Börn sem búa við heimilisofbeldi fá litla sem enga aðstoð 16. febrúar 2011 18:34 Stuðningi við börn sem búa við heimilisofbeldi er verulega ábótavant í Reykjavík. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Þar segir að lítið sem ekkert samráð virðist vera milli stofnanna, ekki er rætt við börnin eða á þau hlustað. Úrræðaleysi virðist einkenna allt ferlið. Niðurstöðurnar eru í raun áfellisdómur yfir félagslega kerfinu í Reykjavík. Í skýrslu um málið, sem kynnt verður formlega á máþingi Barnaheilla á morgun, segir að brýn þörf sé á að endurskoða kerfið. Minnihluti þessara barna fá nú stuðning enda fá eða engin úrræði sem standa til boða. Skýrslan verður formlega kynnt á málþingi samtakanna Barnaheilla á morgun. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla segir að niðurstöður hennar sýni að brýn þörf sé á endurskoðun á málefnum barna sem verða vitni að ofbeldi á heimilum sínum og auka vitund fólks um að þau eru einnig fórnarlömb ofbeldis. Petrína segir það lífseiga mýtu að börn skaðist ekki verði þau ekki fyrir beinu ofbeldi heldur þurfi aðeins að horfa upp á það. Rannsóknir sýni þó annað. Til dæmis að börn sem búa á heimilum þar sem ofbeldi er gegn mæðrum eða á milli foreldra, þjást gjarnan af mikilli sektarkennd og axla mikla ábyrgð á heimilinu sem er líkleg til að fylgja þeim inn í fullorðinsár. Til eru erlendar og íslenskar rannsóknir þar sem fram kemur að börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi er gegn mæðrum, þjást gjarnan af mikilli sektarkennd og axla mikla ábyrgð á heimilinu. Í skýrslunni er meðal annars vitnað til orða landlæknis sem segir: "Það eru rannsóknir sem sýna að krakkar sem verða fyrir slíkri reynslu að áhrifin eru mjög langvinn ... og geta haft áhrif til lengri tíma hvað varðar geðheilsu þeirra." Þá virðist sem mál af þessum toga séu enn ekki skráð á markvissan hátt og ekki við þeim brugðist. Meira en 90 prósent tilkynninga sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur, um að barn búi á heimili þar sem ofbeldi er gegn móður eða milli foreldra, koma frá lögreglu en flestar hinna berast frá heilbrigðis- og skólastofnunum. Minnihluti þessara tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir til þess að barni er veittur stuðningur. Mikill fjöldi tilkynninga verður til þess að bréf er sent til móður þar sem bent er á almenn úrræði og málinu er þar með lokið af hálfu barnaverndar. Petrína segir einnig að gap virðist vera milli væntinga sem gerðar eru til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málunum. Hún minnir á þá ábyrgð sem stórfjölskyldur bera í málum sem þessum og brýnt sé að koma á heildstæðri stefnu og starfi milli stofnanna til dæmis lögreglu, barnaverndar, félagsþjónustu, skóla, heilbrigðis- og dómskerfis. Upplýsingar um málþingið má finna á síðunni barnaheill.is Rannsókn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, um hvaða stuðningur er í boði fyrir börn í Reykjavík sem eru vitni að heimilisofbeldi, var styrkt af Daphne-áætlun Evrópusambandsins og unnin í samvinnu við Barnaheill á Spáni og Ítalíu. Verkefnið hófst í febrúar 2010 og lauk ári síðar. Rannsóknin gefur vísbendingar um stöðu mála í Reykjavík. Viðmælendur sem tóku þátt í rannsókninni starfa hjá mikilvægum stofnunum í samfélaginu sem mörgum hverjum er ætlað að vernda börn og hafa hag þeirra að leiðarljósi í sínu starfi. Þeir eru einnig í lykilstöðu til að hafa áhrif á áherslur, viðhorf, vinnulag og verklagsreglur hjá viðkomandi stofnunum. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Stuðningi við börn sem búa við heimilisofbeldi er verulega ábótavant í Reykjavík. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Þar segir að lítið sem ekkert samráð virðist vera milli stofnanna, ekki er rætt við börnin eða á þau hlustað. Úrræðaleysi virðist einkenna allt ferlið. Niðurstöðurnar eru í raun áfellisdómur yfir félagslega kerfinu í Reykjavík. Í skýrslu um málið, sem kynnt verður formlega á máþingi Barnaheilla á morgun, segir að brýn þörf sé á að endurskoða kerfið. Minnihluti þessara barna fá nú stuðning enda fá eða engin úrræði sem standa til boða. Skýrslan verður formlega kynnt á málþingi samtakanna Barnaheilla á morgun. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla segir að niðurstöður hennar sýni að brýn þörf sé á endurskoðun á málefnum barna sem verða vitni að ofbeldi á heimilum sínum og auka vitund fólks um að þau eru einnig fórnarlömb ofbeldis. Petrína segir það lífseiga mýtu að börn skaðist ekki verði þau ekki fyrir beinu ofbeldi heldur þurfi aðeins að horfa upp á það. Rannsóknir sýni þó annað. Til dæmis að börn sem búa á heimilum þar sem ofbeldi er gegn mæðrum eða á milli foreldra, þjást gjarnan af mikilli sektarkennd og axla mikla ábyrgð á heimilinu sem er líkleg til að fylgja þeim inn í fullorðinsár. Til eru erlendar og íslenskar rannsóknir þar sem fram kemur að börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi er gegn mæðrum, þjást gjarnan af mikilli sektarkennd og axla mikla ábyrgð á heimilinu. Í skýrslunni er meðal annars vitnað til orða landlæknis sem segir: "Það eru rannsóknir sem sýna að krakkar sem verða fyrir slíkri reynslu að áhrifin eru mjög langvinn ... og geta haft áhrif til lengri tíma hvað varðar geðheilsu þeirra." Þá virðist sem mál af þessum toga séu enn ekki skráð á markvissan hátt og ekki við þeim brugðist. Meira en 90 prósent tilkynninga sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur, um að barn búi á heimili þar sem ofbeldi er gegn móður eða milli foreldra, koma frá lögreglu en flestar hinna berast frá heilbrigðis- og skólastofnunum. Minnihluti þessara tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir til þess að barni er veittur stuðningur. Mikill fjöldi tilkynninga verður til þess að bréf er sent til móður þar sem bent er á almenn úrræði og málinu er þar með lokið af hálfu barnaverndar. Petrína segir einnig að gap virðist vera milli væntinga sem gerðar eru til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málunum. Hún minnir á þá ábyrgð sem stórfjölskyldur bera í málum sem þessum og brýnt sé að koma á heildstæðri stefnu og starfi milli stofnanna til dæmis lögreglu, barnaverndar, félagsþjónustu, skóla, heilbrigðis- og dómskerfis. Upplýsingar um málþingið má finna á síðunni barnaheill.is Rannsókn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, um hvaða stuðningur er í boði fyrir börn í Reykjavík sem eru vitni að heimilisofbeldi, var styrkt af Daphne-áætlun Evrópusambandsins og unnin í samvinnu við Barnaheill á Spáni og Ítalíu. Verkefnið hófst í febrúar 2010 og lauk ári síðar. Rannsóknin gefur vísbendingar um stöðu mála í Reykjavík. Viðmælendur sem tóku þátt í rannsókninni starfa hjá mikilvægum stofnunum í samfélaginu sem mörgum hverjum er ætlað að vernda börn og hafa hag þeirra að leiðarljósi í sínu starfi. Þeir eru einnig í lykilstöðu til að hafa áhrif á áherslur, viðhorf, vinnulag og verklagsreglur hjá viðkomandi stofnunum.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira