Dellusafn á Flateyri fyrir áráttusafnara 16. febrúar 2011 13:15 Fyrrverandi lögreglumaður vill auka fjölbreytni afþreyingar fyrir ferðamenn og skapa umsvif á Flateyri með safni með ýmiss konar einkasöfnum.Fréttablaðið/Heiða „Þetta er náttúrlega della," segir Jón Svanberg Hjartarson, safnari á Ísafirði, sem vill koma á fót „Dellusafni" á Flateyri. Jón Svanberg óskar eftir því við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að fá efri hæðina á gömlu bæjarskrifstofunum á Flateyri undir safnið. Ætlun hans er að þar verði, auk hans eigin lögreglumunasafns, söfn annarra sem safna gripum af öðru tagi. Úr verði eitt allsherjar dellusafn. „Ég hef áður velt því fyrir mér að koma mínum gripum í safn sem fólk hefði aðgang að en ekkert varð af því. Nú spyrja menn hvað sé til ráða til að bæta úr atvinnuástandinu á minni stöðum og þá datt mér í hug að taka þessa hugmynd fram aftur," útskýrir Jón Svanberg sem vonast til að Dellusafnið verði lyftistöng fyrir Flateyri. Jón Svanberg Hjartarson „Það vantar meiri fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn og með þessu væri hægt að búa til allt að einu starfi yfir sumartímann. Það munar um það," bendir Jón Svanberg á. Áhugann á lögreglumunum segir Jón Svanberg tengjast því að hann hafi verið lögreglumaður í sextán ár þar til hann hætti fyrir um tveimur árum. Áhersla hans sé á einkennishúfur. Hann eigi um 120 slíkar húfur víðs vegar að úr heiminum, lengst að frá Kína. Þá segist hann eiga um eitt þúsund einkennismerki, nokkra búninga og „valdbeitingarbúnað" frá ýmsum tímum, meðal annars frá óeirðunum á Austurvelli 1949. „Hugmyndin þróaðist að lokum út í að koma upp safni um hinar ýmsu dellur, til dæmis fyrir þá sem safna bátalíkönum og ég hef heyrt um einn sem safnar sykurmolum," segir Jón Svanberg. Forsenda fyrir því að málið nái á næsta stig sé að tryggja húsnæði. „Ég veit ekki um neina fyrirséða notkun á húsnæðinu og það gæti hentað," segir Jón Svanberg um aðra hæðina á gömlu bæjarstjórnarskrifstofunni. Bæjarráðið vísaði ósk hans „inn í aðra vinnslu hvað varðar málefni Flateyrar" eins og segir í afgreiðslunni. Hann kveðst ekki átta sig á merkingu þess. „Það er góð spurning. Ég hef fengið jákvæð viðbrögð en ekki svar af eða á og er að bíða eftir frekari upplýsingum frá bæjarráðinu." gar@frettabladid.is Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Þetta er náttúrlega della," segir Jón Svanberg Hjartarson, safnari á Ísafirði, sem vill koma á fót „Dellusafni" á Flateyri. Jón Svanberg óskar eftir því við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að fá efri hæðina á gömlu bæjarskrifstofunum á Flateyri undir safnið. Ætlun hans er að þar verði, auk hans eigin lögreglumunasafns, söfn annarra sem safna gripum af öðru tagi. Úr verði eitt allsherjar dellusafn. „Ég hef áður velt því fyrir mér að koma mínum gripum í safn sem fólk hefði aðgang að en ekkert varð af því. Nú spyrja menn hvað sé til ráða til að bæta úr atvinnuástandinu á minni stöðum og þá datt mér í hug að taka þessa hugmynd fram aftur," útskýrir Jón Svanberg sem vonast til að Dellusafnið verði lyftistöng fyrir Flateyri. Jón Svanberg Hjartarson „Það vantar meiri fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn og með þessu væri hægt að búa til allt að einu starfi yfir sumartímann. Það munar um það," bendir Jón Svanberg á. Áhugann á lögreglumunum segir Jón Svanberg tengjast því að hann hafi verið lögreglumaður í sextán ár þar til hann hætti fyrir um tveimur árum. Áhersla hans sé á einkennishúfur. Hann eigi um 120 slíkar húfur víðs vegar að úr heiminum, lengst að frá Kína. Þá segist hann eiga um eitt þúsund einkennismerki, nokkra búninga og „valdbeitingarbúnað" frá ýmsum tímum, meðal annars frá óeirðunum á Austurvelli 1949. „Hugmyndin þróaðist að lokum út í að koma upp safni um hinar ýmsu dellur, til dæmis fyrir þá sem safna bátalíkönum og ég hef heyrt um einn sem safnar sykurmolum," segir Jón Svanberg. Forsenda fyrir því að málið nái á næsta stig sé að tryggja húsnæði. „Ég veit ekki um neina fyrirséða notkun á húsnæðinu og það gæti hentað," segir Jón Svanberg um aðra hæðina á gömlu bæjarstjórnarskrifstofunni. Bæjarráðið vísaði ósk hans „inn í aðra vinnslu hvað varðar málefni Flateyrar" eins og segir í afgreiðslunni. Hann kveðst ekki átta sig á merkingu þess. „Það er góð spurning. Ég hef fengið jákvæð viðbrögð en ekki svar af eða á og er að bíða eftir frekari upplýsingum frá bæjarráðinu." gar@frettabladid.is
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira