Svandís staðfestir skipulagið eftir dóm 16. febrúar 2011 04:30 Stjórnarandstæðingar sóttu hart að umhverfisráðherra eftir dóm Hæstaréttar en forveri Svandísar í embætti, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu, kom henni til varnar og sagði að grundvallarvandinn væri sá að langflest sveitarfélög í landinu væru of lítil og veikburða til þess að sinna skipulagsmálum, grundvelli umhverfisverndar í landinu. M Mynd/Valli Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist hafa fundið fyrir meiri stuðningi við sín störf frá almenningi í kjölfar dóms Hæstaréttar um skipulagsmál í Flóahreppi en nokkru sinni áður frá því í REI-málinu í borgarstjórn Reykjavíkur í lok árs 2007. Þetta kom fram hjá ráðherranum við utandagskrárumræður á Alþingi í gær þar sem hún lá undir ámæli frá þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem kölluðu eftir að hún axlaði pólitíska ábyrgð í kjölfar dómsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, sagði að dómur Hæstaréttar staðfesti að Svandís hefði með einbeittum brotavilja komið í veg fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi. Hún vitnaði til orða Svandísar í fjölmiðlum eftir dóminn um að hún væri í pólitík og hefði hagsmuni umhverfis og náttúru til hliðsjónar þegar hún tæki ákvarðanir: „Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?" spurði Ragnheiður Elín og vildi vita hvernig sú ábyrgð yrði öxluð og hvort og þá hvenær ætlunin væri að ráðherrann staðfesti skipulag Flóahrepps. Svandís kvaðst axla pólitíska ábyrgð á öllum þeim verkum sem sér væru falin og vísaði til þess að hún sæti í skjóli þingmeirihluta ríkisstjórnarinnar. Hún sagðist mundu staðfesta skipulag Flóahrepps nú að gengnum dómi Hæstaréttar og hitta sveitarstjórnarmenn í sveitarfélaginu „í dag eða á morgun" til þess að ræða það. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði viðbrögð Svandísar ekkert annað en hneyksli, þar vottaði hvorki fyrir iðrun né afsökun. Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, og fleiri þingmenn nefndu að málið snerist ekki um umhverfismál því engin umhverfisrök hefðu verið nefnd í rökstuðningi þeirrar ákvörðunar sem nú hefur verið dæmd ólögmæt. Málið snerist um að ráðherrann hefði ekki farið að lögum landsins. Mörður Árnason, Samfylkingu, og Atli Gíslason, VG, sögðu að eðlilegt hefði verið að ráðherrann léti reyna á túlkun laganna varðandi Urriðafosshluta aðalskipulags Flóahrepps. Atli sagði að nú hefði Hæstiréttur skorið úr. Réttarástandið væri óþolandi og kallaði á breytt lög varðandi möguleika framkvæmdaraðila að greiða sveitarfélögum fyrir skipulagsvinnu. peturg@frettabladid.is Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist hafa fundið fyrir meiri stuðningi við sín störf frá almenningi í kjölfar dóms Hæstaréttar um skipulagsmál í Flóahreppi en nokkru sinni áður frá því í REI-málinu í borgarstjórn Reykjavíkur í lok árs 2007. Þetta kom fram hjá ráðherranum við utandagskrárumræður á Alþingi í gær þar sem hún lá undir ámæli frá þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem kölluðu eftir að hún axlaði pólitíska ábyrgð í kjölfar dómsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, sagði að dómur Hæstaréttar staðfesti að Svandís hefði með einbeittum brotavilja komið í veg fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi. Hún vitnaði til orða Svandísar í fjölmiðlum eftir dóminn um að hún væri í pólitík og hefði hagsmuni umhverfis og náttúru til hliðsjónar þegar hún tæki ákvarðanir: „Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?" spurði Ragnheiður Elín og vildi vita hvernig sú ábyrgð yrði öxluð og hvort og þá hvenær ætlunin væri að ráðherrann staðfesti skipulag Flóahrepps. Svandís kvaðst axla pólitíska ábyrgð á öllum þeim verkum sem sér væru falin og vísaði til þess að hún sæti í skjóli þingmeirihluta ríkisstjórnarinnar. Hún sagðist mundu staðfesta skipulag Flóahrepps nú að gengnum dómi Hæstaréttar og hitta sveitarstjórnarmenn í sveitarfélaginu „í dag eða á morgun" til þess að ræða það. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði viðbrögð Svandísar ekkert annað en hneyksli, þar vottaði hvorki fyrir iðrun né afsökun. Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, og fleiri þingmenn nefndu að málið snerist ekki um umhverfismál því engin umhverfisrök hefðu verið nefnd í rökstuðningi þeirrar ákvörðunar sem nú hefur verið dæmd ólögmæt. Málið snerist um að ráðherrann hefði ekki farið að lögum landsins. Mörður Árnason, Samfylkingu, og Atli Gíslason, VG, sögðu að eðlilegt hefði verið að ráðherrann léti reyna á túlkun laganna varðandi Urriðafosshluta aðalskipulags Flóahrepps. Atli sagði að nú hefði Hæstiréttur skorið úr. Réttarástandið væri óþolandi og kallaði á breytt lög varðandi möguleika framkvæmdaraðila að greiða sveitarfélögum fyrir skipulagsvinnu. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira