Móðir níumennings: „Ísland er land fasismans“ SB skrifar 16. febrúar 2011 18:30 Lára V. Júlíusdóttir saksóknari í níumenningarmálinu hefur ekki ákveðið hvort hún muni áfrýja málinu til hæstaréttar. Níumenningarnir svokölluðu voru sýknaðir í Héraðsdómi í dag fyrir árás á Alþingi en fjórir þeirra sakfelldir fyrir brot gegn valdstjórninni. Klukkan átta í morgun höfðu tugir manns safnast saman fyrir utan Héraðsdóm Reykajvíkur til að hlýða á niðurstöðu Péturs Guðgeirssonar dómara í níumenningamálinu svokallaða. Aðeins 25 manns komust fyrir í dómsalnum og þurftu ættingjar sumra sakborninga að bíða fyrir utan. Níumenningarnir voru ekki fundnir sekir um að hafa ráðist að Alþingi en við því liggur allt að 16 ára fangelsisdómur. Fjórir þeirra voru hins vegar sakfelldir fyrir brot gegn valdstjórninni, tveir þeirra dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og tveir til greiðslu sektar. Foreldrar sakborninganna voru í miklu uppnámi. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, móðir Sólveigar Önnu Jónsdóttir var tilfinningalegu uppnámi þegar fréttastofi náði tali af henni. „Ég get ekki sagt neitt. Þetta er búið að vera hræðilega erfiður tími. Gott að þetta sé búið. Ég veit það ekki, ég veit ekki neitt. Ég er bara alveg orðlaus. Að drengirnir skyldu fá fangelsisdóm og Steinunn sannaðist aldrei og Solla dóttir mín að hún hefði, þessi písl, hún ætlaði sér ekkert nema að láta heyra í sér. Ísland er land fasismans. Alveg hreint víst," sagði Ragnheiður Ásta í morgun. „Maður gat búist við öllu en maður samt vonaði að réttlætið næði fram að ganga en svo var ekki. Því miður," sagði hún og kvaðst vera ósátt. Fjöldi stuðningsmanna níumenningana sýndu samstöðu með að mæta í Héraðsdóm í morgun. Ellen Kristjánsdóttur söngkona var ein þeirra. „Þetta sýnir bara hvernig kerfið er. Erfitt fyrir alla sem ráða hérna. Dómsvaldið að biðjast afsökunar og sýna mannúð og réttlæti. Ekki það sem er í boði hérna. Málið allt er bara farsi því miður. Finnst grátlegt að þegar menn sem ryksuguðu bankana ganga lausir og halda áfram hér á Íslandi. Það er eitthvað skakkt við þetta land. Eitthvað ekki rétt," sagði Ellen í morgun. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður nokkurra af sakborningum, sagði dóminn ekkert fagnaðarefni. „Alþingi og fleiri sóttu hart að dómstólum að reka þetta mál og það hefði getað farið verr miðað við aðstæður. Ég fagna engu, mér finnst þetta hið versta mál fyrir lýðveldið," sagði Ragnar. Lára V. Júlíusdóttir, settur saksóknari í málinu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún hyggðist bíða með að ákveða hvort málinu yrði áfrýjað. Er þetta ósigur fyrir ákæruvaldið? „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta að svo stöddu. Ég ætla að fara yfir málið." Kom niðurstaðan á óvart? „Ætla ekkert að tala um það neitt." Ekki sem þú bjóst við? „Alveg eins, ég gerði ráð fyrir að það hefði mátt búast við þessu," sagði Lára. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Lára V. Júlíusdóttir saksóknari í níumenningarmálinu hefur ekki ákveðið hvort hún muni áfrýja málinu til hæstaréttar. Níumenningarnir svokölluðu voru sýknaðir í Héraðsdómi í dag fyrir árás á Alþingi en fjórir þeirra sakfelldir fyrir brot gegn valdstjórninni. Klukkan átta í morgun höfðu tugir manns safnast saman fyrir utan Héraðsdóm Reykajvíkur til að hlýða á niðurstöðu Péturs Guðgeirssonar dómara í níumenningamálinu svokallaða. Aðeins 25 manns komust fyrir í dómsalnum og þurftu ættingjar sumra sakborninga að bíða fyrir utan. Níumenningarnir voru ekki fundnir sekir um að hafa ráðist að Alþingi en við því liggur allt að 16 ára fangelsisdómur. Fjórir þeirra voru hins vegar sakfelldir fyrir brot gegn valdstjórninni, tveir þeirra dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og tveir til greiðslu sektar. Foreldrar sakborninganna voru í miklu uppnámi. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, móðir Sólveigar Önnu Jónsdóttir var tilfinningalegu uppnámi þegar fréttastofi náði tali af henni. „Ég get ekki sagt neitt. Þetta er búið að vera hræðilega erfiður tími. Gott að þetta sé búið. Ég veit það ekki, ég veit ekki neitt. Ég er bara alveg orðlaus. Að drengirnir skyldu fá fangelsisdóm og Steinunn sannaðist aldrei og Solla dóttir mín að hún hefði, þessi písl, hún ætlaði sér ekkert nema að láta heyra í sér. Ísland er land fasismans. Alveg hreint víst," sagði Ragnheiður Ásta í morgun. „Maður gat búist við öllu en maður samt vonaði að réttlætið næði fram að ganga en svo var ekki. Því miður," sagði hún og kvaðst vera ósátt. Fjöldi stuðningsmanna níumenningana sýndu samstöðu með að mæta í Héraðsdóm í morgun. Ellen Kristjánsdóttur söngkona var ein þeirra. „Þetta sýnir bara hvernig kerfið er. Erfitt fyrir alla sem ráða hérna. Dómsvaldið að biðjast afsökunar og sýna mannúð og réttlæti. Ekki það sem er í boði hérna. Málið allt er bara farsi því miður. Finnst grátlegt að þegar menn sem ryksuguðu bankana ganga lausir og halda áfram hér á Íslandi. Það er eitthvað skakkt við þetta land. Eitthvað ekki rétt," sagði Ellen í morgun. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður nokkurra af sakborningum, sagði dóminn ekkert fagnaðarefni. „Alþingi og fleiri sóttu hart að dómstólum að reka þetta mál og það hefði getað farið verr miðað við aðstæður. Ég fagna engu, mér finnst þetta hið versta mál fyrir lýðveldið," sagði Ragnar. Lára V. Júlíusdóttir, settur saksóknari í málinu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún hyggðist bíða með að ákveða hvort málinu yrði áfrýjað. Er þetta ósigur fyrir ákæruvaldið? „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta að svo stöddu. Ég ætla að fara yfir málið." Kom niðurstaðan á óvart? „Ætla ekkert að tala um það neitt." Ekki sem þú bjóst við? „Alveg eins, ég gerði ráð fyrir að það hefði mátt búast við þessu," sagði Lára.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira