Aukin framlög til að verja kennslustundir 16. febrúar 2011 06:00 Oddný Sturludóttir. Borgaryfirvöld íhuga að hækka útsvar til að fjármagna 200 milljóna hækkun framlags til grunnskóla. Segjast verja kennslumagn. Foreldrar enn ósáttir við niðurskurð. Borgin eigi fé í sjóðum sínum og þurfi að forgangsraða fyrir skólabörn. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Skólamál Borgaryfirvöld hafa ákveðið að auka fjárheimildir til grunnskólastarfs í borginni um 200 milljónir króna frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir yfirstandandi ár. Til greina kemur að fullnýta útsvarsheimildir til að mæta auknum kostnaði. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir að með þessu sé tryggt að ekki þurfi að skerða kennslu eða innra starf grunnskóla. „Við skoðuðum stöðuna og sáum að uppsafnaður vandi síðustu tveggja ára á menntasviði var að birtast," segir Oddný. „Skólarnir eiga erfitt með að hagræða í innra starfinu, þriðja árið í röð. Því ákváðum við að bregðast nú við og draga til baka að nær öllu leyti fyrirhugaða skerðingu kennslumagns, og bæta í varðandi gæslu og forföll. Í raun erum við því að bæta í, miðað við fjárhagsáætlun fyrir síðasta ár." Oddný segir þetta þó ekki hafa áhrif á vinnu starfshóps um sameiningar innan skólakerfis borgarinnar, því að ástandið undirstriki enn frekar nauðsyn breytinga. „Nú er lag að þora að fara út í þær kjarkmiklu breytingar sem rætt hefur verið um, til að hægt verði að standa vörð um skólastarfið sjálft." Aðspurð segir Oddný að til greina komi að hækka útsvarið upp í leyfilegt hámark til að standa straum af kostnaðinum. „Að mínu mati er það réttlátasta leiðin til að verja skólastarfið að dreifa byrðum á sem sanngjarnastan hátt." Guðrún Valdimarsdóttir Guðrún Valdimarsdóttir, formaður SAMFOKS, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi viðbót dugi ekki til. „Þó að við fögnum þeim litlu skrefum sem tekin eru í að leiðrétta þessa ákvörðun, að ráðast á réttindi barna, þá er það svo að ef borgin hefði ekki varið kennsluna væri um gróft lögbrot að ræða." Guðrún segist ekki sjá hvernig 200 milljónir komi til með að vinna upp þá 250 milljóna kennsluskerðingu sem fyrirhuguð hafi verið. Vilja verja kennslu Borgaryfirvöld veita 200 milljónir í viðbót til skólamála. Vilja vernda innra starf skólanna og koma í veg fyrir niðurskurð á kennslu. Fréttablaðið/STefán „Þau eru enn 50 milljónir í mínus fyrir utan það sem þarf til að verja gæsluna. Svo er enn, þrátt fyrir allt, verið að tala um 800 milljóna heildarniðurskurð til menntasviðs, sem er of mikið." Guðrún bætir því við að skólamál skuli ekki notuð sem afsökun fyrir hækkun útsvars, enda eigi borgin fé í sjóðum. Borgin verði að forgangsraða í þágu barna og unglinga.thorgils@frettabladid.is Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Skólamál Borgaryfirvöld hafa ákveðið að auka fjárheimildir til grunnskólastarfs í borginni um 200 milljónir króna frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir yfirstandandi ár. Til greina kemur að fullnýta útsvarsheimildir til að mæta auknum kostnaði. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir að með þessu sé tryggt að ekki þurfi að skerða kennslu eða innra starf grunnskóla. „Við skoðuðum stöðuna og sáum að uppsafnaður vandi síðustu tveggja ára á menntasviði var að birtast," segir Oddný. „Skólarnir eiga erfitt með að hagræða í innra starfinu, þriðja árið í röð. Því ákváðum við að bregðast nú við og draga til baka að nær öllu leyti fyrirhugaða skerðingu kennslumagns, og bæta í varðandi gæslu og forföll. Í raun erum við því að bæta í, miðað við fjárhagsáætlun fyrir síðasta ár." Oddný segir þetta þó ekki hafa áhrif á vinnu starfshóps um sameiningar innan skólakerfis borgarinnar, því að ástandið undirstriki enn frekar nauðsyn breytinga. „Nú er lag að þora að fara út í þær kjarkmiklu breytingar sem rætt hefur verið um, til að hægt verði að standa vörð um skólastarfið sjálft." Aðspurð segir Oddný að til greina komi að hækka útsvarið upp í leyfilegt hámark til að standa straum af kostnaðinum. „Að mínu mati er það réttlátasta leiðin til að verja skólastarfið að dreifa byrðum á sem sanngjarnastan hátt." Guðrún Valdimarsdóttir Guðrún Valdimarsdóttir, formaður SAMFOKS, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi viðbót dugi ekki til. „Þó að við fögnum þeim litlu skrefum sem tekin eru í að leiðrétta þessa ákvörðun, að ráðast á réttindi barna, þá er það svo að ef borgin hefði ekki varið kennsluna væri um gróft lögbrot að ræða." Guðrún segist ekki sjá hvernig 200 milljónir komi til með að vinna upp þá 250 milljóna kennsluskerðingu sem fyrirhuguð hafi verið. Vilja verja kennslu Borgaryfirvöld veita 200 milljónir í viðbót til skólamála. Vilja vernda innra starf skólanna og koma í veg fyrir niðurskurð á kennslu. Fréttablaðið/STefán „Þau eru enn 50 milljónir í mínus fyrir utan það sem þarf til að verja gæsluna. Svo er enn, þrátt fyrir allt, verið að tala um 800 milljóna heildarniðurskurð til menntasviðs, sem er of mikið." Guðrún bætir því við að skólamál skuli ekki notuð sem afsökun fyrir hækkun útsvars, enda eigi borgin fé í sjóðum. Borgin verði að forgangsraða í þágu barna og unglinga.thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira