Börn sem búa við heimilisofbeldi fá litla sem enga aðstoð 16. febrúar 2011 18:34 Stuðningi við börn sem búa við heimilisofbeldi er verulega ábótavant í Reykjavík. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Þar segir að lítið sem ekkert samráð virðist vera milli stofnanna, ekki er rætt við börnin eða á þau hlustað. Úrræðaleysi virðist einkenna allt ferlið. Niðurstöðurnar eru í raun áfellisdómur yfir félagslega kerfinu í Reykjavík. Í skýrslu um málið, sem kynnt verður formlega á máþingi Barnaheilla á morgun, segir að brýn þörf sé á að endurskoða kerfið. Minnihluti þessara barna fá nú stuðning enda fá eða engin úrræði sem standa til boða. Skýrslan verður formlega kynnt á málþingi samtakanna Barnaheilla á morgun. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla segir að niðurstöður hennar sýni að brýn þörf sé á endurskoðun á málefnum barna sem verða vitni að ofbeldi á heimilum sínum og auka vitund fólks um að þau eru einnig fórnarlömb ofbeldis. Petrína segir það lífseiga mýtu að börn skaðist ekki verði þau ekki fyrir beinu ofbeldi heldur þurfi aðeins að horfa upp á það. Rannsóknir sýni þó annað. Til dæmis að börn sem búa á heimilum þar sem ofbeldi er gegn mæðrum eða á milli foreldra, þjást gjarnan af mikilli sektarkennd og axla mikla ábyrgð á heimilinu sem er líkleg til að fylgja þeim inn í fullorðinsár. Til eru erlendar og íslenskar rannsóknir þar sem fram kemur að börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi er gegn mæðrum, þjást gjarnan af mikilli sektarkennd og axla mikla ábyrgð á heimilinu. Í skýrslunni er meðal annars vitnað til orða landlæknis sem segir: "Það eru rannsóknir sem sýna að krakkar sem verða fyrir slíkri reynslu að áhrifin eru mjög langvinn ... og geta haft áhrif til lengri tíma hvað varðar geðheilsu þeirra." Þá virðist sem mál af þessum toga séu enn ekki skráð á markvissan hátt og ekki við þeim brugðist. Meira en 90 prósent tilkynninga sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur, um að barn búi á heimili þar sem ofbeldi er gegn móður eða milli foreldra, koma frá lögreglu en flestar hinna berast frá heilbrigðis- og skólastofnunum. Minnihluti þessara tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir til þess að barni er veittur stuðningur. Mikill fjöldi tilkynninga verður til þess að bréf er sent til móður þar sem bent er á almenn úrræði og málinu er þar með lokið af hálfu barnaverndar. Petrína segir einnig að gap virðist vera milli væntinga sem gerðar eru til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málunum. Hún minnir á þá ábyrgð sem stórfjölskyldur bera í málum sem þessum og brýnt sé að koma á heildstæðri stefnu og starfi milli stofnanna til dæmis lögreglu, barnaverndar, félagsþjónustu, skóla, heilbrigðis- og dómskerfis. Upplýsingar um málþingið má finna á síðunni barnaheill.is Rannsókn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, um hvaða stuðningur er í boði fyrir börn í Reykjavík sem eru vitni að heimilisofbeldi, var styrkt af Daphne-áætlun Evrópusambandsins og unnin í samvinnu við Barnaheill á Spáni og Ítalíu. Verkefnið hófst í febrúar 2010 og lauk ári síðar. Rannsóknin gefur vísbendingar um stöðu mála í Reykjavík. Viðmælendur sem tóku þátt í rannsókninni starfa hjá mikilvægum stofnunum í samfélaginu sem mörgum hverjum er ætlað að vernda börn og hafa hag þeirra að leiðarljósi í sínu starfi. Þeir eru einnig í lykilstöðu til að hafa áhrif á áherslur, viðhorf, vinnulag og verklagsreglur hjá viðkomandi stofnunum. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Stuðningi við börn sem búa við heimilisofbeldi er verulega ábótavant í Reykjavík. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Þar segir að lítið sem ekkert samráð virðist vera milli stofnanna, ekki er rætt við börnin eða á þau hlustað. Úrræðaleysi virðist einkenna allt ferlið. Niðurstöðurnar eru í raun áfellisdómur yfir félagslega kerfinu í Reykjavík. Í skýrslu um málið, sem kynnt verður formlega á máþingi Barnaheilla á morgun, segir að brýn þörf sé á að endurskoða kerfið. Minnihluti þessara barna fá nú stuðning enda fá eða engin úrræði sem standa til boða. Skýrslan verður formlega kynnt á málþingi samtakanna Barnaheilla á morgun. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla segir að niðurstöður hennar sýni að brýn þörf sé á endurskoðun á málefnum barna sem verða vitni að ofbeldi á heimilum sínum og auka vitund fólks um að þau eru einnig fórnarlömb ofbeldis. Petrína segir það lífseiga mýtu að börn skaðist ekki verði þau ekki fyrir beinu ofbeldi heldur þurfi aðeins að horfa upp á það. Rannsóknir sýni þó annað. Til dæmis að börn sem búa á heimilum þar sem ofbeldi er gegn mæðrum eða á milli foreldra, þjást gjarnan af mikilli sektarkennd og axla mikla ábyrgð á heimilinu sem er líkleg til að fylgja þeim inn í fullorðinsár. Til eru erlendar og íslenskar rannsóknir þar sem fram kemur að börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi er gegn mæðrum, þjást gjarnan af mikilli sektarkennd og axla mikla ábyrgð á heimilinu. Í skýrslunni er meðal annars vitnað til orða landlæknis sem segir: "Það eru rannsóknir sem sýna að krakkar sem verða fyrir slíkri reynslu að áhrifin eru mjög langvinn ... og geta haft áhrif til lengri tíma hvað varðar geðheilsu þeirra." Þá virðist sem mál af þessum toga séu enn ekki skráð á markvissan hátt og ekki við þeim brugðist. Meira en 90 prósent tilkynninga sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur, um að barn búi á heimili þar sem ofbeldi er gegn móður eða milli foreldra, koma frá lögreglu en flestar hinna berast frá heilbrigðis- og skólastofnunum. Minnihluti þessara tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir til þess að barni er veittur stuðningur. Mikill fjöldi tilkynninga verður til þess að bréf er sent til móður þar sem bent er á almenn úrræði og málinu er þar með lokið af hálfu barnaverndar. Petrína segir einnig að gap virðist vera milli væntinga sem gerðar eru til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málunum. Hún minnir á þá ábyrgð sem stórfjölskyldur bera í málum sem þessum og brýnt sé að koma á heildstæðri stefnu og starfi milli stofnanna til dæmis lögreglu, barnaverndar, félagsþjónustu, skóla, heilbrigðis- og dómskerfis. Upplýsingar um málþingið má finna á síðunni barnaheill.is Rannsókn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, um hvaða stuðningur er í boði fyrir börn í Reykjavík sem eru vitni að heimilisofbeldi, var styrkt af Daphne-áætlun Evrópusambandsins og unnin í samvinnu við Barnaheill á Spáni og Ítalíu. Verkefnið hófst í febrúar 2010 og lauk ári síðar. Rannsóknin gefur vísbendingar um stöðu mála í Reykjavík. Viðmælendur sem tóku þátt í rannsókninni starfa hjá mikilvægum stofnunum í samfélaginu sem mörgum hverjum er ætlað að vernda börn og hafa hag þeirra að leiðarljósi í sínu starfi. Þeir eru einnig í lykilstöðu til að hafa áhrif á áherslur, viðhorf, vinnulag og verklagsreglur hjá viðkomandi stofnunum.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira