sameiginlegum reglum fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja“, er að hraða úrvinnslumálum yfirskuldsettra fyrirtækja sem talin eru lífvænleg og gengur það í daglegu tali undir heitinu „Beina brautin“. Í því felst að skuldir fyrirtækja verði lagaðar að greiðslugetu þeirra og eignum. Hvað tefur?Upp á síðkastið hafa ýmsir lýst yfir óánægju í fjölmiðlum með það hve fá fyrirtæki hafa farið í gegnum Beinu brautina. Ekki er hægt að blása á þær óánægjuraddir og óhætt er að segja að þeir sem að koma taki þær alvarlega. Flest þessara mála eru þó þess eðlis að vanda þarf til verka og tekur hvert og eitt mál mun lengri tíma en flestir höfðu gert ráð fyrir. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirtæki kemur sínum málum ekki á hreint án aðkomu banka og banki kemur málum fyrirtækja ekki í gegn nema í samvinnu við forsvarsmenn fyrirtækja. Það má alveg gagnrýna bankana fyrir að vinna of hægt og eflaust er oft hægt að vinna mál hraðar. Hins vegar má líka gagnrýna forsvarsmenn margra fyrirtækja fyrir að sækjast ekki eftir þeim úrræðum sem bjóðast því staðreyndin er sú að alltof margir þeirra eru enn að bíða eftir „einhverju betra“. Fyrirtæki með reynsluHinn 22. mars s.l. var haldinn opinn fundur um Beinu brautina fyrir forsvarsmenn fyrirtækja á vegum Viðskiptaráðs Íslands. Á fundinum ræddu m.a. forsvarsmenn þriggja fyrirtækja málin og sátu svo fyrir svörum. Allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa farið í gegnum Beinu brautina, hver í sínum banka. Athyglisvert var að heyra hvað þeir höfðu að segja þegar þeir lýstu sinni reynslu. Það sem stendur upp úr að okkar mati er annars vegar það að þeim fannst öllum mjög mikilvægt að vera í reglulegum samskiptum við sinn banka. Hitt atriðið sem var mjög athyglisvert er það að allir hvöttu þeir forsvarsmenn fyrirtækja til að fara í sinn banka og ræða málin fyrir 1. júní n.k. meðal annars með þeim rökum að annars gætu þeir misst af úrlausn sem hugsanlega hentar best af öllum þeim úrlausnum sem í boði eru. Betri réttur er tryggðurMeð því að leita til síns aðalviðskiptabanka fyrir 1. júní og athuga hvort möguleiki sé á að komast inn í Beinu brautina tryggir fyrirtæki sér mögulega auka valkost, þ.e. Beinu brautina og allt það sem henni fylgir. Augljóslega þarf fyrirtæki að uppfylla öll hefðbundin skilyrði til að komast þar inn. Verði niðurstaða dómstóla vegna erlendra lána hagstæðari en Beina brautin þá gildir sú niðurstaða að sjálfsögðu einnig eftir 1. júní. Ef fyrirtæki lætur hins vegar hjá líða að leita til síns banka fyrir 1. júní missir það að öllum líkindum af Beinu brautinni og því sem henni fylgir því alls ekki er víst að hún verði í boði eftir þann tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að jafnvel þótt erlend lán fyrirtækja kunni að verða dæmd ólögleg geta einhver fyrirtæki átt von á óhagstæðari niðurstöðu sinna mála verði slík lán endurreiknuð m.v. íslenska vexti. Það er því mjög mikilvægt fyrir þau fyrirtæki sem uppfylla skilyrðin að tryggja sér þau úrræði sem fylgja Beinu brautinni því þar getur hagstæðasta lausnin legið. Að okkar mati er ekki eftir neinu að bíða hjá forsvarsmönnum yfirskuldsettra fyrirtækja. Komið í bankann og ræðið málin. Það tapar enginn á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Marteinn M. Guðgeirsson sérfræðingur á útibúasviði Íslandsbanka Þann 15. desember s.l. var undirritað samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Aðilar að samkomulaginu eru öll helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins auk fjármálafyrirtækja, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytisins f.h. ríkissjóðs. Markmið samkomulagsins, sem byggir á „Sameiginlegum reglum fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja“, er að hraða úrvinnslumálum yfirskuldsettra fyrirtækja sem talin eru lífvænleg og gengur það í daglegu tali undir heitinu „Beina brautin“. Í því felst að skuldir fyrirtækja verði lagaðar að greiðslugetu þeirra og eignum. Hvað tefur?Upp á síðkastið hafa ýmsir lýst yfir óánægju í fjölmiðlum með það hve fá fyrirtæki hafa farið í gegnum Beinu brautina. Ekki er hægt að blása á þær óánægjuraddir og óhætt er að segja að þeir sem að koma taki þær alvarlega. Flest þessara mála eru þó þess eðlis að vanda þarf til verka og tekur hvert og eitt mál mun lengri tíma en flestir höfðu gert ráð fyrir. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirtæki kemur sínum málum ekki á hreint án aðkomu banka og banki kemur málum fyrirtækja ekki í gegn nema í samvinnu við forsvarsmenn fyrirtækja. Það má alveg gagnrýna bankana fyrir að vinna of hægt og eflaust er oft hægt að vinna mál hraðar. Hins vegar má líka gagnrýna forsvarsmenn margra fyrirtækja fyrir að sækjast ekki eftir þeim úrræðum sem bjóðast því staðreyndin er sú að alltof margir þeirra eru enn að bíða eftir „einhverju betra“. Fyrirtæki með reynsluHinn 22. mars s.l. var haldinn opinn fundur um Beinu brautina fyrir forsvarsmenn fyrirtækja á vegum Viðskiptaráðs Íslands. Á fundinum ræddu m.a. forsvarsmenn þriggja fyrirtækja málin og sátu svo fyrir svörum. Allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa farið í gegnum Beinu brautina, hver í sínum banka. Athyglisvert var að heyra hvað þeir höfðu að segja þegar þeir lýstu sinni reynslu. Það sem stendur upp úr að okkar mati er annars vegar það að þeim fannst öllum mjög mikilvægt að vera í reglulegum samskiptum við sinn banka. Hitt atriðið sem var mjög athyglisvert er það að allir hvöttu þeir forsvarsmenn fyrirtækja til að fara í sinn banka og ræða málin fyrir 1. júní n.k. meðal annars með þeim rökum að annars gætu þeir misst af úrlausn sem hugsanlega hentar best af öllum þeim úrlausnum sem í boði eru. Betri réttur er tryggðurMeð því að leita til síns aðalviðskiptabanka fyrir 1. júní og athuga hvort möguleiki sé á að komast inn í Beinu brautina tryggir fyrirtæki sér mögulega auka valkost, þ.e. Beinu brautina og allt það sem henni fylgir. Augljóslega þarf fyrirtæki að uppfylla öll hefðbundin skilyrði til að komast þar inn. Verði niðurstaða dómstóla vegna erlendra lána hagstæðari en Beina brautin þá gildir sú niðurstaða að sjálfsögðu einnig eftir 1. júní. Ef fyrirtæki lætur hins vegar hjá líða að leita til síns banka fyrir 1. júní missir það að öllum líkindum af Beinu brautinni og því sem henni fylgir því alls ekki er víst að hún verði í boði eftir þann tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að jafnvel þótt erlend lán fyrirtækja kunni að verða dæmd ólögleg geta einhver fyrirtæki átt von á óhagstæðari niðurstöðu sinna mála verði slík lán endurreiknuð m.v. íslenska vexti. Það er því mjög mikilvægt fyrir þau fyrirtæki sem uppfylla skilyrðin að tryggja sér þau úrræði sem fylgja Beinu brautinni því þar getur hagstæðasta lausnin legið. Að okkar mati er ekki eftir neinu að bíða hjá forsvarsmönnum yfirskuldsettra fyrirtækja. Komið í bankann og ræðið málin. Það tapar enginn á því.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun