Innlent

Vann 17 milljónir: Sannkallaður happafengur

Mynd úr safni
Í dag kom eldri maður frá Vestmannaeyjum í heimsókn til Íslenskrar getspár með 6 talna kerfismiða sem var sannkallaður lukkumiði því vinningur á þessar 6 tölur gaf rúmlega 17 milljónir í vinning.

Maðurinn hefur í mörg ár farið reglulega í Tvistinn í Vestmannaeyjum og spilað með þessar 6 lukkutölur. Oft hafa komið minni vinningar á tölurnar góðu en núna fiskaðist sá stóri og má segja að vinningurinn hafi farið á góðan stað.

Maðurinn fylgdist ekki með útdrætti kvöldsins en fletti á síðu 281 á textavarpinu við fyrsta tækifæri og kannaðist strax við tölurnar góðu. Hann var að vonum mjög ánægður með að hafa dottið í lukkupottinn og bæst við þá fjölmörgu Lottómilljónamæringa sem fyrir eru.

Maðurinn segir að vinningurinn sé sannkallaður happafengur enda er hann hættur að vinna og þetta sé svo sannarlega góð viðbót við lífeyrisgreiðslurnar sem ekki eru til að hrópa húrra yfir.

Maðurinn ætlar að gera eitthvað fyrir sjálfan sig en einnig láta gott af sér leiða fyrir hluta fjársins. Íslensk getspá óskar manningum innilega til hamingju með þennan glæsilega vinning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×